Mánudagur, 3. september 2007
ÉG OG RIVOTRIL
Reglulega "finnast" lyf sem eiga að vera betri en þau sem fyrir eru. Rivotril er eitt þeirra. Þríhyrningsmerkt og róandi flogaveikilyf, sló í gegn sem staðgengill hinna vondu Valium taflna sem eru reyndar það sama og Diazepam. Rivotril er úr Dísufamilíunni. Hún ég fékk þetta lyf fyrir nokkuð mörgum árum síðan og mér var sagt að þetta lyf væri ekki ávanabindandi. Ekki að það hefði skipt einhverju máli fyrir alkann mig sem át allt sem að kjafti kom í von um að það kæmi mér í "ástand".
Nú eru nánast allir síbrotamenn á Rivotril og ég þori að sveia mér upp á að það er hellingur af konum sem fá þessi lyf í þeim tilgangi að þær hætti að kvarta. Konur eru nefnilega teknar minna alvarlega en karlar þegar þær bera upp vandamál sín hjá læknum.
Það muna allir eftir Stones laginu um Valiumpilluna "Mothers little helper". Það var ekki sú húsmóðir hérna í denn sem ekki fékk Valium ef hún var með óljósar kvartanir um vanlíðan.
Ég ætla mér ekki að vita betur en læknar. En ég veit þó eitt, að þau lyf sem virka á miðtaugakerfið, róandi eða örvandi, eru ávanabindandi og stórhættuleg.
Ég man ekki margt eftir að ég sturtaði í mig Rivotrilinu hérna um árið. Auðvitað tók ég það í allt of stórum skömmtum, eins og allt sem gaf mér vímu og helst minnisleysi.
Það gekk upp, óminnishegrinn tók völdin og meðan að pillurnar dugðu var ég í öðrum heimi.
Ég held samt að ég hafi ekki brotist inn.
There´s a little yellow pill!
Úje
Síbrotamenn misnota nær allir lyfið Rivotril | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2986875
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jóna Á. Gísladóttir, 3.9.2007 kl. 09:11
Alveg burtséð frá þessari færslu bara verð ég að benda á þetta. Scary, innit? Síðan þín er svo mikið lesin, til í að linka á þetta?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.9.2007 kl. 09:20
Hefur stundum fundist að læknar séu ansi viljugir á tvennt! Skrifa út dísugotteríin og pensíllín! En hvað finnst þér þá um ofvirknilyfin sem börnunum eru gefin?
Gott að þú ert komin með minnið aftur Er ekki að styttast í afmælispening?
Batakveðja
Báran, 3.9.2007 kl. 09:24
Úff fékk hroll.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 09:27
Áspeningurinn kemur þ. 20. október en þá varð ég lyfjalaus á Vogi. Tel frá þeim degi því þar var ég án eiturs í kroppnum í fyrsta skipti í mörg ár. Hætti að drekka um 4. ágúst samt. En einhverstaðar byrjar maður á að telja og þessi dagur 20. október er merkisdagurinn í lífi mínu. Eða einn af þeim. Það verður megasnúra Bára mín á þeim degi.
Ég get ekki einu sinni hugsað þá hugsun til enda, hvað kerfið er að bjóða "misþroska" börnum upp á. Að gefa þessi eiturlyf er bara óhugnanlegt. Annars finnst mér "misþroskagreiningin" vera ofnotuð, nokkurskonar ruslatunna fyrir öll þau vandamál sem ekki er hægt að takast á við á eðlilegan máta. Auðvitað veit ég að sum börn eru misþroska, en fyrr má nú aldeilis rota en dauðrota.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 09:31
Konur og valíum eða dísur. Já það er alveg rétt, ef maður kvartar um verk í bakinu er manni umsvifalaust boðið upp á verkjalyf. Ef maður segir get ég ekki fengið frekar einhverskonar leiðbeiningar um uppbyggingu, þá verður fátt um svör. En karlar eru settir á eitthvað prógramm. Þetta virðist vera mjög algengt og staðlað meðal lækna. Ætli þeir læri þetta í náminu sínu ?
Kennarinn; ágætu nemendur athugið; ef kona kemur og kvartar við ykkur um verk, þá er það áreiðanlega bara einhver móðursýki. Konur eru kvartarar af Guðsnáð. Það er því bara kostnaður að rannsaka þær eitthvað betur, eða setja þær í endurhæfingu. Ódýrast og best er bara að skrifa upp á verkjalyf eða valíum. Það gerir þeim best allavega.
En ef karlmaður kemur og kvartar, þá er um að gera að setja hann í allskonar rannsóknir, því allir vita að karlmenn kvarta ekki, gráta ekki, og eru blómin mannkyns. Þeir þurfa því alla þá meðferð sem hægt er að veita.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 09:39
þetta er alveg rosalegt, en ég held að það sé því miður satt - fólk þarf að passa sig á öllu svona, meiraðsegja þó að það komi frá læknum.
hafðu það æðislega gott í dag Jenný og gangi þér vel í baráttunni við óréttlætið. Ég sendi þér jákvæða strauma
halkatla, 3.9.2007 kl. 09:40
Ég á son sem er greindur með athyglisbrest og á mörkum ofvirkni, okkur var fljótt bent á lyf sem lausn, sem betur fer erum við sammála ,foreldrarnir, að það sé ekki lausnin og notum aðrar aðferðir. Get bara ekki hugsað mér að gefa barninu mínu amfetamín! Sammála mismunun milli kvenna og karla í lausnum, móðir mín lést úr krabbameini 45 ára gömul en var lengst af greind móðursjúk og ímyndunarveik, hún semsagt átti að hafa ímyndað sér verkina, og skrifað uppá dísur í samræmi við það. Virðist ansi sterkt hugarfar hjá læknum ennþá! Án þess að ég sé að lasta læknastéttina í heild. Fullt af góðum og ábyrgum læknum sem betur fer.
Bíð spennt eftir megasnúrunni
Báran, 3.9.2007 kl. 10:32
Sæl.
Áhugaverð lesning hjá þér. Það vill svo til að ég er að taka Rivotril vegna rangra taugaboða og ég hef lent í því að lyfið mitt (4 glös) voru afgreidd til rangrar manneskju í apótekinu, manneskjan sem tók lyfin mín vissi greinilega að "ég" ætti þessi lyf því hún spurði í apótekinu hvort Inda ætti lyfseðil hérna og hún fékk lyfin mín. Það urðu upp fótur og fit þegar ég fór í apótekið og ætlaði að sækja lyfin mín. Ég tilynnti þetta til lyfjastofnunar því ég hef ekki áhuga á því að lyfjaglös með mínu nafni finnast í einhverjum dópgrenum.
Ég fékk gjafabréf frá apótekinu og loforð um að þetta myndi aldrei gerast aftur, ég skil ekki af hverju það er ekki krafist skilríkja þegar svona lyf eiga í hlut.
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:32
Þetta er skuggalegt að heyra Inda. Auðvitað á að biðja um skírteini þegar lyf eru afgreidd, sérstaklega lyf sem eru misnotuð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 10:38
Besta lausnin er, held ég, að fá sér heimilislækni sem er kona. Það er líklegra að hún taki mark á ykkur. Svo ég tali nú ekki um kvensjúkdómalækna. Fleiri konur í læknastétt, takk!!
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 3.9.2007 kl. 11:56
Læknadóp
Fátt er viðbjóðslegra en að sannfæra foreldra um börnin þeirra þurfi dóp. Þróttmikil og kröftug börn í mikilli hættu, jafnvel kennarar klæða sig í læknasloppinn.
Ég veit um mörg börn sem voru og eru svæfð allan grunnskólann
Takk fyrir skemmtilega síðu ....
Fríða Eyland, 3.9.2007 kl. 12:56
ég veit samt líka um barn sem svo sannarlega þurfti á rítalíni að halda en fékk ekki slíkt vegna þess að foreldrarnir trúðu ekki á að "dópa upp börnin sín".
Strákurinn fékk náðarsamlegast leyfi til að taka lyf á meðan á samræmdu prófunum í tíunda bekk stóð. Kom til mömmu sinnar: Mamma, veistu, mér hefur aldrei liðið svona áður. Ég gat sest niður og einbeitt mér í heilan klukkutíma, (venjulega var einbeitingin farin á innan við fimm mínútum). Barninu (unglingnum, þarna) aldrei liðið jafn vel.
Fékk hann svo að halda áfram. Nei, barnið mitt þarf ekki dóp!
stundum verður maður svolítið reiður...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.9.2007 kl. 13:09
Hildigunnur, ég skil þitt sjónarmið líka. Það er bara svo slæmt þessi "Rítalín á línunni pólitík" en auðvitað er ekki hægt að fara í hina öfgana heldur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 13:16
Fríða vertu velkomin á síðuna mína. Mér finnst gaman þegar fólk gefur sig til kynna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 17:08
Þú mátt alveg vera reið Hildigunnur,tek þetta komment til mín, ég þekki engan (og þekki samt nokkra) sem hefur tekið inn amfetamín og ekki liðið vel. Rökin fyrir því að gefa ekki syni mínum rítalín er sú að nú loksins eftir margra ára (of)notkun eru rannsóknir að leiða í ljós að meirihluti þeirra sem hafa verið á rítalíni leiðast útí neyslu ólöglegra fíkniefna. Ég reyni frekar að kenna barninu mínu að nota aðferðir á athyglisbrest sem gefur honum færni til að njóta sín án aðskotaefna. Jenný biðst afsökunar á að nota bloggið þitt svona, en öðrum er velkomið að ræða sín sjónarmið á þessu áfram við mig.
Báran, 4.9.2007 kl. 00:34
Bloggið mitt er aldrei misnotað þegar fara fram málefnalegar og fjörugar umræður. Ég fagna því bara stelpur mínar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.