Fimmtudagur, 6. september 2007
ALLIR SÓTRAFTAR Á SJÓ DREGNIR
Sumt fólk er ótrúlega hugmyndaríkt í öflun lífsviðurværis. Ég man eftir lækni einum sem tók fólk á námskeið við að gera við bíla, laga sambönd og kynlíf, kaupa gluggatjöld, elda grænmeti og fleira sem fólk þarf að gera í lífinu. Reglulega heldur fólk, alls kyns námskeið, með enga kunnáttu í farteskinu aðra en eigin reynslu, þó að auðvitað dragi reynslan fólk drjúga leið.
Nú er ein Nælon daman að fara af stað með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur á aldrinum 13 - 20 ára. Ég spái því að þær stúlkur sem flykkjast þangað verði allar í yngri kantinum. Það hlýtur að vera hreinn draumur að komast á námskeið hjá ædólinu, jafnvel þó námskeiðið fjallaði um ljósleiðaralagningu.
Það vantar að taka fram í auglýsingu... æi fyrirgefið "fréttinni" hvað þetta námskeið sem inniheldur eftirfarandi muni kosta:
"Á námskeiðinu verður farið í saumana á öllu er viðkemur framkomu, feimni, sjálfsáliti, líkamsburði, heilsu, förðun, sjálfsvörn, markmiðasetningu og fjármálum auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að kynnast leikrænni tjáningu.!
Vó það er ekki verið að ráðast á garðinn sem hann er lægstur.
Ég hef ekki hugmynd um hvort þessi stúlka er fær til námskeiðahalds að þessu tagi, enda er það ekki málið hér. Ég dauðvorkenni foreldrum ungra stúlkna að þurfa að berjast við peningaplokk úr öllum áttum.
Ég myndi skrá mig ef ég væri ekki orðin of gömul. Það eru fjármálin og förðunin sem myndu draga mig þangað.
Úje
Alma í Nylon heldur sjálfstyrkingarnámskeið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Hneyksli, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já, vonandi fá stelpurnar ærlega út úr þessu fyrir peninga foreldranna, og þá ekki bara draumóra og fantasíur....Nei, ég vona að þetta verði gaman og þess virði fyrir alla að mæta.
Bjarndís Helena Mitchell, 6.9.2007 kl. 13:09
Afsakið, en það sem ég hef séð til þessara stúlkna í Nylon ber ekki merki þess að þær séu til þess fallnar að kenna sjálfstyrkingu, nema að þær haldi að sjálfstyrkur gangi úr á að vera sexý og kunna að koma fram, sem er allt annar hlutur en sjáfstyrking. Þau ungmenni sem þurfa virkilega á slíku að halda, eru einmitt með lítið sjálfsálit, og þurfa eitthvað annað en yfirborðsglamour, en þetta er nú bara mín skoðun og palladómar, án þess að þekkja nokkuð skapaðan hlut til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 13:23
Verð að játa Ásthildur að þetta lítur út fyrir að vera algjört peningaplokk, og þess vegna skrifaði ég þessa færslu. Finnst hæpið að svona ungar konur hafi eitthvað í að byggja upp sjálfsmynd ungra stúlkna, nema það eigi að byggja hana upp á ytra borði. Þá er nú betur heima setið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 13:38
Það vantar klúbb/námskeið um breytingaskeiðið, hormónabreytingar, þurrkinn í leggöngunum, afneitunina, hórmónapillur og plástra, kvennablóma og annað náttúruvænt, andlegu hliðina,kynlífið, ömmutímabilið og langömmutímabil, vinnumarkaðinn, sjúkdóma, örorku, missi og margt fleira!
Hver getur haldið það?
Kannski NYLON eða eldri konur úr bransanum, eins og Ragga Gísla, Þuríður Sigurðar, Svanhildur eða Helena, já og Diddú?
Ég veit ekki.
Edda Agnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 14:23
Voðaleg neikvæðni er þetta. Eru sjálfstyrkingarnámskeið eitthvað verri en kort í líkamsrækt? Eða er það peningaplokk líka?
Nafnlaus raggeit (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:39
Fyrir mig væri það sjálfsvörnin. hehe
Ég verð nú að koma henni Ölmu aðeins til varnar án þess að ég viti beint hvort hún hafi það sem þarf í svona. En mér sýnist á þessu að hún sé meira að standa fyrir þessu en kannski að vera fyrirlesari.
eníhá.... Alma er ótrúlega þroskuð ung kona. Hún er mjög opin, góður hlustandi og mikill pælari. Hún er hæfileikaríkur rithöfundur og hefur ansi margt til brunns að bera. Persónulega hefði ég engar áhyggjur af að senda t.d. Gelgjuna á svona námskeið sem Alma hefði umsjón með. Þar get ég næstum fullyrt að þar færi ekkert yfirborðskennt fram eða rugl.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.9.2007 kl. 14:55
Ég þekki ekki þessa stúlku og efast ekki um að hún sé ágætis manneskja. Mér finnst svona dæmi eiga að vera undir umsjón fagfólks, enda unglingar viðkvæmar sálir. Langar að vita hvað þetta kostar. Og Jóna af hverju hef ég ekki fengið með upplýsingum um gærkvöldið?
Edda góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 15:00
ég er svo bissí hehe. Þarf að fara heim að taka á móti Sóma vini mínum. Mosfellsbakarí er nú þegar í bílnum mínum
Jóna Á. Gísladóttir, 6.9.2007 kl. 15:02
Já þetta er góð hugmynd. Ef við flykkjumst á námskeiðið nokkrar stútungskerlingar og sjáum hvað stúlkugreyið gerir þegar við birtumst.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.9.2007 kl. 16:01
Hún reynir að kenna okkur kurteisi Steingerður, því við erum svo óheflaðar þessar gömlu kjéddlingar. Muhahaha
Meilaðu mér Jóna þegar þú hefur tíma, eftir 10 mín. eða svo (frekjukall)
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 16:13
Alma er allavega með hausinn skrúfaðan rétt á, enda af góðu fólki. Ég þekki hana ekki (og veit ekki hvað hún hefur lært til að geta haldið svona námskeið) en bróðir hennar er frábær.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 16:16
Stelpur, móðursystir mín er líka frábær en hún hefur ekkert með sjálfstyrkingarnámskei að gera, enda á hún nóg með sjálfa sig bara (þorrí móðursystir).
Úje
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 16:34
Æi það er galsi í mér núna en ég ítreka að ég er ekki að ráðast að þessari stúlku, bara þessu fyrirkomulagi, peningaplokkinu og því öllu saman sem sífellt er verið að egna fyrir unglinga.
Ég vil fagfólk í svona mál. Unglingar eru börn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 16:35
Jóna Á. Gísladóttir, 6.9.2007 kl. 16:36
Æi hættið þessu væli. Þetta er flott hugmynd og getur örugglega peppað upp sjálfstraustið hjá einhverjum stelpum og það er bara frábært. Ædol sem er góð fyrirmynd og hefur eitthvað að segja er örugglega betri kennari en margur annar. Ef ég væri aðdáendi Nylons, 15 ára með skort á sjálfstrausti þá færi ég frekar á námskeið sem ædolið stæði fyrir en einhver miðaldra sérfræðingur.
Guðfinna (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 17:00
Guðfinna: Fagfólk getur haft umsjón með námskeiðum og kallað til allt mögulegt fólk á hvaða aldri sem það kýs, ef það telur að hafi eitthvað gagnlegt til málanna að leggja.
Ég get ekki annað en tekið undir með Jenný þegar hún segir að henni finnist að fagfólk eigi að hafa umsjón með svona námskeiðum. Það sló mig dálítið að hugtakið sjálfstyrking skyldi notað þarna vegna þess að þar sem ég þekki til námskeiða sem kallast sjálfstyrkingarnámskeið eru það sálfræðingar, félagsráðgjafar, eða einhverjir fagmenntaðir á svipuðu sviði sem sjá um þau.
Með þessu er ég ekki að gera lítið úr Ölmu sjálfri, aðeins að benda á að það þarf að vera tryggt að þeir sem standa fyrir þessu námskeiði ráði við verkefnið svona faglega séð. Það að vinna með t.d. fólki með mjög brotna sjálfsmynd er ekkert léttvægt mál og Alma getur ekkert vitað um það fyrirfram í hvaða stöðu með sjálfa sig unglingarnir sem mæta eru.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:20
Sammála Anna og takk fyrir þetta innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.