Leita í fréttum mbl.is

KRÓNÍSKUR SKANDALL

1

Að kynbundin launamunur á Íslandi sé til staðar eru auðvitað ekki fréttir.  En það er ágætt að fá múr- og naglfastar tölur, reglulega til að minna á hversu kvenfjandsamlegt þetta samfélag í rauninni er, þrátt fyrir stöðugar viljayfirlýsingar til að breyta ástandinu, hægri vinstri. 

"Í gær var kynnt niðurstaða nýrrar launakönnunar sem SFR hefur gert og sýnir hún að meðal félagsmanna í fullu starfi eru konur að jafnaði með tæplega 25% lægri heildarlaun en karlar. Félagsmenn SFR eru tæp 6 þúsund. 70% þeirra eru konur."

Ég er satt að segja alveg að missa trúna á að vilji til að laga þetta sé til í raun og sann.  Ég er líka orðin hundleið á sífelldum endurtekningum á status kvó í launamálum þeirra sem annast um börn, sjúka og aldraða.  Þetta er fjandinn hafi það ekkert óvart og allir alveg í rusli.  Alveg: Jösses hvað leikskólakennarar eru á lélegum launum, bara helmingi lélegri en bankagjaldkerar.  Sjitt, þetta verðum við að laga.

Peningar hafa meira vægi en fólk.  Karlmenn hafa meira vægi en konur.  A.m.k. hér á landi.  Samt heldur fólk áfram með einbeittum vilja, að kjósa sömu pólitíkina yfir sig, aftur og aftur.  Alltaf bætist á afrekalista þeirra sem völdin hafa en samt kýs hinn almenni maður á móti sjálfum sér, í hvert sinn sem hann hefur tækifæri til að breyta samfélaginu sér í hag.  Samkvæmt þessu ættu vel flestir að vera í gúddí fíling yfir launamun kynjanna, skólamálum og umönnunarmálum.

Ég ætla ekki að segja ykkur var nær.

En ég hugsa það pottþétt.

Árinn sjálfur.


mbl.is Félagskonur SFR með 25% lægri heildarlaun en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Alveg frábær þessi tilvitnun efst í færslunni, ég hugsa að ég steli henni ef ég má......sjaldan séð jafn einfalt orðaða skilgreiningu sem að segir allt sem segja þarf! Annars er ég sammála hverju orði sem kemur hér fram!!!!!

Sunna Dóra Möller, 9.9.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunna Dóra, þessi einfaldi sannleikur nær samt að trylla ólíklegasta fólk.  Þetta er einfaldlega feminismi og þetta ætti ekki að valda geðtruflunum.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nákvæmlega, merkilegt hvað sumir byrja að hristast þegar "feminismi" kemur til tals....en þetta er nú sá hlutur sem hefur hreinlega bjargað lífi margra kvenna út um allan heim og heldur áfram að gera enn þann dag í dag!

Sunna Dóra Möller, 9.9.2007 kl. 14:44

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Akkúrat og einmitt, sammála 100%.

Bjarndís Helena Mitchell, 9.9.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2987281

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband