Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
ILLA FARIÐ MEÐ GÓÐAN DRENG
..ég hef þekkt hann Bjarna Sæmundsson, frá blautu barnsbeini. Hann bjó lengi við Ásvallagötuna og við lékum okkur á Hringbrautarróló og þá einkum í sandkassanum. Bjarni vildi ekki fara úr hverfinu, ekki nema rétt niður í Ellingsen og Sápuhús til að kaupa jólagjafir. Ég hélt að strákurinn hefði vaxið upp úr þessum átthagafjötrum, en það er greinilega einhver tregða í honum enn, gagnvart ferðalögum.
Ég frétti fyrir nokkru, að hann væri nýlega giftur hann Bjarni, konan hans er auðvitað frá Akureyri, þar sem hver frekjan rigsar um annarri öflugri og nú hefur hún viljað koma Bjarna til Akureyrar, til fundar við sína tengdafjölskyldu, hvað sem tautaði og raulaði.
Ég sendi Bjarna æskuvini mínum, hugheilar samúðarkveðjur og vona að honum hafi ekki orðið mjög meint af þessari ofbeldisfullu gjörð. Það hlýtur að kosta heilmikil átök að vera dreginn vestan úr bæ og alla leið til Akureyrar, þrátt fyrir að sá sem dregur sé sá sem maður elskar mest í lífinu.
Ó, þetta er frétt um skipið Bjarna Sæmundsson sem dregið var af skipinu Árna Friðrikssyni til Akureyrar vegna bilunar.
Dem, dem, dem og ég sem var búin að ýta á "vista" eða þannig.
Húhumm
Bjarni Sæmundsson dreginn til Akureyrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Spil og leikir, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
hahaha þú ert æði. þessi er allveg krónu virði.
Ólöf Anna , 29.8.2007 kl. 23:37
Það er aldrei að mín er í góðum gír, fjúka brandarar út og suður, eða norður. Keep it up hvað er annars að frétta af Oliver krútti ??
Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 23:46
Ég stal henni úr fjölskyldualbúminu á síðunni þinni Dúa mín. Er hann ekki alveg búfastur á Nýfundnalandi?(ekker nettengdur er það?)
Krónu virð Ólöf Arna, svo mikið meira en það. Þetta er minni besti vinur.
Allt fínt að frétta af Oliver. Hann kom í dag og söng fyrir mig ABCD og happy birthday og allskonar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 23:50
Ég léti engan draga mig úr 101 til Akureyrar. Það yrði amk að múta mér duglega. Þegar ég tala um að fara út úr bænum er ég að meina að skreppa í kringluna. Baráttukveðjur til Bjarna. Vona að hann meiki til baka
Laufey Ólafsdóttir, 29.8.2007 kl. 23:52
Hahahaha Þú náðir mér sko..... ég vorkenndi aumingja manninum óheyrilega mikið, lengi vel. Eða allt þar til hann varð skip.
Anna Einarsdóttir, 29.8.2007 kl. 23:53
Dúa ég er í kasti. Hahahaha þú drepur mig. Tilhugsunin um þig og þennan. OMG
Yndislegt að sjá lífsmark með þér Laufey mín. Saknísakní.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 23:53
Ég vona að þessi maður stelpur, sé EKKI Íslendingur, ég gúgglaði hann. Er í krampa. Takk Anna mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 23:54
sko þetta er svona fimmaurabrandarahúmor (prófaðu að segja þetta orð hratt og sjáðu hversu oft þú getur án þess að ruglast) semsagt svo rosa góður að hann er krónu virði. Á núverandi gengi japanska yensins er hann mun dýrar i
Ólöf Anna , 30.8.2007 kl. 00:02
LOL. Þú ert asni
Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 00:06
Jenný! Ég lífsmarkaði á síðuna mína alveg um leið og þú óskaðir þess Eru einhverjir straumar á milli okkar kona góð?!
Laufey Ólafsdóttir, 30.8.2007 kl. 00:08
Greinilega Laufey, muhahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 00:10
Hvaða frekjur ertaðtalum á Akureyri góan???
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:17
Nú vinkonur þínar Anna mín, ekki þig skoþví þú ert alltaf glöð og alltaf góð og alltaf að skiptast á (eins og Jenny nokkur Una) enda þú úr borginni. Ekkert Akureyrarkvendi, ónei. Fruuuuuuusss
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 00:21
Sunnlenskt frrruuuuuussss ... að norðan ...
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:27
LOL, góður, mest var ég hissa á brúðkaupi sveinsins, var komin með fordómafulla ímynd í kollinn af konunni hans....minnti óneitanlega á grýlu hans leppalúða....Ljótt að segja það
Bjarndís Helena Mitchell, 30.8.2007 kl. 01:00
Ha ha ha... heima er best.
Ester Sveinbjarnardóttir, 30.8.2007 kl. 01:48
Var ekki Bjarni Sæmundsson verðmætasta skipið í Útgerðarspilinu í gamla daga? Það minnir mig alla vega (mér fannst ég yrði að tala um skipið fyrst allir hinir voru að tala um mannin). Verð reyndar að segja að Akureyrarkonur eru þær bestu í heimi og enginn má kalla þær frekjur. Og ég held að menn væru heppnir ef þeir væru dregnir til Akureyrar!!!
Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.8.2007 kl. 03:50
Hrönn Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 07:20
Heil og sæl
Illa varð mér nú við er mér var varfærnislega bent á það í morgun er ég mætti til vinnu, að mynd af mér væri á þessari bloggsíðu. Enn meira varð mér við þegar ég sá að hér hefur útlit mitt verið haft að háði og spotti.
Veraldarvefurinn getur verið skaðræðisgripur þegar fólk miðlar efni af honum í rætnum tilgangi.
Vinsamlegast fjarlægðu myndina af mér.
Kveðja,
Guttormur Fannarsson, landbúnaðarráðunautur
Guttormur Fannarsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 08:40
LOL
Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 08:59
Dúa, vertu heima hjá þér. Ég veit að þú þekkir Guttorm. Og bróður hans líka. Þið eruð fríður hópur þykir mér
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 09:00
þið eruð yndisleg
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 11:08
Iss þessi síðasta er af honum Charles Darwin á Málefnunum.com En þú ert óborganleg Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.