Laugardagur, 8. september 2007
ÉG OG ÚTLITIÐ
Það er til tíska í förðun. Já, já, auðvitað veit það hvert mannsbarn. Allskonar litanúansar í augnskuggum, blýöntum og varalitum. Já og litasétteringar í meiki. Ég er löngu hætt að fylgjast með, breyti helst ekki um andlit ef ég kemst hjá því, nóg er um árhringjaframleiðsluna í smettinu á mér, með öllum þeim breytingum sem hún orsakar. Ég legg ekki meira á ykkur.
Svo eru andlit í tísku líka. Mikið máluð, lítið máluð (aldrei ómáluð), þykjustunni fersk andlit og mismunandi mjó andlit. Stundum er hungursvipurinn að gera sig í tískuheiminum og þá á kona að líta út fyrir að nærast á sólarljósinu einu saman, hún á að vera kinnfiskasogin og með önnur merki örbirgðar í andlitinu.
Ef að fölleitar konur með bauga undir augum kæmust í tísku á þessu laugardagskvöldi þá yrði ég andlit kvöldsins. Jafnvel mánaðarins, svei mér þá.
Hvernig stendur á því að ljótan getur heltekið mann svona algjörlega óforvarandis án þess að maður hafi unnið sér inn fyrir því á nokkurn hátt? Hér hef ég verið bláedrú, er útsofin og borða eins og meinlætamaður en samt, hm... Hvað veldur?
Er farin í andlitsbað, strekkingu og augnuppskurð.
Síjúgæs!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Halloki, Lífstíll, Sjálfsdýrkun | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Dó ... Er til tíska í andlitsmálningu?? Úps... Annars hef ég aldrei skilið konur sem geta ekki farið út úr húsi án þess að setja á sig maskara eða varalit...
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 8.9.2007 kl. 23:22
Ljót miðað við ... ????? Knús til þín, sætust!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2007 kl. 23:40
Hrönn Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 23:43
Ekki er ég nú dugleg í málningadeildinni, held ég hafi meikað mig 5 sinnum um ævina og nota svo kalda vatnið sem hreinsikrem. Við erum lang sætastar punkur og pasta.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 23:51
Æ, svona hellist yfir mann einstaka sinnum. Svo er málið bara að dekra pínu við sig, brosa síðan í spegilinn og svo framan í heiminn. Þá líður þetta hjá held ég.
Bjarndís Helena Mitchell, 8.9.2007 kl. 23:54
Ég kem með þér! En ég ætla að byrja á tönnunum svo ég verði ekki kinnfiskasogin.
Edda Agnarsdóttir, 9.9.2007 kl. 00:05
Híhí, ég er hin sprækasta sko en assi hreint veikindaleg í framan, það verður að segjast!
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 00:23
við erum lang flottastar ómálaðar og með hláturhrukkurnar í tugatali
þannig kýs ég allavega enn að sjá málið
Rebbý, 9.9.2007 kl. 01:01
Jamm, þið segið það.
Satt að segja - svona í fullum trúnaði - þá hef ég ALDREI farið ómáluð út fyrir hússins dyr frá því ég var 13 ára gömul. Hananú! Gæti allt eins farið ALLSBER út í búð eins og maskaralaus.
En þetta er nú bara svona okkar á milli - eða þannig - hefur EKKERT með fyrirmyndir að gera. Bara sjálfsmyndina. Ég vil nefnilega hafa áhrif á hana SJÁLF.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.9.2007 kl. 03:01
Ég fer afar sjaldan af bæ án maskara, oft nota ég smá augnblýant líka. Mér finnst augun mín falleg og þau verða svipsterkari ef ég mála þau aðeins í kring. Þá verð ég ánægðari með mig.
Ég nota varalit svona á 2ja ára fresti og meik svona 2svar á ári. Aldrei komist upp á lag með þetta tvennt eða öllu heldur aldrei líkað þetta tvennt neitt sérstaklega og finnst það ekkert gera fyrir mig.
En merkilegt samt að suma daga finnst mér ekkert svona dót ná að gera mig fallega eða ánægða með mig. Ætli það sé ekki sálarástandið þann daginn sem setur einhverja spéspegla fyrir augu manns....
krossgata, 9.9.2007 kl. 03:08
Svona er þetta bara Jenný. Stundum finnst mér ég bara ákaflega ljót sama hverju ég smyr í andlitið á mér en aðra daga lít ég á mig allsnakta í framan og finnst ég æði. Kannski eitthvað andlegt dæmi, kannski eitthvað annað. Veit ekki hvort aðrir sjái mun. Best að vera bara ekkert að líta í spegil á off-dögunum.
Laufey Ólafsdóttir, 9.9.2007 kl. 08:14
Stundum fæ ég líka ljótuna.þá er alveg sama hvað ég geri ég er bara hryllilega ljót í framan þegar ég lít í spegil. Svo koma dagar sem ég er alveg hæstánægð með mig og get farið ógreidd og ómáluð hvert á land sem er..alltaf samt fullkædd...og finnst ég bara æðisleg þannig. Held þetta fari mun meira eftir innri líðan hvað maður sér i speglinum hverju sinni. Árhringir finnast mér fallegir...finnst slétt og árhringjalaust fólk einhvernveginn ekki eins fallegt og það sem ber merki lífsins utan á sér og framan í sér. Svo þú ert gullfalleg Jennsla mín...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 08:14
Ha er tíska í andlitsmálun? Ég hélt að það væri eitthvert leikskóla thing.hahahahahaha. Auðvitað veit ég allt um þetta
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:10
Ég er auðvitað í kasti yfir ykkur stelpur, þið eruð svo ógissla skemmtilegar.
Ólína: Fer aldrei út á meðal fólks ómáluð nema í neyðartilfellum og þá opnast himnar, jörð springur og fjöll hrynja
Katrín: Róleg á samúðinni, ég er ekki svona slæm, er það??
Laufey: Það eru ár og dagar síðan ég upplifði allsnakið fésið á mér sem fagurt. Þú ert UNG æmtellingjúvúman.
Birna Dís: Vildi óska að þetta væri pistill um leikskólanámskeið, en því miður, tíska í förðun er gígantískt mikilvæg.
Krossgata: Þú ert huguð kona og ég dáist að þér
Rebbý: Þetta er allt spurning um góðan ásetning til að sætta sig við orðin hlut. Muha
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.