Leita í fréttum mbl.is

PRINSESSUHARMAR

1

Ég vorkenni Harry og William, þó það nú væri, það er hryllilega sorglegt þegar ungt fólk missir foreldri.  Ég vorkenni öllum sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls ástvina.  Bara svo það sé á hreinu.  Þá er það frá og þarf ekki að ræða um það meira.

Ég hef óbeit á mónarkíi, meðfæddum status sem fæst fyrir að tilheyra ákveðnum fjölskyldum.  Fólk sem ber höfuð og herðar yfir almúgann, ástundar sýndarveruleika og lifir eins og myndir á ævintýrabók, tilsýndar a.m.k.  Svo er eitthvað allt annað upp á teningnum á bak við tjöldin.

Hvar varstu þegar Díana dó?  Það er spurning dagsins.  Ég man ekki hvar ég var en ég er með það á hreinu hvað ég var þegar Martin Luther King dó.  Það hefur væntanlega verið tíðarandinn. 

Það sem ég er að burðast við að skilja er hvers vegna mannslífin eru svona misdýrmæt?  Heimurinn fer á límingunum reglulega vegna prinsessa og prinsa en svo göngum við um með eyrnatappa, múla og augnlappa þegar milljónir mannkyns eru að hrynja niður úr sjúkdómum, þrælkun, hungri og annarri neyð. 

Áður en einhver prinsessudýrkandinn fríkar út þá veit ég að Díana var góð manneskja og gerði ýmislegt gott í stuttu lífi sínu.  Ég vildi bara að einhver hefði bent henni á hverslags örlög gætu beðið hennar ef hún giftist inn í þessa forpokuðu og úrkynjuðu konungsfamílíu á Bretlandi.

God save the queen.

Úje


mbl.is Lát Díönu ólýsanlegt áfall segir Harry prins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl kæra Jenný.

Ég viðraði þá hugmynd við Jens Guð að sjá um árshátíð bloggara. Ég veit að kallinn hefur mörgum hnöppum að hneppa og er eflaust ekki sá rétti til að sjá um slíkt.

Nú legg ég það í þínar henur mín kæra að panta Hlégarð og ráða skemmtinefnd. Mér dettur í hug Gurrý, Jóna, Anna, Ásthildur og þú og jafnvel einhverjir fleirri. Er ekki málið að láta slag standa og gera eitthvað skemmtilegt og sniðugt saman?

Ég held að þú sért rétta manneskjan til að koma þessu í framkvæmd.

Ekki rétt mín kæra???????

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 31.8.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný ég er alveg sammála þér þarna.  Hvað með alla hina ?

Karl ég tek undir þetta hjá þér. Og ég er alveg til í svona.  Það gæti orðið rosaskemmtilegt. Ég vil benda þér líka á Guðmund Jónsson, hann er aldeilis lagtækur þegar svona mál koma upp.  Hef reynsluna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Setjið þetta á Guðmund, er svo busy doing nothing at all.  Í alvöru Kalli, ég er glötuð í skemmtinefndir.  En fáum einhvern í málið.  Ásthildur tékka Guðmund plís.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 20:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ne Dúa við fáum nóg af solis heima hjá okkur við Jenný sko !

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 21:08

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég mun kalla hann Kalla TOMMA ef hann hættir ekki að troða Ý í nafnið mitt ... heheheheh! Líst vel á Hlégarð. Kúl staður! Líst vel á Guðmund sem skipuleggjanda! Kúl gæi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.8.2007 kl. 21:12

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég lofa að mæta með húsbandið og verð arfaskemmtileg.  Með harmadauða prinsessu, þá eru nú sem betur fer flestir sem eiga ættingja sem syrgja þá við fráfall, rétt hjá þér þetta með hvernig sumt á að vera sorglegra en annað, það er bara alltaf sorglegt þegar fólk deyr á besta aldri og reyndar öllum aldri.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 22:05

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

grátkall.

Ég er til í árshátíð svo framarlega sem við fáum Palla sem DJ

Jóna Á. Gísladóttir, 31.8.2007 kl. 22:09

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mbl getur borgar hluta af kostnaði þar sem þetta yrði stórkostleg auglýsing fyrir þá. Gurrí sér til þess að Séð og Heyrt verði á svæðinu og út á það fáum við einhverja veisluþjónustu til að sjá um pinnamat (þeir verða sko auglýstir upp í Séð & Heyrt) Eru allir að fatta þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.8.2007 kl. 22:11

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

má ég líka vera með.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2007 kl. 22:12

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er verið að tala um ALLA Kristín Katla mín sem vilja vera með

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 22:56

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allir með.  Jóna sér um að sponsora.  Ekki spurning.  Dúa verður í dyrunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 23:14

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Dúa dyravörður

Jóna Á. Gísladóttir, 31.8.2007 kl. 23:21

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 31.8.2007 kl. 23:36

14 Smámynd: Jens Guð

  Það er rétt hjá Kalla að ég hef takmarkaðan tíma í að skipuleggja bloggvinamót.  Meðal annars vegna þess að nú eru skrautskriftarnámskeið vetrarins að hellast yfir.  Þá er ég með annan fótinn úti á landi og í Færeyjum.  En það væri gaman ef svona bloggvinamót verður að veruleika. 

  Varðandi færslu Jennýar þá tek ég undir hvert orð.  Ég man ekkert eftir því þegar Díana dó.  Hafði engan áhuga á þeirri frétt. 

  Ég var ekki lítið hneykslaður þegar ein ágæt systir mín gaf mömmu stóra og mikla bók um Díönu.  Mér varð á að spyrja hvort gamla konan ætti ekki betra skilið.  Fá bók um Nelson Mandela eða skáldsögu eftir Halldór Laxness.  Systir mín brást hin versta við.  Þuldi upp fyrir mér að Diana hafi aldrei mátt neitt aumt sjá.  Hafi verið falleg,  kóngafólki til sóma.  Barist gegn jarðsprengjum og eitthvað álíka. 

  Kannski rétt.  En það datt upp úr mér:  "Farið hefur fé betra."  Ég var í stríðnisstuði og gerði bara leiðindi því að þessi systir mín er alvörugefin.  Hún hefur engan húmor fyrir bullinu í mér.  Enda er hún íhald,  sú elska. 

Jens Guð, 31.8.2007 kl. 23:43

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég man reyndar vel hvað ég var stödd þegar Díana dó.  Ég var á skógræktarþingi á Núpi í Dýrafirði.  Fór þar á vegum Samgus, garðyrkjustjórafélagsins.  Ég man líka hvar ég var stödd þegar John F. Kennedy var skotinn.  En ég held að það séu fjölmiðlarnir sem skapi þessar minningar.  Ef svona drama væri í gangi þegar Litla Gunna deyr eða Litli Jón, þá myndi ég örugglega muna það líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 00:01

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, við Íslendingar dettum ekki alveg ofan í svona persónudýrkanir, þetta var sorglegt slys (eða morð, eins og sumir vilja meina ...) og eftir stóðu tveir ungir strákar. Auðvitað höfðu fjölmiðlar séð til þess að við þekktum þetta fólk betur en eigin fjölskyldu, sérstaklega í Bretlandi, enda gaus upp gríðarleg þjóðarsorg. Er enginn sérstakur hefðardúlludýrkandi en þar sem þetta fellur óbeint undir gríðarlegan spenning minn fyrir náttúruhamförum og slíku þá fylgdist ég með. Þá er ég ekki að tala um mannskæð slys, heldur stórar og flottar öldur í fellibyljum og svona. Jamm, hætti nú áður en ég segi eitthvað fleira ósmekklegt ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 00:56

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðmundur hvar er góða skapið?  Ég vissi ekki einu sinni hvaða Guðmund var verið að tala um.  Ekki þarf nú mikið að eiga sér stað til að þú skellir hurðum.  Ég sleppi því að mæta karlinn, dríf þú þig og brostu framan í heiminn.  Það er svo leiðinglegt að vera í fýlu.

Hviss, bang, þungur hurðarskellur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 01:30

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÚBBS krakkar mínir sko !!! Ekkert svona.  Við finnum einhvern til að sjá um þetta, fyrst þið tvö eruð upptekinn.

Please einhver bjóði sig fram

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband