Leita í fréttum mbl.is

KONA Í VONDUM MÁLUM

 1

Síminn hringdi rétt áðan, þar sem ég sat í rólegheitum og las blogg og var nýbúin að segja bless við Maysu og Oliver, sem voru hér í heimsókn.  Ég sagði halló og..

Ókunnugur maður (ÓK): Heyrðu ég er búinn að reyna að möndla apparatið til og hef legið yfir því í allan morgun og þetta er ekki að virka (gargandi úr reiði).  Þú skalt ekki halda Margrét að ég ætli að sætta mig við þessa afgreiðslu og nú hef ég ekki tíma til að panta nýtt ætem og veturinn að koma.

Ég: Ha??

ÓK: Þú sagði að þetta væri klaufaskapnum í mér að kenna, og það segir mér að þú veist ekkert um vöruna sem þú ert að selja, að þú ert ómerkileg í viðskiptum og ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta (slegið í vegg).

Ég: Heyrðu...

ÓK: Nei góða, það þýðir ekkert að fara í massíva vörn, ég er á leiðinni út í bíl með þetta ömurlega apparat og ég ætla að fá borgað til baka og það þýðir ekki að reyna að búllsjitta mig einu sinni enn. (Bang-Pang síma skellt á, skruðningur óbærilegur í eyra).

Nú sit ég og hef áhyggjur af Margréti sölukonu sem er í vondum málum, í þessum skrifuðu orðum.

Kræst!

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

úpps :D :D :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.8.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehehe vonandi er Margrét búin að loka í dag.....

Hrönn Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 16:32

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...vesalings konan á ekki von á góðu...en hvaða apparat og ætem ætli þetta sé, sem er svona ofsalega lélegt??? Nú vaknaði forvtnin mín

Sunna Dóra Möller, 30.8.2007 kl. 16:55

4 identicon

Hahahahaha. Ætli hann átti sig á því að hann hringdi ekki í Margréti ?hahahahaha.  Aumingja Margrét

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 16:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri súrheysbrennslutæki.  Hm..

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 17:01

6 identicon

Obbosí. Aumingja konan.

Bryndís R (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 17:19

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Súrheysbrennslutæki....LOL....hvernig datt þér nákvæmlega þetta í hug.......Nú flissaði ég upphátt hérna ein fyrir framan tölvuna!

Sunna Dóra Möller, 30.8.2007 kl. 17:27

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Haha!! Æðislegt að fá skammir sem maður á ekki! Amk betra en skammir sem maður skilið.... ætla ekki að nefna neinar blaðagreinar sérstaklega

Heiða B. Heiðars, 30.8.2007 kl. 17:32

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta símtal gæti hafa bjargað deginum fyrir Margréti.  En hann hefur áttað sig á að hann hringdi í vitlaust númer, er hann á nálum um hvert hann hringdi og getur ekki verið eins reiður fyrir vikið.  Veit ekkert hver tók á móti símtalinu... nema hann sé bloggari náttúrulega hehehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 17:50

10 Smámynd: halkatla

ótrúlega fyndið, Margrét á ábyggilega eftir að hakka hann í sig, við skulum ekkert vera að velta okkur uppúr áhyggjum af henni blessaðri

halkatla, 30.8.2007 kl. 18:01

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bráðgóð færsla.  Gaman að lenda í svona uppákomum.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 18:47

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Margrét mín....

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 18:55

13 Smámynd: krossgata

Karl greyið, hann verður enn reiðari þegar Margrét "þykist" ekkert vita af neinu símtali eða að hann hafi haft samband og kannski fer hann að verða hræddur um eigin geðheilsu og kannski hann það hafi bara hringt í höfðinu á honum. 

krossgata, 30.8.2007 kl. 19:39

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við ræðum engar útgáfur hér Heiða mín, hm Þetta var reyndar ekkert skemmtilegt, en lærdómsríkt var það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.