Leita í fréttum mbl.is

TIL HAMINGJU OFSATRÚARBLOGGARAR Á MBL.IS

 

Ég veit að það er ekki mjög gáfulegt að skrifa þegar maður er reiður, en ég sé samt enga ástæðu til að bíða með að tjá mig um þetta mál, þar sem það má einu gilda fyrir fólk almennt hvort ég er glöð eða reið.  Það er aðallega að það komi mínum nánustu við, þar sem reiðin færi væntanlega í hausinn á þeim, en sem betur fer er ég ekki í selskap við nokkurn mann á meðan ég pústa út.

Hvað um það.  Níu ára stúlkan í Níkaragva sem komin er fimm mánuði á leið, eftir að hafa verið misnotuð af frænda sínum, dvelur nú í Mæðrahúsinu, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands lét byggja og opnað var fyrir fáeinum vikum.

Gleðiefnið og tilefni hamingjuóskanna er auðvitað að í Níkaragva er bann við fóstureyðingum, líka þó móður stafi bein hætta af þungunni.  Níu ára gamla telpan er skv. læknum, alls ekki í líkamlegu standi til að fæða barn, en þökk sé lögunum, þá skal hún gera það samt, sama hvað tautar og raular.

Nú bíð ég spennt eftir gleðifærslum frá mannvinunum miklu sem eru með það á hreinu hvað er rétt í svona málum, beint frá Guði.  Jóni Val er tíðrætt um fósturvíg.  Hann hlýtur að blogga um þetta gleðiefni.

Ég bíð spennt. 


mbl.is 9 ára barnshafandi stúlka í Mæðrahúsi í Níkaragva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nicaragua! En það er svo sem ekki aðalatriðið hvar þetta gerist, heldur er það vesalings barnið sem maður hefur hugann við. Hræðilegt. Hér hefði þó meira verið hægt að gera fyrir stúlkuna.

Maddý (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Sjálf er ég persónulega á móti fóstureiðingum sem getnarvörn og finnst að þurfi að skoða hvað liggur að baki hverri fóstureiðingu.

En þetta er svíðingverk gagnvart þessu barni að mínu mati

Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 15:27

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skelfing og ósköp. Það ætti ekki að vera spurning um fóstureyðingu, en þetta er ljót mál.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 15:27

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta hefur ekkert með með/móti rök að gera. Níu ára stelpa getur ekki gengið með og fætt barn. Þetta er það sama og að ganga fram hjá deyjandi manneskju og gera ekki neitt. Asskoti gott fordæmi það. Ef hún verður neydd til þess eru allar líkur á að þau deyji bæði. Enn eitt dæmið um morð í nafni trúar.

Talandi um trú. Ég var að skrifa færslu um fæðingu Guðs. Kíkið ef þið viljið. Grrr...

Villi Asgeirsson, 3.9.2007 kl. 15:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég skil vel reiði þína, maður verður stundum algjörlega gáttaður á tvískinnungnum og hræsninni sem á sér stað í þjóðfélögum samtímans. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 15:37

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð bara reiðari og reiðari og ég þakka ykkur fyrir góðar athugasemdir.  Þetta er eitt dæmi en hversu mörg eru þau?  Mig langar ekki að byrja að telja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 15:55

7 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Jenný.
Ég er trúarður en ekki sáttur við aðtæður í Nigeríu eða í Nicaragúa. Og ég held að margir trúaðir séu ósáttir við þá stefnu sem bannar fóstureyðingu án tillits sérhverra kringumstæður. Einnig held ég ekki að allir "ótrúarðir" eigi sama skoðun á málið.
Er það ekki of gróf-alhæfing hjá þér að gefa okkur í skyn að "allir " trúaðir væru sáttir við slíkar aðstæður eins og þú kynnar...???

Toshiki Toma, 3.9.2007 kl. 16:00

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ohhhh Jenný ég var að enda við að lesa fréttina. Mann rekur í rogastans. Burtséð frá misnotkuninni sem er sárari en tárum taki eins og alltaf, þá trúir maður því varla að svona reglur geti viðgengist á 21. öldinni. Hvar eru barnaverndaryfirvöld. Hvar er fólkið sem sér um hagsmuni barna.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.9.2007 kl. 16:01

9 identicon

Vildi bara segja að ég tek heilshugar undir með þér varðandi þetta mál. Gott dæmi um hvernig blind trú getur verið skaðleg. Hins vegar held ég að það sé æði misjafnt hvernig trúfélög taka á móti fóstureyðingum, þó mörg eða flest séu á móti þeim. Tek sérstaklega fram að hann Jón Valur sem þú minntist á getur verið ansi hvimleiður og sjálfumglaður á blogginu, en á hinum enda spectrumsins er svo að finna fólk eins og Toshiki Toma sem kommentar hérna hjá þér. Mig langar því aðeins að taka upp hanskann fyrir hann, því hann er einn af fáum einstaklingum sem tala í nafni trúar sem ég ber mikla virðingu fyrir og er þakklátur fyrir hans innlegg í flestar ef ekki allar umræður. Hann - amk fyrir mér - horfir á það góða við trú, sem er náungakærleikurinn, en hann vill oft einmitt víkja hjá fólki sem fylgir bara bókstafnum.

Kristján (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 16:21

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég segi ekki allir trúaðir.  Ég tel mig sjálfa vera trúaða án þess að ég skilgreini það nánar. Þegar ég tala um "trúarbloggara" á mbl.is er ég að vísa til ofsatrúarbloggarana, sem ég held að flestir skilji.

Toshiki ég er sammála þér og þér líka Kristján.

Jóna þetta fær mig til að missa trúna á mannkynið, hvorki meira né minna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 16:30

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mig langar líka að taka undir orð Toshiki! Ég fyrir mitt leyti lít á þetta sem alveg hræðilegt hvernig fyrir þessari stúlku er komið. Ég styð fóstureyðingar í svona tilfellum þar sem að meðgangan er konunni lífshættuleg og hér um litla stúlku að ræða sem að hefur enga burði til að ganga í gegnum þetta ferli. Ég hef alltaf verið hlynnt þeirri stefnu sem er pro Choice en í því felst að konan ræður yfir sínum líkama og mér hefur alltaf fundist fóstureyðing skárri lausn en að koma með fleiri óvelkomin börn í þennan heim. Það eru án efa margir ósammála mér en þetta er bara mín skoðun. En ég er trúuð líka og án efa finnst mörgum þessi skoðun mín stríða gegn einhverjum trúarsannindum líkt og þeim sem að farið er eftir í Nigaragua en ég held að við getum alveg gert greinarmun hér á milli allra túlkana og reglugerða sem að menn hafa sett sér út frá því sem að þeir telja sannindi komin úr Biblíunni og svo kærleika Guðs sem ég kýs að trúa að sé á þá leið að hann myndi ekki vilja sjá þessa stúlku þjást á þann hátt sem að hún gerir. Það er svo mikill munur á trú og svo skipulögðum trúarbrögðum sem að oft eru komin mílur frá kjarna trúarinnar sem er kærleikur ekki mannvonska eins og skín í gegn í þessu tilfelli þessarar litlu stúlku. Eníhú ... vildi bara leggja þessi orð í belg. Kveðja!

Sunna Dóra Möller, 3.9.2007 kl. 16:38

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Sunna Dóra, þú ert kona að mínu skapi og með hjartað á réttum stað.

P.s. Breytti fyrirsögninni í "ofsatrúarbloggara" vill ekki að misskilnings bæti og ætla mér ekki að ráðast að fólki eins og Sunnu Dóru sem skrifar skemmtilega og fróðlega pistla um trúmál og einnig Toshiki sem gerir það sama, ásamt fleirum auðvitað.

Þorrí guys!

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 16:46

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk Jenný

Sunna Dóra Möller, 3.9.2007 kl. 16:49

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þrymur það er þörf fyrir fólk sem er rökfast og niðri á jörðinni en það er líka þörf stundum á fólki eins og mér sem stjórnast af tilfinningunni og stundinni.  Ég er auðvitað hjartanlega sammála þér en í svona tilfellum er ég þræl sátt með að taka "Lúkasinn" á málið eins og hann Gísli, höfundur frasans myndi orða það, svo skemmtilega.

Sunna Dóra, ekkert að þakka

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 17:00

15 Smámynd: Kristófer Sigurðsson

Þetta er eitt af þeim (fáu?) málum þar sem enn er pottur brotinn í kvenréttindum.  Ég hef stundum kommentað hér, alltaf verið mjög ósammála Jenný og reynt að færa rök fyrir mínu máli.  Hér bregð ég af venjunni.

Í þessu máli eru siðferðisleg og læknisfræðileg rök mjög sterk.  Siðferðislega er það útilokað að neyða níu ára stúlku til að þola meiri afleiðingar af því hvernig var brotið á henni.  Læknisfræðilega er fáránlegt að stofna heilsu og lífi móður OG barns í stórhættu til þess að sá möguleiki að þetta barn lifi haldist.  Réttara að spila eftir statistík og bjarga því sem bjargað verður; s.s. líf og heilsu "móðurinnar".

Auðvitað eru fáir sem halda því fram að fóstureyðingar séu nothæfar sem getnaðarvörn.  Fóstureyðing er alvörumál, læknisfræðileg aðgerð sem fylgja óþægindi, fylgikvillar og jafnvel hættur.  Það gildir hins vegar sama um það og aðrar aðgerðir: risk vs. benefit.

Til að gera langa sögu stutta: Flytjum hana til Íslands og framkvæmum fóstureyðingu til að sýna okkar hug í málinu.   Að vísu er fóstureyðing á 5 mánaða gömlu fóstri mjög erfitt og ljótt mál...en ég er viss um að einhver mun taka að sér að lýsa því...

Kristófer Sigurðsson, 3.9.2007 kl. 17:03

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála þér Kristófer () þó ég megi vart til þess hugsa að framvæma þurfi fóstureyðingu þegar kona er svo langt gengin með.  Það er hreint skelfilegt.  En eins og þú bendir á, þetta er níu ára gamalt barn sem þegar hefur verið brotið skelfilega á og það er ekki hægt að láta hana jafnvel gjalda fyrir með lífinu, blásaklaus eins og hún er blessað barnið.

Arg

P.s. Þú ert auðvitað alltaf velkominn, líka þegar við erum ósammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 17:15

17 Smámynd: Gísli Hjálmar

Framgangur þessara (karl)manna sem telja sig vera handbendi Issa (Jesús Kristur) eru eitt það ömurlegasta atferli sem ég hef orðið vitni að á nokkuð langri ævi minni. En þá er ég fyrst og fremst að vísa í málflutning viðeigandi (karl)manna sem gengur útá tryllingslega fordóma fyrir öllu sem snýr að kynferð, kynlífii og/eða getnaði.

Hvað það er sem veitir þessum (karl)mönnum (annað en heimska og fordómar) þennan rétt til að útlista sig svo persónulega um svo prívat mál hvers og eins er mér algjörlega hulinn ráðgáta.

Gísli Hjálmar , 3.9.2007 kl. 17:16

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er vegna þess að þessir (karl)menn telja sig vera sannleikans megin og eru svo harðir á því að þeirra skoðun sé hin eina rétta að þeir telja sig hafa þann rétt að segja öðrum til. Stallurinn sem þeir standa á er ansi hátt yfir venjulegt fólk hafið en það er gott að hafa í huga að oft er fallið hátt og orð þeirra sem að hæst tala særa og meiða og eru ekki kærleikans megin. Það er löngu ljóst!  

Sunna Dóra Möller, 3.9.2007 kl. 17:31

19 identicon

Heil og sæl, Jenný Anna og skrifaranir !

Stórkostleg greinargerð þín, þarna. Vona; að stórvinur minn, Jón Valur Jensson og þær trúkonur; Linda og Guðrún Sæmundsdóttir, m.a. sjái sér fært, að heimsækja síðu þína, og gefa fróm álit sín, í þessu vandræða máli.  

Reyndar; er Jón Valur talsvert upptekinn, á síðu Höllu Rutar, þessa stundina, en hver veit; nema Eyjólfur hressist.

Með beztu kveðjum, í spjallhóp þinn, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:33

20 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Góður og þarfur pistill, Jenný.

Hvað ef stúlkan lifir ekki fæðinguna af? Hvað ef hún deyr af barnsförum? Hvað segja "guðsmennirnir" þá? Vilji guðs og bla bla bla...

Þetta er ömurlegt mál og það fólk sem treystir sér til að verja svona er... ja, ég vil ekki segja það á opinberum vettvangi.

Svala Jónsdóttir, 3.9.2007 kl. 17:56

21 Smámynd: Linda

Jenní, ekki vera að alhæfa svona um heittrúaða, það er bara ekki rétt. Þetta er skammarlegt mál frá A til Ö og engan vegni réttlætanlegt að þessi stúlku sé að ganga í gegnum þetta.  Maður fær fyrir hjarta að lesa um svona að þetta skuli tíðkast í heiminum í dag, enn því miður er þetta ekkert einsdæmi, reynum að muna það.  Börn eru okkar að vernda punktur.  Þessir aðilar sem koma að þessu barni eru til háborinnar skammar sama hver trú þeirra er Alfarið sammála Toshiki.

Linda, 3.9.2007 kl. 18:11

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Linda; taktu eftir, ég segi "ofsatrúarbloggara", um þá er óþarfi að fjölyrða, þeir eru allir eins.  Ég kalla þessa bloggara ekki heitrúaða því margt af góðu og kærleiksríku fólki telst vera það.  Hjá þessum bloggurum, hins vegar, er mannfyrirlitningin í fyrirrúmi.  Ég veit ekki hvar þú skilgreinir þig.  Takk fyrir athugasemd samt.

Óskar Helgi, Ég á ekki von á því að Jón Valur tjái sig hér og mér þykir það EKKI leiðinlegt.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 18:19

23 identicon

Trú er eitt, en trúarbrögð voru fundin upp af prestum til að halda stjórn á fjöldanum.  Guð eða hverju nafni mannskepnan vill nefna alheimsorkuna, kemur þessu máli bara ekkert við.  Mennirnir sjá algjörlega um mannvonskuna í þessum heimi.  Að segja það að vilji Guðs sé einhvernveginn eða hinseginn er auðvitað bara fáranlegt.  HVER VEIT VILJA GUÐS ??  Og ef einhver veit það, hvernig veit hann það ?? Fékk hann/hún símtal frá Guði ??  Er hægt að fá símtal frá honum ? Get ég þá fengið númerið hans ... mig vantar nefnilega ýmislegt. 

Þetta mál er hið ljótasta og ég er hjartanlega sammála Jenný, ég bíð eftir að heyra viðbröðgin við þessu.  Persónulega grét ég þegar ég las þessa frétt, og mig langaði til að hrista einhvern ... bara einhvern sem getur talist ábyrgur.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 18:20

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðrún, þarna komstu með skilgreiningu dagsins.  Þetta er í hnotskurn mín upplifun á Guði eða alheimsorkunni.  Öll mannanna rit, túlkanir og annað er bara mannanna og hefur að mínu mati ekkert að gera með almættið.  Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 18:24

25 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Varstu að kalla á mig Óskar Helgi? Jenný er nú búin að segja mér að fara af síðunni sinni, þegar að ég kommenteraði á húmorsleysi öfgatrúaðra. Jenný er ekki sátt við að ég teldi Guð vera mikinn húmorista úr því að hann skapaði hana

Ég hef verið að furða mig á þessari frétt úr  Nigaraqua, afhverju var stúlkubarnið ekki færð fyrr til læknis? en það gæti skýrst af því að hún er orðin kynþroska óvenjulega snemma, og að móðirin hafi þá ekki íhugað þennan möguleika. En það væru þrír kostir í stöðunni hjá henni ef að hún væri í landi sem að leyfði fóstureyðingar.

Fyrsti kostur: að ganga með barnið og jafnvel hætta lífi sínu með því, hugsanlega hefur hún ekki  líkamlega þroska í fulla meðgöngu.

Annar kostur: að fara í fóstureyðingu, sem er orðin mjög óhugnarleg á fimm mánaða gömlu fóstri. (held að hún þurfi þá að fæða andvana barnið)

Þriðji kostur: Að ganga með barnið nokkrar vikur í viðbót, og fara þá í keisaraskurð.

Ef ég man rétt þá er fóstur orðið lífvænlegt utan líkama móður um 26 vikna gamalt, svo að ef þetta hefði komið fyrir hérlendis væri þriðja leiðin örugglega athuguð.  En ætli þeir í Nigaragua hafi almennilega vökudeild til að sinna fyrirburum. En það er alveg á hreinu að þeim er nett sama um álit þeirra  Guðrúnar og Jennýar moggabloggara

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 18:28

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sagði þér að fara í friði Guðrún og það þýddi ekki að þú værir ekki velkomin.  Það er þitt hugarástand sem talar. 

Þessi brandari um að Guð hljóti að hafa húmor fyrst hann skapaði mig, þig, þennan og hinn er orðin þreyttur kona, enda hefurðu sett hann út um alla bloggheima. 

Ég hef samt alveg húmor fyrir því að þú hafir arfalélegan húmor.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 18:46

27 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er alveg hræðilegt mál aðeins 9 ára blessað barnið.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.9.2007 kl. 18:47

28 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jenný þessi brandari á alveg sérstaklega vel við þig

En svo að ég hugsi nú í kristilegum kærleika þrátt fyrir að Jenný þoli það ekki, þá var ég að hugsa um hvort að við gætum farið af stað með fjársöfnun fyrir litlu stúlkuna, svo að hægt sé að koma henni undir læknishendur á hátæknisjúkrahúsi. það er alveg framkvæmanlegt þar sem að það eru íslendingar sem þekkja þarna til. En ég ætla að gera færslu um þetta mál á mínu bloggi og allir sem hafa áhuga fyrir því að hjálpa stúlkubarninu geta gefið sig fram þar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 18:57

29 Smámynd: Huld S. Ringsted

Guðrún, svona dónaskapur er nú ekkert voða kristilegur.

Huld S. Ringsted, 3.9.2007 kl. 19:06

30 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið tek ég undir hvert orð hjá þér og orð margra sem hafa kommentað. Að láta ekki eyða fóstri sem barn gengur með er hrein mannvonska. Svo finnst mér margir ofsatrúaðir halda því fram að fóstureyðingar séu notaðar eins og getnaðarvörn. Ég held að ansi fáar konur geri þetta að gamni sínu. 

Ég þekki mjög trúað fólk sem er alveg frábært, í svokölluðum sértrúarsöfnuðum og alles ... og það líkist ekki á nokkurn hátt sumum Moggabloggurum sem virðast algjörlega misskilja kærleikanum. Ég nenni ekki að koma nálægt þessu ofsabrjálaðatrúarliði, sé ekkert kristilegt við það og tel það koma slæmu orði á kristna trú. Eilíf boð og bönn og einelti (m.a. gagnvart samkynhneigðum). Æ, best að hætta áður en ég missi mig. Gat bara ekki stillt mig um að sýna þér stuðning í þessu. P.s. Þú berð mikla ábyrgð, kona, nú getur JVJ ekkert bloggað sjálfur, hann þarf nú að sitja um þrjú blogg, hjá Höllu Rut, Jensguði og þér! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.9.2007 kl. 19:08

31 identicon

Kristilegur kærleikur?

Þvílíkur brandari. 

Kiddi (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 19:15

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðrún Sæmundsdóttir; það er nákvæmlega zero kærleiksríkt við þig.

Hátæknisjúkrahús hvað?  Um hvað ertu að tala kona, heldurðu að þetta sé spurning um tæknilegt vandamál?  Ástæða fyrir því að telpan fær ekki fóstureyðingu er sú að þær eru bannaðar með lögum í landinu og áður en læknisfræðilegar ástæður voru bannaðar líka kom kaþólska kirkjan í veg fyrir fóstureyðingu á 9 ára stúlku sem var misnotuð.

Svo er þetta ekki vettvangur fyrir þig til að auglýsa bloggið þitt Guðrún.  Framganga þín hér er þér ekki til mikils heiðurs.

Takk þið öll sem hafa lagt orð í belg og getað hamið innræti ykkar á meðan. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 19:23

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætlaði að svara þér Laissez en hætti við það. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 19:26

34 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Andskotans tvöfeldni er þetta Guðrún!!

Stúlkan er ekki kynþroska óvenju snemma. Þarna fyrir sunnan er þetta normið. Við erum bara að tala um eitt einangrað dæmi hérna en þetta er viðvarandi vandamál í þessu landi ásamt öðrum. En þú og þitt kristilega pakk kjósa að loka fyrir því augnum og þykist ætla að hjálpa!!

Skammist ykkar!

Heiða B. Heiðars, 3.9.2007 kl. 19:27

35 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stend með þér Heiða, þú kannt að segja hlutina svo þeir skiljist.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 19:29

36 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Já Hulda mín það er rétt hjá þér, ég á ekki að svara fyrir mig þegar að Jenný er með skítkast út í mig eða mína trú, ég á náttúrulega að bjóða hinn vangann En í alvöru talað finnið þið ekki hjá ykkur neina þörf til þess að beita áhrifum ykkar til þess að hjálpa til í stað þess að hver og einn tuði með sjálfum sér?

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 19:30

37 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vandamál Nigaragvar er kaþólsk reglugerðartrú sem gerir út á böð og bönn, sektarkennd og misnotkun sem þrífst í skjóli trúarinna.  Vel gæti verið hægt að bjarga einu barni, jafnvel tíu en hvað með öll hin?  Alla misnotkunina á börnum og allt hitt ofbeldið?  Vandamálið er trúin, þe manneskjurnar sem hafa tekið sér það Bessaleyfi að túlka vilja Guðs og keyra áfram fáránlegar hugmyndir sínar án tillits til, í þeirri fullvissu að þeir séu umboðsmenn Guðs á jörðinni.  Þess vegna á maður að ráðast gegn trúarofstæki, hvar og hvenær sem maður rekst á það.  Þetta er tækifæri til þess.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 19:37

38 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jenný eru trúleysis löndin(kommúnista ríkin) í svona góðum málum? En auðvitað er fáránlegt að stúlkan hafi ekki fengið fóstureyðingu þegar að móðir hennar kom fyrst með hana úr skóginum í mannabyggðir, sem er fyrir þónokkru síðan, samkvæmt sjónvarpsfréttunum,  en að fara að eyða fimm mánaða gömlu fóstri er lífshættulegt fyrir hina 9 ára gömlu móður.  Afhverju vill fólk hérna á síðunni ekki stuðla að því að stúlkan komist á hátæknisjúkrahús?

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 19:48

39 identicon

Ég er næstum sjúr á því að ofurtrúarruglukollarnir hér á blogginu halda partý fljótlega til þess að fagna þessari frétt.

Og Guðrún, það er einmitt fólk eins og þú sem hefur komið málum fyrir eins og þau eru þarna, það var ofsatrúarhyski sem telur sig æðra og vita meira en allir aðrir og að jesú sé besti vinur þeirra, þú sjálf hefur sagst vera í kinky sambandi við veru sem er bara til í bókum og ég veit ekki hvað, hversu weird er það...
Þegar trúarnöttar komast til valda þá fer allt á versta veg, mannréttindi fótum troðin og vistin breytist í víti á jörð, já það er hið raunverulega víti þegar trúaðir ná stjórn.
Fólk verður að átta sig á að það er bara eitt líf og að trúarnöttar vinna leynt og ljóst að því að gera það líf að helvíti því trúarnöttar eru yfirleitt mjög óhamingjusamt fólk sem sést vel að gervibrosi þeirra, ég meina þetta er ekki eins og bros það er eins og þegar fólk finnur skítafýlu, þau vilja gera alla jafn óhamingjusama og þau sjálf eru.

Svo hafa allir rétt á því að segja að trúarbrögð séu bara rugl og vitleysa, rétt eins og aðrir hafa rétt á því gagnstæða.
Það er allt sem mælir með því að trúaðir hafi einfaldlega rangt fyrir sér og að trúfrjálsir hafi rétt fyrir sér... það er ekki til 1 sönnun fyrir tilvist neinna guðlegra vera.. zero,nada Its all in your mind

DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 19:53

40 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég kalla það ekki skítkast þó svo Jenný segi að þú hafir arfalélegan húmor en mér finnst það dónaskapur og ekki kristilegt að henda því fram að guð skapi manninn eftir því hverni skapi hann er í. Hræsnin í svona trúboðskap er bara hlægileg. Svo heiti ég Huld takk fyrir.

Huld S. Ringsted, 3.9.2007 kl. 19:57

41 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Huld góð.  DoktorE nú er field day hjá mínum manni

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 20:04

42 identicon

Það hafa allir rétt á að prédika og ég prédika trúfrelsi í þeim skilningi að fólk á að trúa á sjálft sig en ekki fela sig á bakvið ósýnilegan ímyndaðan guð ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:12

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þeim sem hér hafa talað um ofsatrú og skilgreiningu á henni. Það er ekkert skeytt um tilfinningar eða reynslu annara, bara vitnað í Guð og Jesú.  Mig minnir endilega að Jesú hafi barist á móti faríseum.  Hann var ekki ánægður með þá sem börðu sér á brjóst og sögðu Guði sé lof fyrir að ég er ekki eins og annað fólk.

'Eg endurtek ágætis orð Jónu Ingibjargar hér á annari síðu; orð fólks dæma sig sjálf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 20:14

44 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég meinti þetta sem komplíment DoktorE

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 20:14

45 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Varð döpur þegar ég hlustaði á þessa frétt í útvarpinu á leiðinni heim. Það sem er svo sláandi í þessari frétt er að það eru landslög sem virðast studd trúarbókstaf sem réttlæta þessa óafsakanlegu meðferð á barni, ógna lífi hennar alvarlega, þegar unnt hefði verið að grípa í taumana og bjarga lífi hennar. Gleymum því heldur ekki að ekki er svo langt síðan við hér á Íslandi drekktum stúlkum sem voru fórnarlömb svipaðra aðstæðna, í Drekkingarhyl, en reyndar held ég að engin þeirra hafi verið svona hræðilega ung. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.9.2007 kl. 20:18

46 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já saga kvenna og barna er blóði drifin.  Oftar en ekki er trúarofstæki um að kenna, því miður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 20:25

47 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Huld, það er nú forsaga að þessu máli, sem byrjaði með úthúðun Jennýar á okkur í bloggkirkjunni sem að við nokkrir kristnir bloggarar settum í gang fyrir nokkru síðan.

Doktor E. Ég tilheyri Íslensku þjóðkirkjunni sem hefur ekki farið útí svona öfgar eins og kaþólska kirkjan  í Nikaragua. 

Kommúnistalöndin eru þau sem helst státa af algjöru trúleysi. eru þau fyrirmynd okkar? Kristin siðfræði sem að hér ríkir er ávöxtur 1000 ára kristni hér á landi. Er svona vont að búa á Íslandi?

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 20:30

48 Smámynd: Villi Asgeirsson

Trúin boðar kærleik því annars er engin siðferðisvitund, en trúin en misnotuð af ofstækisfólki. Hvað segir maður? Fólk er fífl?

Villi Asgeirsson, 3.9.2007 kl. 20:34

49 identicon

Hefur íslenska þjóðkirkjan ekkert slæmt gert, lestu söguna... þarf ég að nefna að hún sogar til sín ~4 milljarði árlega sem væri hægt að nýta til þess að hlú að öldruðum og sjúkum, heldur þú að jesú væri kampakátur með að sjálfskipaður umboðsmaður hans, biskupinn sé með ~1 milljón á mánuði á meðan aldraðir og sjúkir lepja dauðann úr skel og eru jafnvel á vergangi.
Ertu búin að gleyma að kirkjan sölsaði undir sig jörðum, drap og pyntaði fólk, eigum við að gleyma því vegna þess að það var í gamla daga, eigum við að gleyma Hitler og öllum hinum ógeðunum vegna þess að það var í gamla daga.
Þetta er púra hræsni.. ef við gerum ráð fyrir því að jesu hafi verið sá sem hann sagðist vera í biblíunni og hann myndi koma aftur þá fengju biskup,prestar þjóðkirkju ærlegt spark í rassgatið, hann myndi ljósta eldingu í rassgatið á Omega pakkinu.
Ég get ekki einu sinni ímyndað mér í mínum villtustu fantasíum hvernig hann myndi taka á páfa og hans kumpánum

Hættu svo að koma með þessa kommúnísku viðmiðun og hugarburð um að ísland sé eins og það er vegna kristni og þjóðkirkju.. its weird

DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:42

50 identicon

Komið þið sæl, öll !

Jenný Anna ! Verð að viðurkenna; að ég fór fyrst yfir fréttina, á hundavaði. Þetta er skelfilegt mál. Engin, ENGIN trú, hvorki Rómversk- Kaþólsk, né önnur; getur réttlætt þennan hrylling, sem þarna á sér stað.

Ætli þeir, sem réttlæta vinnubrögð stjórnvalda, í Nicaragua; eða prelátanna í Vatíkaninu; ekki að fordæma þessa andstyggð, gagnvart 9 ára gömlu barni, skulu þeir ómerkingar heita, nær sem fjær. 

Stend með viðhorfum þínum, afdráttarlaust; í þessu hörmulega máli, Jenný !

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:50

51 Smámynd: Villi Asgeirsson

Miðað við hvernig hann tók á peningadæminu i musterinu ma gera rað fyrir að stolar fengju að fljuga...

Villi Asgeirsson, 3.9.2007 kl. 20:52

52 identicon

Ja hérna hér. Maður er hreinlega hættur að hafa lyst á því að lesa bæði moggabloggs- og vísiskomment á fréttir. Það er endalaust skítkast í gangi hægri vinstri. Vont mál. Líður öllum svona illa ??? eða  er ég kannski bara svona viðkvæm fyrir þessu???

Þórhildur (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:54

53 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég er heimilislæknir og þarf að hugsa um þessa hluti. Nigaragva. Eðlilegt er að meta tilfellið útfrá þeirri stöðu sem komin er upp:  

Það syndir 5 mánaða gamalt barn í kviðnum á 9 ára gamalli stúlku. Við höfum enga sérstaka ástæðu til að dæma líf 9 ára stúlkunnar sem fyrirgert ef barn hennar fæðist þó hún sé ung. Síður en svo. Eru menn ekki um of öruggir á að meðgangan sé stúlkunni lífshættuleg? Svo þarf ekki endilega að vera. Alveg eins mætti segja að aflífun barns og brottnám stórs líkama þess, 5 mánaða, úr kviði hennar gæti gengið mjög nærri henni, ungri móðurinni. Meginreglan hlítur að vera sú þegar svona er komið að reynt sé að bjarga bæði móður og barni. Barnið er auðvitað alsaklaust og því verður að bjarga ef nokkur kostur er. Eða hvað?Geti hún einfaldlega ekki fætt td vegna grindarþrengsla, mætti hugleiða skurðaðgerð. En dæmi þetta er svo afbrygðilegt í alla staði að þetta getur varla verið vegvísir í almennri fóstureyðingaumræðu. Góð kveðja.

Guðmundur Pálsson, 3.9.2007 kl. 21:14

54 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er vegvísir í almennri fóstureyðingarumræðu Guðmundur?  Auðvitað er staða barnsins afbrigðileg en er hún einsdæmi?  Ég held ekki. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 21:22

55 identicon

Það er pínu ruglandi að hafa tvær Guðrúnar hér Fyrst hélt ég að það væri verið að skamma mig.. 

En...!! Síðan hvenær hefur trú verið alheilög ?? Ég get ekki séð annað en flest ódæðisverk í heiminum hafa verið framin í svokallaðri réttlætingu trúar. Hvað er trú ?  Ég trúi á almættið. Ég trúi því að ég geti farið út í náttúruna og lyft upp steini og þar finn ég Guð, afhverju þarf ég að sækja kirkju og hlusta á guðspjall prests, sem hefur sína túlkun á því sem stendur í Biblíunni. Ég var í kristilegu æskulýðsfélagi lengi vel, og ég get ekki verið sammála því að Kristilegt samfélag sé svo alheilagt að það geti leyft sér að dæma allt og alla. Hver gaf þessum mönnum það leyfi að bera út boðskap einhvers sem enginn hefur séð ?? Eða talað við ??

Kaþólska kirkjan hefur tildæmis verið þekkt meðal annars fyrir níðingsskap gagnvart börnum, þannig að ég er ekkert hissa á því að trúarofstækisfólk samþykki það að 9 ára gamalt barn sé neitt til þess að ganga með barn.  Geri þetta fólk sér almennt grein fyrir því hvað það er líkamlega erfitt fyrir fullvaxta konu að ganga með barn í 9 mánuði ??  Ég er ekki svo viss miðað við allt sem sagt hefur verið.

Mér finnst það snilld að einhver geti sagt, Ég kem með skilaboð frá Guði, hann leggur blessun sína yfir þennann atburð... KJAFTÆÐI Ég vill fá að sjá þetta bréf frá Guði. Undirritað.

Hver getur sagt að Biblían sé sönn ? Hún er eflaust byggð á sönnum atburðum, en einhverntímann heyrði ég því fleygt að prestar í gegnum tíðina hefðu látið endurskrifa hana til þess að auðvelda sér að taka það sem þeir vildu.

Ósjaldan var það nú í gamla daga að prestur hallaði sér yfir deyjandi mann, og þegar hann var allur, þá reis presturinn upp og sagði " Blessuð sé minning hans, hann ánafnaði kirkjunni aleigu sinni" Og þar með sat fjölskyldan uppi eignarlaus. Og þetta var tekið gott og gilt.

Kirkjan í dag er með leiðir til að ná sér í pening, hvernig útskýra prestar það í dag, að þeir rukki sér hvern foreldra fyrir sig um gjald fyrir fermingafræðslu ?? Er ekki Kirkjan og ríkið þeirra launagreiðendur. Og hvernig var það, átti ekki presturinn að helga sig vilja Guðs.  

Á Guð þá bankareikning.

Ég meina þetta leiðindalaust, ég kenni börnum mínum bænir og kenni þeim að biðja, en ég er ekki sammála því að prestar séu eina leiðin fyrir okkur til að eiga trú.   

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:46

56 identicon

Það er verið að tala um að þetta hefði átt að gera strax, það er enginn að tala um að drepa neinn.   Ekki skil ég það þannig 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:56

57 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég bíð eftir Jóni Val eins og þú Jenný mín.Og fyrirgefðu þó ég bendi á "Jóhannes tælir Júdas upp við barinn" á blogginu mínu.

Bergur Thorberg, 3.9.2007 kl. 22:08

58 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Laissez-Faire, Ég er innilega sammála þér og Guðmundi Og benti á leið til þess að hjálpa stúlkunni, það hlýtur að vera aðalatriðið að hún komist undir læknishendur jafnvel á hátæknisjúkrahúsi sem að býr yfir góðri vökudeild til að liðsinna ófædda barninu ef að til þess kæmi að taka þurfi barnið fyrir tímann með keisara.  Ég þekki til kvenna sem að hafa þurft að fæða fóstur/barn sem að hafa dáið i móðurlífinu, þær eru látnar fæða því að sýkingarhættan er svo gríðarleg ef að keisari er framkvæmdur á konu sem er með dáið fóstur. Ég gerði bara ráð fyrir því að fullorðnar konur sem að eru að blogga um þetta mál vissu þetta. En þau skrif mín voru flokkuð undir trúarofstæki

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 22:25

59 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þetta er í alla staði hið skelfilegsta mál

Brynja Hjaltadóttir, 3.9.2007 kl. 22:38

60 identicon

Sammála

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 22:47

61 identicon

Guðrún Sæmundsdóttir, þú virðist einblína á það að koma eigi þessari stúlku á hátæknisjúkrahús og kannski væri það möguleg lausn á hennar vanda í stöðunni eins og hún er núna. En hún er ekkert einsdæmi þessi stúlka, hennar mál komust bara á yfirborðið því móðir hennar leitaði hjálpar henni til handa. Hvað með allar hinar? Ef þær eru svo heppnar að eiga ættingja sem leita eftir hjálp handa þeim er þá alltaf svarið að koma þeim á hátæknisjúkrahús til að láta þær eiga barnið með einum eða öðrum hætti?  Hvaða afleiðingar sem það kann að hafa á sál og líkama lítillar stúlku?   Eða felst lausnin kannski í því að breyta lögunum og leyfa  fóstureyðingar?

Lena (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 22:48

62 identicon

Ég þurfti nánast áfallahjálp þegar ég hlustaði á þessa frétt í sjónvarpinu. Ég er núna búin að fara í gegnum öll kommentin. Ég ætla ekki að tjá mig um þau heldur frekar færsluna sjálfa. Mér finnst það sem verið er að gera á hlut þessarar stúlku birtingarmynd alls þess versta sem getur gerst þegar trúarbókstafur er settur ofar öllum öðrum gildum. Það er líka rétt að halda því til haga hér að ekki aðeins er um að ræða 9 ára gamla stúlku heldur er hér líka um að ræða afleiðingu nauðgunar. Hvernig er hægt að láta sér detta í hug að túlka trúarbrögð á þann veg að þau banni það að þessi meðganga sé stöðvuð. Hér er BARNI NAUÐGAÐ! Mér er fyrirmunað að hafa nokkurt umburðarlyndi gagnvart bókstafstrúarfólki sem ver það að stúlkan fái ekki að fara í fóstueyðingu á þeim forsendum að það stríði gegn trúarbókstafnum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 23:01

63 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Lena við höfum ekkert að gera með lagasetningar í Nigaragua, en mér finnst alveg furðulegt af þeim að leyfa ekki fóstureyðingar í svona málum. Ég var bara að fjalla um hvaða lausnir væru möguleikar fyrir þetta vesalings stúlkubarn, og af því að þetta mæðrahús er rekið af íslenskum aðilum, gætum við kannski öll hérna á mbl blogginu safnað pening fyrir almennilegri læknisaðstoð fyrir þessa stúlku. Er svona rangt að leggja til lausnir í stað þess að velta sér uppúr vandamálunum?

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 23:02

64 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Rétt hjá þér Anna, en kommentin okkar Laizzes og Guðmundar voru á þá leið að fóstureyðing er afleitur kostur hjá stúlku sem að gengin er fimm mánuði, fóstureyðingin myndi stefna stúlkunni í lífshættu, hún hefði þurft að fá fóstureyðinguna strax þegar að mamma hennar leitaði til hjúkrunarfólks. sem var held ég í mars. þessvegna var ég að benda á lausnir sem að við íslendingar gætum borgað.

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.9.2007 kl. 23:08

65 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ þvílík hræsni og yfirdrepskapur sem hér hefur komið fram. Og svo kvartar fólk yfir því að trúfólk liggi undir ámæli.  Þetta er sorglegt bara segi ekki meir.  Þvílíkt tilfinningarleysi og yfirdrepskapur, ég er svo glöð yfir að hafa gengið úr kristinni kirkju, en það gerði ég einmitt, þegar ég áttaði mig á um hvað þetta allt snérist, egosima og innrætingu.  Kristur er notaður sem tæki til að reyna að hafa áhrif.  Ég er reið inn í mér þegar ég les boðskapinn.  Og ég er ekkert viss um að Jesús kæri sig um svona umfjöllun.  Hann virtist vera skynsamur maður með ríka réttlætiskennd.  Og svo sannarlega boðaði hann kærleika og réttlæti.  Fólkið hans er komið langt út fyrir það sem hann nokkru sinni lét hafa eftir sér, a.m.k. ef það er rétt sem eftir honum er haft í biblíunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 00:08

66 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tekið hafa til máls vegna þessarar færslu minnar er fólk sem ég tek ofan fyrir hvenær sem er og ég er þakklát ykkur fyrir að hafa tekið þátt í umræðunni.  Afgangurinn er svo gangandi sönnun þess sem ég og fleiri höldum fram, að bókstafstrú viðhalda fátækt, ofbeldi og mannfyrirlitningu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 00:20

67 identicon

Amen Jenný mín.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 00:36

68 identicon

ég vill líka taka það fram að þó að skoðanir mínar séu kanski svolítið þesslegar að það mætti ætla að ég væri trúlaus þá er ég það alls ekki. Eg trúi á hið góða og hið ílla, en ekki endilega í þeirri mynd sem margir kirkjunnar menn vilja setja það fram. Ég trúi á engla og endurholdgun, ég trúi á drauga og aðra vætti sem leynast víða.

Ég er langt því frá að vera trúlaus. En ég er ekki sátt við það að fólk framkvæmi ódæðisverk í nafni trúar. Það er ekki trú í mínum huga, það eru trúarbrögð, og sem slík.. ógðeðfeld.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 00:38

69 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér fullkomlega sammála Guðrún mín B

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 00:40

70 identicon

SMJÚTS

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 00:48

71 Smámynd: Báran

Ég varð bara miður mín yfir þessari frétt, fór yfir kommentin hér á hundavaði, segi bara... trú og trúarbrögð eiga lítið saman.   Náungakærleikur ætti að ná til allra skyniborinna manna og ef svona lagað er ekki eitt versta brot á barni þá veit ég ekki hvað er.  Og að ætla svo barninu að ganga í gegnum afleiðingarnar í nafni trúar!  Það er eitthvað mikið að í veröldinni og það er ekkert nýtt!  Fórnarlömb nákvæmlega svona aðstæðna eru svo mörg. 

Báran, 4.9.2007 kl. 00:59

72 Smámynd: Halla Rut

Hefur einhver hugleitt hvað bíður þessa barns sem svo fæðist "kannski" á lífi.

Hefur einhver hugleitt hvað það gerir við skut 9 ára stúlku að fæða  full vaxta barn?

Hefur einhver hugleitt að eftir þetta vil enginn giftast henni eða stofna með henni fjölskyldu.

Hefur einhver hugleitt að lif hennar er í raun búið....

Halla Rut , 4.9.2007 kl. 01:28

73 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Halla Rut ég held að það séu eimitt þessar spurningar sem hafa orðið tilefni hjá svo mörgum að bregðast við færslunni.  Takk fyrir innlitið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 01:38

74 identicon

Sæl Jenný, og aðrir sem hér tjá sig. 

Mig langar að koma minni skoðun á þessu máli á framfæri. Málið er hryllilegt, en staðreynd og örugglega ekki einsdæmi. Því miður. Vissulega ætti það að vera réttur hverrar konu að ráða líkama sínum, sérstaklega í svona aðstæðum. Það er hinsvegar ekki möguleiki fyrir þessa stelpu úr þessu, hún er of langt með gengin og ekki möguleiki vegna ríkjandi laga í Nigaraqua. Ég er sammála Guðrúnu Sæmundsdóttur að hennar besta von sé áframhaldandi meðganga og keisaraskurður á góðu sjúkrahúsi eins fljótt og öruggt er. Og ég vil endilega vera með í söfnun svo hún fái bestu læknisaðstoð, bæði sálræna og líkamlega, sem völ er á.

Það er hins vegar annað mál að þessi lög ættu ekki að vera til. Og þrátt fyrir að þetta val hafi verið tekið af þessari stelpu (mér finnst mjög óþægilegt að skrifa þetta því 9 ára stelpa á ekki að þurfa að taka svona ákvarðanir, og ekki foreldrar hennar heldur, þetta á ekki að viðgangast) er nú hægt að beita sér fyrir rétti annara kvenna í sömu eða svipaðri stöðu. Reyna að koma þeim skilaboðum áfram til valdhafa að okkur sé ekki sama, að við látum svona lagað ekki viðgangast framar.

 Mér finnast margir hér of harðir í garð trúaðra. Það er nefnilega alls ekki trú eða trúarbrögð sem veldur öllu illu í heiminum (eins og mjög margir í nútímasamfélaginu segja) heldur menn. Menn sem oft segjast gera hluti í nafni trúar, en eru í raun eingöngu á eftir völdum og peningum. Það er ekki trúin sjálf. Ég er trúuð, en fyrir mér snýst trúin um ást, virðingu, og von. Trúin snýst ekki um boð og bönn, það voru/eru menn sem settu þessi boð og bönn. Ég er alveg sammála því að kaþólska kirkjan er of hörð á þessum boðum og bönnum, en mér finnst það ekki rétt að gagnrýna alla kaþólskuna fyrir það. Það þarf að breyta hugarfarinu, og það tekur tíma, en það kemur smátt saman. Það er ekki hægt að breyta neinu í hvelli, en mörg lítil skref verða að einni stórri heild. Kaþólski presturinn sem sagði frá því um daginn að hann væri pabbi setti gott fordæmi.

Þetta mál ætti að vekja okkur til umhugsunar og hvetja okkur í velferðarsamfélaginu sem við búum í til að gera eitthvað. Leggja okkar af mörkum, sama hversu lítið það er, til að aðrir geti nálgast það að eiga það eins gott og við. Til að aðrir geti nálgast sinn raunverulega rétt.

Þetta átti nú ekki að verða svona langt hjá mér, en ég vona að ég hafi komið upprunalegu merkingunni til skila...

Með bestu kveðju

Ásdís Björg 

Ásdís Björg (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 02:13

75 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég tek undir það sem heimilislæknirinn Guðmundur Pálsson segir, að eðlilegt sé að meta tilfellið út frá þeirri stöðu sem komin er upp. Hann segir að það syndi fimm mánaða gamalt barn í kviðnum á níu ára gamalli stúlku. Það barn sé alsaklaust og ennfremur að það geti jafnvel  verið  hættulegra að aflífa barnið og nema stóran líkama þess úr kviði stúlkunnar, en að hún fæði það.
Ég er ekki alfarið á móti fóstureyðingum. En þetta er ekki lengur fóstur sem á að eyða heldur lítið  barn sem á að aflífa. Er það ekki jafn mikill eða jafnvel enn verri glæpur að drepa  barn, eins og nauðga barni ?
Og hver er komin til með að segja  það, að sálarlegt áfall geti ekki fylgt í kjölfarið hjá  litlu stúlkunni, ef að svona langt með gengið barn hennar er drepið' og það geti jafnvel orðið verri kostur en ef að hægt væri að taka barnið með keisaraskurði?
Ef fóstrið væri undir 12 vikna gamalt væri þetta allt annað mál, en nú er orðið of seint að eyða því.  Ég fordæmi nauðgunina á litlu stúlkunni og auðvitað hefði átt að eyða fóstrinu þegar það var hættulaust bæði andlega og líkamlega fyrir móður og barn.
Ég sjálf fæddi andvana fimm mánaða gamalt barn sem var búið að vera dáið í viku í móðurkviði.  Barnið var fullskapað með neglur meira að segja.  Ef það hefði verið lifandi fætt til þess eins að deyða það með 'fóstureyðingu´,  hvernig átti þá aflífunin að fara fram? Kannski með því að láta það ofan í sjóðandi vatn, eða að stinga prjóni í gegnum hjartað, eða kannski hreinlega láta það  bara afskiptalaust þar til það dó?
Eða átti e.t.v. að sprauta banvænu eitri inn í legið fyrst og deyða það þannig ófætt?
Það er eingin bót að því að bæta gráu ofan á svart þegar svona hræðileg tilfelli eiga sér stað að barni er nauðgað og verður ófrískt og fóstrinu er ekki eytt strax, að fremja þá enn verri glæp með því að drepa lítið ófætt alsaklaust barn. 

Svava frá Strandbergi , 4.9.2007 kl. 03:07

76 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég vil líka vera með í söfnum svo litla stúlkan fá bestu læknisfræðilegu og sálrænu aðstoð sem völ er á. Jafnframt að standa einhvern veginn að því að koma þeim skilaboðum til valdhafa að svona lagaðir hlutir verði ekki liðnir.

Svava frá Strandbergi , 4.9.2007 kl. 03:15

77 identicon

Guðný: ég velti því fyrir mér. Hvernig fáið þið það út að það sé 5 mánaða gamalt barn sem syndir um í móðurkviði ?  Ég hélt að aldur ungabarna byrjaði að telja eftir fæðiðngu, ef þetta er rétt aldursgreining þá er móðirin að verða 10 og þetta er bara allt annað mál !!

Það er kanski 5 mánaða fóstur sem syndir um,  mér finnst svolítið ruglandi að tala um 5 mánaða barn, það barn er farið að hjala og brosa, borða jafnvel og halda höfði.  Ekki sambærilegt að mínu mati.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 10:34

78 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Aðeins til Laissez faire, Guðmundar o.fl.

Fimm mánaða fóstur, sem ekki getur lifað utan móðurkviðar, er ekki BARN. Bara svo það sé á hreinu.

Svala Jónsdóttir, 4.9.2007 kl. 10:36

79 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ef að læknir segir ´Það syndir 5 mánaða gamalt barn í kviðnum á 9 ára gamalli stúlku' finnst mér vera meira mark takandi á þeim orðum en skoðunum leikmanna.

Um leið og fóstrið væri fætt, væri það BARN, fætt fyrir tímann.
Bara svo það sé á hreinu.

Annars finnst mér þessi síðustu orð ekki eiga við hér á síðunni, þó ég láti þau fljóta með eins og Svala gerði. en ég geri það eingöngu,  til þess að sýna að við erum komin  langt út fyrir rammann og umræðuefnið.
Við höfum öll það sama í huga að svíðingsverk hafi verið framið á litlu stúlkunni og að henni beri að hjálpa. En við hjálpum henni ekki með svona skætingi okkar á milli.

Svava frá Strandbergi , 4.9.2007 kl. 12:14

80 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Mér þykir leiðinlegt að trufla svona miklar umræður og segja að það er sennileg sé engin 9 ára stúlka ófrísk núna. Gerður Gestsdóttir sem upphaflega kom upplýsingum á framfæri hefur ekki rétt eftir um "annað mál" nákvæmlega eins, en það mál er núna í fjölmiðum. Gerður segir að 9 ára stúlka hafi fætt barn. Það var rangt enda fór hún í fóstureyðingu. Það þarf blaðamann til að skoða þetta mál og fá botn í það.

Benedikt Halldórsson, 4.9.2007 kl. 13:57

81 identicon

Hæ hæ. Ég er dóttir hennar Jennýar. Mér finnst mörg ykkar komin svo langt frá umræðunni að þið eruð búin að missa sjónar á málefninu. Þið talið bara án þess að hugsa út í hvað þið eruð að meina. Svo eru þær athugasemdir sem eru sagðar bara til að segja þær, tilgangslausar. (Sérstaklega allt sem kemur frá Guðrúnu Sæm) Við erum að tala um 9 ára gamalt barn. Auðvitað ætti að eyða fóstrinu ef það stofnar henni ekki í hættu. Mér er drullu sama um allar þær skoðanir sem fram koma um trú eða trúleysi. Guð sagði mér að hún myndi aldrei samþykkja það að leggja það á barn að fæða barn og aldrei leggja það á barnið sem fæðist að alast upp í svona samfélagi þar sem barni er refsað fyrir að vera nauðgað af frænda sínum. Allir þeir sem reyna að réttlæta það að trúin segit til um að bannað sé að eyða fóstri þá skulu þig íhuga það hvort lögin væru þessi ef karlmenn gengu með barnið. Ég segi bara verið þið úti fíflin ykkar, sem réttlætið svona viðbjóð.

Sara Einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 14:17

82 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sennilega hef ég ekki talað nógu skýrt.

Það er allt sem bendir til að þessi saga um 9 ára stúlku sem á að vera gengin 5 mánuði á leið sé uppspuni frá rótum.

Það er ekki stafkrók að finna um þetta mál sem á þó að hafa vakið mikla athygli í Níkaragva. Af hverju finnst ekkert um "þetta mál" á netinu, en nafn Rositu sem var líka 9 ara og í fór í fóstureyðingu árið 2003 kemur upp. 

Það er hins vegar verið að rifja upp málið um þessar mundir í Níkvaraka vegna þess að nú er talið að Rosita eigi 18 mánaða gamalt barn með fósturföður sínum.

Það er mál málanna í Níkvaraka í dag.

Benedikt Halldórsson, 4.9.2007 kl. 14:46

83 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi frétt Benedikt kom frá íslenskum starfsmanni í Nigaragva þeim sama og talað var við í fréttunum í gær. Vonandi er þetta uppspuni, ekki að það breyti neinum með meðferð barna í löndum þar sem trúarofstæki er mikið.

Sara mín, ég er nú nokkuð stolt af þér dóttir góð og þú ert með hjartað á réttum stað.

Takk fyrir innlegg öll sömul.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 15:00

84 Smámynd: Benedikt Halldórsson

það má vera að þessi fréttin sé rétt. En sú sem er höfð fyrir fréttinni Gerður Gestsdóttir hefur ekki rétt eftir um aðra 9 ára stúlku sem var nauðgað og misnotuð árið 2003.

Það stingur í stúf og olli minni tortryggni. Þótt ég hafi ekki fundið um þetta tiltekna mál sannar það ekkert en bara jók við tortryggni mína...því miður...kemur í ljós.

Benedikt Halldórsson, 4.9.2007 kl. 15:12

85 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Benedikt fyrir að koma þessu á framfæri.  Ég ætla að fylgjast vel með hvað er rétt í þessu máli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 15:45

86 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Merkilegt að Jón Valur hefur ekki látið neitt fara frá sér um þetta mál.  Á maður að trúa því að hann hefði ekki leyft stúlkunni að fara í fóstureyðingu í byrjun meðgöngunnar, hefði hann haft völd þarna?  Samkvæmt því sem maður hefur séð frá honum er ólíklegt að hann hefði leyft það.  Nigaragva virðist vera draumaríki fyrir Jón Val. 

Guðmundur kollegi minn Pálsson hér að ofan sagði að e.t.v. væri þetta ekki gott dæmi til að taka inní fóstureyðingaumræðuna.  Ég er ósammála honum.   Allar aðstæður barnshafandi stúlkna og kvenna eru þessu máli viðkomandi og þarfar í umræðuna.  Það er ekk svo mikill munur á 9 og 11 ára barni í þessu tilliti og einstaklingsbundinn þroski er betri mælikvarði en aldurinn per se.   Afleiðingar þess að fæða barn 9 ára eftir nauðgun eru slíkar að hér ætti aldrei að velja líf frumstæðs fósturs (1-16 viku) fram yfir þann möguleika að losa stúlkuna undan þessu með fóstueyðingu, sé til staðar öruggur tæknilegur kostur.  Þegar fóstrið er orðið meira en 4 mánaða fer að vera erfitt að réttlæta fóstureyðingu og hún varasamari, en staða þessarar stúlku gæti útheimt að slíkt yrði samt gert í siðuðu þjóðfélagi.  Hin kristni kaþólski siður er þó annarar skoðunar.

Svanur Sigurbjörnsson, 4.9.2007 kl. 16:03

87 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég skal reyna að svara Laissez-Faire.

Eftir 4 vikur er fóstrið búið að sameina vaxtarplötur sínar að framanverðu þannig að búkur hefur myndast.  Eftir um 8 vikur eru öll helstu líffæri mynduð og eftir það er fóstrið að vaxa og þroska þessi líffæri frekar.  Við vitum ekki hvenær fóstrið öðlast það sem kalla má meðvitund um sjálft sig, þ.e. þegar þroski miðtaugakerfisins og heilabarkar hefur náð slíku stigi.  Það er erfitt að finna tímapunkt á því hvenær fóstrið/barnið er orðið persóna og sumir hafa jafnvel sagt með ákveðnum skiljanlegum rökum að það gerist ekki fyrr en nokkru eftir fæðingu.  Sé því farið eftir stífum persónurökum mætti eyða fóstri eftir fæðingu en auðvitað gengur það ekki.

Þau rök sem ég aðhyllist eru þau að fóstur eigi stigvaxandi rétt á því að vera talin jafnréttháar persónur móðurinni.  Eftir fyrstu 8 vikurnar er erfitt að benda á ákveðna viðburði í fósturlífinu sem einhver stór þrep aðra en fæðinguna og því finnst mér að fóstureyðingar eigi helst ekki að framkvæma eftir 8. viku og þá aðeins af sterkum ástæðum.  Lögin leyfa þær upp að 16. viku og er það trúlega vegna þess að ósjaldan kemur það fyrir að konur uppgötva meðgönguna frekar seint.  Þetta er því pragmatiskt en ekki endilega það besta að mínu mati. 

Svanur Sigurbjörnsson, 4.9.2007 kl. 16:21

88 Smámynd: Daði Einarsson

Þetta er skelfilegt mál í alla staði. Áhrif trúar á löggjöf og framkvæmd löggjafar í heilbrigðismálum og sérstaklega í þeim málaflokkum sem tengjast bæði með góðum og slæmum hætti kynlífi. Við sjáum þess dæmi út um allt og þurfum ekki að horfa lengra en til Póllands og fleiri ríkja í Mið- og Austur-Evrópu.  Víða vinnur sérstaklega kaþólska kirkjan gegn t.d. smokkanotkun. Aðalatriðið fyrir yfirvöld í viðkomandi löndum hlýtur að eiga að vera hvað virkar, en ekki hvað einhverjir sjálfskipaðir talsmenn Guðs segja.

En ýmis komment þeirra sem hér á blogginu virðast tala sem mest gegn fóstureyðingum eru nú í þessu máli frekar að framkvæma hefði átt fóstureyðingu. Spurningin er því ef að í lagi er að eyða fóstri af einhverjum ástæðum þá hvar liggja mörkin. Ég velti aðeins upp þessari spurningu á mínu bloggi, http://rustikus.blog.is/blog/rustikus/entry/302821/. Sorry Jenný fyrir að auglýsa mitt blogg á þínu.

Daði Einarsson, 4.9.2007 kl. 16:45

89 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Svanur fyrir fróðlegt innlegg í umræðuna.  Daði þér er velkomið að linka á bloggið þitt.  Anytime

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 16:51

90 identicon

Laissez-Faire : Ég hef bara ekki neitt hvatt til manndráps að neinu tagi, enda er það ekki umræðuefnið hér.

Er eitthvað stjórnleysi í gangi hjá þér kallinn minn ??  Anda aðeins, ég hef fullann rétt á mínum skoðunum eins og þú þínum.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 01:29

91 Smámynd: Áddni

Merkilegt nokk í svona viðkvæmu málefni og heitri umræðu, sést Jón Valur Jensson hvergi ?

Meira að segja hann veit upp á sig sökina í því að íhaldssöm afstaða hans í fóstueyðingum, getur engan veginn afsakað þann hrylling sem að þessi stúlka hefur lent í.

Greyið maðurinn er að fela sig á bakvið trú sem að vinnur að því hörðum höndum að þvo af sér blóðið sem að situr svo fast á þeim sökum ómældrar þjáningar og viðbjóðs sem að kirkjan stóð fyrir fyrr á öldum. 

Áddni, 5.9.2007 kl. 08:19

92 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég reiknaði aldrei með að Jón Valur myndi taka þátt hér á minni síðu.  Hún er einfaldlega of ókristileg held ég (að hans mati sko).  Og já hann hefur ekki, að því ég fæ séð tjáð sig um þetta mál sérstaklega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 09:14

93 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hæ Jenný ég sá á síðunni þinni að þú átt eins árs edrú afmæli þann 20 október. og vil ég óska þér innilega til hamingju með það. fyrirgefðu bjánahúmorinn i mér. Þú ert að sjálfsögðu elskað barn Guðs

Gangi þér allt sem best

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.9.2007 kl. 10:46

94 Smámynd: Mofi

Ef ske kynni að ég sé flokkaður sem "ofsatrúarbloggari" þá langaði mig aðeins að kommenta á þetta.  Ef lífi stelpunnar er í hættu við að eignast barnið þá væri sá sem vill neyða hana til að ganga með það í rauninni að fremja morð og Biblían er mjög skýr að þú skalt ekki morð fremja.  Sá sem væri virkilega ofsatrúa kristinn einstaklingur myndi þannig aldrei styðja þannig. 

Óneitanlega er þetta gífurlega sorgleg staða en besta leiðin er að velja þá leið sem bjargar lífi; það er náungakærleikur sem er uppfylling boðorðanna tíu.

Mofi, 5.9.2007 kl. 16:32

95 identicon

Hvað er fólk að tala um 5 mánaða gamalt barn? Allt er gert til að krydda umræðuna sér í hag segi ég nú bara!

Þetta er fóstur, ekki barn. Og Guðný Svava, bara afþví að læknir segir það, þýðir ekki að það sé heilagur sannleikur. Þeir hafa sínar skoðanir líka, byggðar á persónulegum hugmyndum, ekki rökum.  það er ástæða fyrir því að fóstur er kallað fóstur og barn er kallað barn. Þetta eru löglegu skilgreiningarnar.

Barnið, hinsvegar, er það sem að er skilgreint sem svo, 9 ára og fórnarlamb nauðgunnar. Er fólk að gleyma því, eða er skilgreining ykkar á hvað trú er mikilvaegari en tilgangur hennar?

Fyrir ykkur sem að eruð á móti fóstureyðingum, hvað þarf barn að vera ungt til að réttlæta fóstureyðingu? 8 ára? 7 ára? 6 ára? eða er það aldrei réttlætanlegt, jafnvel þótt að fósturberinn (tilvonandi móðirin) drepst í ferlinu? Eruð þið þá sek um morð fyrir að ákveða þetta fyrir hana? eða hvenær, akkúrat, gerist það að ÞAÐ sé morð?

Mér sýnist fólk hér vera að týnast í hringekju hugmynda um hvað sé rétt og hvað sé rangt. Hver ákveður það? Er rétt að nauðga barni? Er hægt að réttlæta að barnið fari í gegnum annað trauma í nafni skilgreiningar fárra um hvað sé trúarlega rétt?

Bara að halda þessu fram er ókristilegt.

Takk Jenny fyrir að henda þessu upp á yfirborðið.

ex354 (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 18:53

96 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

ex354 það hefði átt að framkvæma fóstureyðinguna strax og móðir stúlkunar kærði, þá hefði það ekki verið svona mikið mál. en 5 mánaða gamalt fóstur er orðið mjög stórt og þegar að fóstri er eytt þarf að koma því útúr legi stúlkunar og það er stóra vandamálið, fóstur gufar ekki bara upp. Allir hér inni fordæma þennan viðbjóð að misnota stúlkuna, líklega kemur hún úr þorpi sem að er vanþróað og staða barna og kvenna slæm. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.9.2007 kl. 19:25

97 identicon

Já Guðrún, það hefði átt að gera, en var ekki gert. Hvað hefði átt að gera er augljóst.

Spurningin er því, hvað á að gera núna? Á að hætta lífi 9 ára barns? Hver eru örin á lítilli sál eftir svona "meðferð"? Hvernig er það fyrir 9 ára barn að fyrst vera nauðgað af frænda sínum, og svo að neyðast til að ganga með fóstur fram að fæðingu, og svo ala barn og gefa það öðrum? Þeas ef hún lifir það af og/eða skaddast ekki varanlega við það. Athugið að dómurinn sem hún fær ef hún lifir fæðinguna af er sennilega sá að hún geti aldrei aftur alið barn. Það er ekki nóg að hún hafi þurft að upplifa nauðgun á barnsaldri, en nú er fólk að ætlast til þess að hún ali barnið og gefi það! Hversu mikið á hún að þjást fyrir hugmyndir annara um hvað sé rétt og rangt?

Þetta er spurningin úr því að staðan er sú sem hún er.

ex354 (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 19:36

98 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Biblían er ekki réttarheimild (sem betur fer).

Biblían er skáldverk.

Biblían hefur enga þýðingu fyrir okkur í dag.

Ekkert gott hefur stafað af Biblíunni.

Biblían eitrar huga fólks og gerir venjulegu fólki kleift að drýgja voðaverk.

Enginn hópur fólks les Biblíuna af jafn mikilli áfergju og fólk sem þjáist af geðtruflunum. Orsakasamhengið ætti að vera ljóst.

Elías Halldór Ágústsson, 5.9.2007 kl. 20:04

99 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elías, þú ert hugaðri en ég, amk. ertu myndrænni í framsetningu.  Góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 20:18

100 Smámynd: Fríða Eyland

Guðrún SÆM

Mér blöskrar málflutningur þinn, þú ert með stóra dóma og mikla, verst er þó hvernig þú talar um hluti sem þú hefur greinilega ekkert vit á...

og hvar er umburðarlyndið sem þið kristnari teljið ykkur hafa

Þessi þvæla fór í mig

Þriðji kostur: Að ganga með barnið nokkrar vikur í viðbót, og fara þá í keisaraskurð.

Ef ég man rétt þá er fóstur orðið lífvænlegt utan líkama móður um 26 vikna gamalt, svo að ef þetta hefði komið fyrir hérlendis væri þriðja leiðin örugglega athuguð. En ætli þeir í Nigaragua hafi almennilega vökudeild til að sinna fyrirburum. En það er alveg á hreinu að þeim er nett sama um álit þeirra Guðrúnar og Jennýar moggabloggara

Og barnið fætt alltikei bla bla bala

Það er greinilegt Guðrún að þú talar af algeru kunnáttuleysi um fyrirbura. En ég get uppfrætt þig um að 26 vikna gamalt fóstur deyr drottni sínum um leið og það kemur í heiminn, þyngdin 750- 800 grömm.

Nema það komist strax í öndunarvél sem það er háð næstu sex vikurnar að minnsta kosti. Þau börn sem fæðast á 26. viku meðgöngu eru mjög veikburða og viðkvæm fyrir hnjaski þótt þau séu á vökudeild er það ekki nein trygging fyrir heilbrigði síður en svo.

Hér heima á hátæknisjúkrahúsinu fæðast nokkur á ári eftir 26 vikna meðgöngu og minnihluti þeirra sem að lifa af (sum deyja) er heilbrigður þau eru oft mikið fötluð önnur deyja ung mörg á skurðarborðinu sem þau lenda næstum öll á fyrstu vikurnar.

Það fer nánast ekkert þeirra heim eftir 14 vikur samtals 40 frá getnaði, nei þau eru á vökudeildinni í allt að 6 mánuði

Vökudeild er gjörgæsla það er þung reynsla að eiga barn á vökudeild og mikið grátið.

Fyrstu árin eru þessi grey flest inn og út af spítölum oft milli heims og helju.

Hvernig heldur þú að foreldrum sem hafa lent í þessu líði við að lesa færsluna þína ég mæli með að þú vandir þig kona!

Jenný þú ert flott

Fríða Eyland, 5.9.2007 kl. 21:32

101 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Við getum aðeins horft á þetta mál úr fjarlægð og erum öll sammála um viðbjóðinn sem þarna er á ferð. En það sem ég hef hugleitt í þessari umræðu að misnotkunin á barninu hefði ekki verið til umræðu nema af því að hún verður barnshafandi svona ung. það virðist vera að kynferðisleg misnotkun á börnum sé alltof algeng, og nýlega var ég að lesa áhrifaríkt viðtal við unga konu í Vikunni sem að segist hafa verið misnotuð frá 6 ára aldri og það gerðist á Íslandi! einsog mörg önnur mál, t.d. Breiðavíkurmálið, Við getum lítið gert í suður-ameríku en við getum svo sannarlega verið vakandi hér á Íslandi og ef við höfum minnstan grun um að barn sæti kynferðislegu ofbeldi eða öðru ofbeldi er nóg að tilkynna þann grun í 112, ekki er þörf á að sanna atburðinn það eru aðrir sem að sjá um það. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.9.2007 kl. 21:41

102 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Fríða hvað er málið? ég á lítil frændsystkini sem að hafa fæðst miklir fyrirburar og þau standa sig með prýði. Finnst þér fóstureyðing á fimm mánaða gömlu fóstri vera réttlát í þessu tilfelli? Þyrfti stúlkan ekki að fæða látið fóstrið? Ef að fóstrið er drepið þá verður einhvernveginn að ná því úr líkama stúlkunnar, og keisaraskurður með látnu fóstri fylgir hrikaleg sýkingarhætta fyrir stúlkuna sem getur dregið hana til dauða. En allavega tek ég undir skoðanir læknana sem að hafa tjáð sig inná þessari síðu um þetta mál. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.9.2007 kl. 21:51

103 Smámynd: Fríða Eyland

Málið er að þú talar eins og það sé minnsta mál í heima að eiga barn eftir 26 vikna meðgöngu sem langt frá því að vera rétt. 

 Ef þú frændsystkin sem eru fædd á 26 viku meðgöngu, þá skaltu tala við foreldra þeirra til að fá staðfestingu á orðum mínum. Frændsystkini þín voru trúlega fædd eftir 32. viku þá fyrst eru lungun tilbúin (mjúk) þá verða vandamálin miklu færri.

Lífvænleg fóstur miðast við 32 vikur  

Ég talaði ekkert um fóstureyðingar eftir fimm mánaða meðgöngu enda hef ekki þekkingu til þess. En ég þekki svo sannarlega til vökudeildar og að eiga börn fædd á 26 viku meðgöngu.Og finn mig knúna til að stoppa gasprið í þér um það málefni sem þú svo sannarlega veist ekkert um.

Hvernig heldur þú að það sé að eiga barn sem er innan við 800 grömm á skurðarborðinu hvað eftir annað og lesa síðan færsluna frá þér.

Svo kemur bara hvað er málið ? lastu ekki færsluna mína lífslíkur eru litlar efti 26 v.m.g og miklar líkur á alvarlegri fötlun! SKILURU

Fríða Eyland, 5.9.2007 kl. 23:10

104 Smámynd: Mofi

Elías, þínar skoðanir um Biblíuna eiga ekkert skylt við raunveruleikann.

Mofi, 6.9.2007 kl. 09:54

105 Smámynd: Sema Erla Serdar

Bloggkirkja, Guðrún ertu að meina þetta?!

Sema Erla Serdar, 6.9.2007 kl. 10:44

106 Smámynd: Óðinn

Nú hef ég loks náð að ljúka lestrinum á þessari gífurlegu löngu vitleysu, en ég hef ákveðið að gefa upp persónulegar upplýsingar um sjálfann mig.

Ég fæddist, án gríns, eftir 26 vikur í móðurkviði. Á fyrstu viku lífs míns fékk ég mína fyrstu lungnabólgu.

12 árum síðar hafði ég fengið 21 lungnabólgu til viðbótar. Síðan þá (10 ár síðan) hef ég fengið bronkítis á hverju ári og þrisvar lungnabólgu.

Segðu mér að barn í Nikuaragva muni ganga vel með sín "hátæknisjúkrahús" til afnota, því ég skal segja þér - mér gekk ekkert sérlega vel lagður inn á þeim hér heima.

Ég ætla ekki að draga sjálfann mig niður í vítispitt ykkar og blanda trúarskriftum við þetta, en eitt veit ég - ef barnið er tekið út núna er helvítið rétt að byrja. 

Óðinn, 6.9.2007 kl. 11:40

107 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Fríða Eyland Af hverju talar þú ekki um fóstureyðingu á fimm mánaða gömlu fóstri,? ég vil endilega heyra þitt álit á því hvernig að hægt er að framkvæma slíka aðgerða á 9 ára gamallri stúlku. En ég hef leitað mér upplýsinga hjá þróunarsamvinnustofnuninni um hvað blasir við stúlkunni og hvort að við gætum hjálpað henni, og eru þau tölvupóstsamskipti aðgengileg á síðunni minni.  Hvað varðar vökudeildir og 26 mánaða gömul fóstur/börn, er þín meining sú að ekki eigi að halda lífinu í þeim eða hvað? Ég er manneskja sem að leita lausna í stað þess að velta mér uppúr vandamálum, þessvegna fóru þessar pælingar af stað, þær hafa ekkert með Biblíuna að gera eða trú, heldur einungis hvaða lausnir eru í boði. En endilega deildu með okkur hvað þú myndir gera í þessum aðstæðum ég bíð spennt!

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.9.2007 kl. 12:08

108 Smámynd: Jeremía

Þótt þungunn vegna nauðgunar sé erfitt mál, þá má ekki missa sjónar á grundvallarmálinu, sem er að barnið sem er byrjað að vaxa er saklaust, það er manneskja með öll þau réttindi sem aðrar manneskjur hafa.  Það hefur enginn rétt til að taka líf þess.  Það gildir nákvæmlega það sama um það barn og önnur börn sem hafa fæðst.  Ekki má aflífa þau vegna einhvers sem faðir þeirra hefur gert.  Enginn á að hafa rétt til að taka sér vald yfir lífi annara og ákveða hvort það lifir eða deyr.  Hægt er að taka barnið með keisaraskurði um leið og það getur lifað utan móðurkviðar.  Stúlkunni er engin greiði gerður að drepa barnið hennar.

Jeremía, 6.9.2007 kl. 12:27

109 identicon

Þvílíkur kommentafjöldi!

Hér kemur eitt enn. 

Mál sem þessi hafa alltaf vakið með mér bæði andlega og líkamlega vanlíðan. Ég er sammála þér, Jenný þegar þú segir að þú missir hreinlega trúna á mannkynið.

Sjálf er ég ekki trúuð. Ég ber virðingu fyrir trú einstaklingsins en er ekki hrifinn af trúarbrögðum. Á erfitt með að skilja af hverju, við á upplýsingaöld, eigum að sætta okkur við að láta stjórnast  af múgsefjunartólum fortíðarinnar.

Hryggir mig ólýsanlega að hugsa til aumingja stelpunnar. Ég verð vond út í heiminn, og skammast mín fyrir að vera skepna sömu tegundar og sú sem er fær um aðra eins andlega og líkamlega svívirðingu. Oj.

Hugsa sér ef allir myndu trúa bara á lífið, eins margbrotið og stórfenglegt og það nú er. 

kv.

Anna 

Anna (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:48

110 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Kæru kommentarar, bændur og búalið og aðrir bloggarar til sjávar og sveita. Lesið “Orðræðu vitleysinganna” eftir Þórarinn Þórarinsson í nýjasta Mannlífi, en ég tek skýrt fram að ég er alls ekki að bauna á ykkur, alls ekki - alla.

Á ég að ýta á ENTER.

Á ég ekki að ýta á ENTER.

Á ég að ýta á ENTER.

Á ég ekki að ýta á ENTER.

Á ég að ýta á ENTER.

Á ég ekki að ýta á ENTER.

Á ég að ýta á ENTER.

Á ég ekki að ýta á ENTER...ENTER.

Benedikt Halldórsson, 6.9.2007 kl. 17:37

111 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sorry, þetta var ósmekklegt af mér, ég lofa að gera þetta ekki aftur á heimasvæði Jennýjar sem er hugmyndaríkasti bloggarinn.

Benedikt Halldórsson, 6.9.2007 kl. 17:38

112 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Benedikt eru að gera lítð úr mér með vísan í eitthvað blað sem ég get ekki lesið? OMG

Eða finnst þér ég vera ógisla hugmyndarík? Þá eretta í finu lagi sko. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 19:20

113 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Benedikt Halldórsson, 6.9.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986859

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband