Miðvikudagur, 5. september 2007
BESTA OG SKEMMTILEGASTA DJOBB Í HEIMI..
..stynur Reykjavíkurborg upp úr sér í þeirri viðleitni sinni að sefja fólk (aðallega konur) til að sækja um á leikskólum borgarinnar. Málið er að það trúir þeim ekki nokkur maður, þar sem launin sem þeir greiða eru rétt fyrir strætókorti fram og til baka í vinnuna (eða þannig sko).
Að vera með börnum eru forréttindi og að vinna með þeim held ég að hljóti að vera alveg afskaplega gefandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Launin eiga að vera í samræmi við þá ábyrgð sem felst í uppfræðslu ungra sálna, sem er auðvitað eitt merkilegasta starfið í þjóðfélaginu, sem hægt er að takast á hendur.
Það er eitthvað stórkostlega bogið við það, að fólk sem kemur að uppeldi barnanna okkar, þess dýrmætasta sem hvert þjóðfélag á, skuli ekki vera hálfdrættingar í launum miðað við þá sem t.d. telja peninga í bönkum landsins.
Reykjavíkurborg auglýsir eftir fólki í skemmtilegasta starf heimsins, þar sem "ég er alltaf að leika mér í vinnunni" og er bara hallærislegt og lýsir vanþekkingu á starfi leiksólakennara. Er það brandari að vinna með börnum? Allt tómur leikur og fíflagangur? Ef það er álit þeirra sem völdin hafa, þá skýrast launatekjur starfsfólksins auðvitað af sjálfu sér.
Ég sæi Glitni í anda, auglýsa svona eftir fólki. "Koddu að vinna hjá okkur. Þar erum við í Matador allan daginn. Allesatt. Agú, gerrakoddu."
Plís eruð þið ekki að djóka í mér gott fólk?
Nú eiga starfsmenn leikskóla landsins að taka á honum stóra sínum. Ekki bara leikskólakennararnir heldur allir hinir bráðnauðsynlegu starfsmenn hvers leikskóla (SKÓLA já þetta eru skólar) og fá leiðréttingu sinna mála. Þetta er ekkert frístundadjobb og fíflagangur. Þetta eru ábyrgðarmestu störf samfélagins, í raun og sann, ekki bara í ræðum og riti.
Komasho gott fólk í uppeldisstéttum. Ég held að allir foreldrar (og ömmur og afar) standi með ykkur alla leið. Amk. hún ég.
Ójá
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 2987324
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Styð þetta heilshugar.
Finnst ríkja almennt virðingarleysi gagnvart þessum "kvenna"störfum. Hef meira að segja heyrt karlmann halda því fram að karlmenn vinnandi á leikskóla hljóti að vera hommar eða þá perrar. En vonandi var þessi einsdæmi.
Við konur eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Það er eins og ef konur flykkjast í karlastéttirnar þá lækka launin. Hér í denn var rosa flott að vinna í banka en það er ekki lengur. Nema auðv. topparnir sem vaða í seðlum.
þú hreyfir svo við manni kona að maður fyllist reiði árla morguns en þú hefur sko margt til þíns máls.
M (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 10:29
Æi M, það er alveg ferlegt að verða bálreiður á morgnanna. Þorrí en það er satt hjá þér, þessi störf eru algjörlega vanmetin. Vonandi fara þessi mál að lagast, annars fríka ég út.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 10:39
Algjörlega pissað yfir fólkið sem vinnur þessi störf og líka þá sem vinna umönnunarstörf fyrir eldri borgara, ég get alveg misst mig í þessari umræðu, þoli ekki hvað fólk er með léleg laun, en á samt að standa sig svo vel, ráðamenn halda að allir séu í þessu af hugsjón, reyndar eru flestir sem vinna þessi störf yndislegt fólk og gerir þetta vegna manngæsku, en það á að borga betri laun, ekki spurning.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 10:42
Góður pistill Jennsla. Reglulega góður. Já það er skrýtið þetta viðhorf til þessarar stéttar. Eins og leikskólarnir séu geymslustaðir og skipti ekki máli hvað fer fram innan þeirra svo framarlega sem foreldrarnir komist í sína vinnu.
Það er þessi spurning, eins og þú kemur inn á, hvernig hver stétt lítur á eigið starf og fara verður varlega í yfirlýsingar og slogan af því tagi sem þú nefnir. Í síðasta kennaraverkfalli var nokkuð sem sló mig allverulega. ÍTR var að spá í að bjóða fólki upp á þá þjónustu að halda úti dagvistun fyrir krakka á meðan á verkfallinu stóð.
Kennarar mótmæltu harðlega á þeirri forsendu að það væri verkfallsbrot og þá væri engin pressa að semja því foreldrar kæmust í vinnu.
??? ég setti afar stórt spurningarmerki við þetta. hvað meintu kennarar? Meintu þeir þá að að það skipti ekki máli hvort þeir væru með kennslu í gangi fyrir börnin eða ef unglingar í vinnu hjá ÍTR léku sér í sandkassanum með krökkunum. Að foreldrar kærðu sig kollótta hvort barnið þeirra fengi menntun, aðalatriðið væri að geta stundað vinnuna sína. Þarna fannst mér kennarar tala algjörlega niður til sjálfra sín og sinnar starfsgreinar. (Ég er ekki svo vitlaus að halda því fram að opin frístundarheimili hefðu ekki skipt neinu máli í ferlinu, en hefði ekki skipt sköpum. Börnin eiga að vera í skóla ekki satt)
Jóna Á. Gísladóttir, 5.9.2007 kl. 10:48
Sammála þér Jóna og það sem þú nefnir í síðustu málsgrein er afar slæmt og ég tók eftir þessu líka á sínum tíma.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 10:51
Ég er líka sammála ykkur! Innilega.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.9.2007 kl. 12:34
Við skulum vona það Kristjana, að þetta eigi eftir að lagast. Það er svo sannarlega kominn tími til. Takk fyrir innleggið þitt í umræðuna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 18:18
Ég er sammála ykkur. Það þarf að breyta til muna viðhorfinu til þessara starfsstétta, og líka að hækka launin.
Bjarndís Helena Mitchell, 5.9.2007 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.