Leita í fréttum mbl.is

PIRRINGSBLOGG

Í mbl.is í dag, nánar tiltekið í stjörnuspá dagsins, stendur eftirfarandi fyrir Steingeitina:

"Steingeit: Það er ómögulegt fyrir þig að hafa stjórn á skapi þínu þessa dagana. Gott skap og vont skap skiptast á. Ást þín er þó stöðug - og aðrir treysta á það."

Halló, hverslags ábyrgðarleysi er þetta hjá blaðinu?  Er verið að egna til óeirða hér á meðal oss í bloggheimum?

Ég er óvirkur alki og jafnvægi er og verður mitt millinafn (Jenny Jafnvægja Baldursdóttir) hvað sem tautar og raular.  Það versta sem alkahólisti getur boðið sjálfum sér upp á (fyrir utan að drekka auðvitað) eru skapsveiflur og spenna. 

Vó hvað sumir stjörnumerkjatrúandi ofbeldismenn hljóta að gleðjast í dag.

Ég frábið mér því þessum spádómi að ofan og reyni að hafa í huga að ég tek ekki andskotans mark á svona fíflagangi sem kallast stjörnuspár.

Ég er í sama merki og Jesús.  Við erum friðelskandi ég og hann og við látum ekki koma okkur úr jafnvægi.  Merkilegt annars hvað Jesú og matur eru ofarlega í huga mér þessa dagana.

En af hverju fer þetta svona í taugarnar á mér?

Arg pirr og púst.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 5.9.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Jón Arnar, þú ert dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 11:52

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehheeh, þori ekki að tékka á Ljóninu ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband