Leita í fréttum mbl.is

AGJÖRLEGA ÓÞARFAR UPPLÝSINGAR

1

Mér finnst leiðinlegt að fá fréttir af því að það sé byrjað að slátra einhverstaðar.  Það er óþægilegt að vita að fjöldamorð séu hafin hér og þar.  Ég er kjötæta, ekki spurning og veit að sjálfsögðu að lömbin sem ég borða, dóu ekki úr hárri elli og södd lífdaga, áður en þau lentu á disknum mínum, en ég kæri mig ekki um að láta velta mér upp úr því.

Lömb eru sæt, mömmur þeirra og pabbar líka.  Það er hin sláandi póstkortafegurð þessara tilvonandi kvöldmáltíða sem truflar mig stundum. 

Ferlið frá haga og heim í eldhús er eitthvað sem ég vil ekki láta minna mig á.  Það ferli sem þar er í gangi má mér að meinalausu, liggja milli hluta.  Réttir er eitt af því sem tröllríður fréttum á haustin.  Þá er ég í algjörri samviskukreppu.  Það er djammað af tilefninu út um sveitir landsins.  Ég hefði aldrei getað búið í sveit.  Ég hefði soltið heilu hungri.

Sem borgarbarni finnst mér best að fá mitt kjöt í neytendapakkningum, tilskorið og snyrt og á pakkningunum á ekki að vera neitt um æsku kjötstykkisins.  Þannig get ég haldið áfram að borða mínar steikur, vandræðalaust og án allrar sektarkenndar.

Súmí!

Úje


mbl.is Haustslátrun hafin á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

gangi þér vel Jenný mín að snæða steikurnar næstu vikurnar

Rebbý, 29.8.2007 kl. 19:51

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég aftur á móti fyllist af söfnunaráráttu.  Taka slátur, frysta, hakka, búa til bjúgu, saga niður heilu lambahjarðirnar sem brostu svo blítt í vor, höggva í spað og reykja í jólahangikjötið.  Slíta ber af trjám, sulta, safta, hleypa og fylla alla dalla af mat. Svona var þetta í den, algjört must, maður sat heilu kvöldin í kjallaranum heima og skóf mör af ristlum, það var engu hent.  Æ, mér tekst alltaf að aðskilja slátrunina frá litlu krúttonum sem maður knúsaði á vorin.  Er ég að ofbjóða þér krúttið mitt??

Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 19:52

3 Smámynd: krossgata

Lömb eru krúttleg í haganum og enn krúttlegri á diskinum.  Réttir eru skemmtilegar og margir réttir eru góðir, sérstaklega lambakjötsréttir. 

krossgata, 29.8.2007 kl. 19:56

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm. Borða reyndar ekki innmat og finnst hann viðbjóður.  Bara lyktin.. oj.. en þetta er eitthvað genískt vandamál með söfnunaráráttuna á haustin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 19:57

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Hér á bæ er borðað dálítið af nautakjöti og það er yyyyndislegt.  Stundum veltum við því fyrir okkur hvort þetta sé Huppa eða Búkolla   Gangur lífsins you know

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 29.8.2007 kl. 19:59

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Uss, ef þú hefðir búið í sveit hefði skrápurinn þinn verið herrtur fyrir löngu. En skil alveg hvað þú ert að meina....

Bjarndís Helena Mitchell, 29.8.2007 kl. 20:04

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

meeeeeeeheeeelpmeeeeheeelp

Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2007 kl. 20:14

8 identicon

Jhá dedúdda mía ....en drekkurðu mjólk ??? einhver búin að setja risa mjaltagræjur á spenana á aumingjans kúnum gætirðu ímyndað þér það að vera í mjaltavél tvisvar á dag í 20 mínútur :o) svo hægt væri að fá mjólkina og  búa til osta , skyr , rjóma , jógúrt , ostakökur ÍS og fleira gúmmolaði  nei ég segi svona það hefu greinilega gleymst að senda þig í sveit þegar þú varst ung stúlkukind ;o)

ÁL (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:15

9 identicon

Jahérna hér! Ég hef oft heyrt að svona saklaus borgarbörn séu til en hef ekki trúað því hingað til  

Ótrúlegt að til sé fólk með svona viðkvæman skráp, þú ættir kannski að skreppa á vertíð í sláturhúsi?  held að þú hefðir gott af því.

ps...... óþarfa upplýsingar, alls ekki. Mjög nauðsynlegar fyrir mjög marga td bændur, slátrara og fjölskyldur þeirra.

Jóhanna (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:16

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Jenný, þú verður að vita hvaða gott kemur.

Tildæmis Seríosið hvaðan kemur það? Aumingja hafrarnir slegnir í rot og hakkaðir í hringi.

Þröstur Unnar, 29.8.2007 kl. 20:20

11 Smámynd: Garún

Lömbin þagna - Frumsýnd á Húsavík um helgina!

Garún, 29.8.2007 kl. 20:30

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst líka of náin kynni af matnum mínum frekar erfið....þoli ekki að sjá hver það var sem að ég á að borða ! Við bara fá þetta vakúmpakkað og tilbúið í ofninn!

Sunna Dóra Möller, 29.8.2007 kl. 20:43

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Við = vil.....bara svo að þetta skiljist (þoli ekki innsláttarvillurnar mínar )

Sunna Dóra Möller, 29.8.2007 kl. 20:44

14 Smámynd: Ragnheiður

hahaha nú tókst mér að hlæja.....að kommentinu hans Þrastar. Þið vitið ekki hvað það var gott !

Ragnheiður , 29.8.2007 kl. 20:45

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti, þið eruð svo fyndin.  Þröstur og Garún ég veiti ykkur hláturskallið haustið 2007.  Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 20:47

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tel mig heppna að hafa sloppið við sveitadvöl og ég er hrædd við kindur, það segi ég satt (sko á fæti)

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 20:48

17 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:01

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Sonur minn, sem fyrrum slátrari, býðst til að sýna þér myndir.....

.....bara svona til að herða þig. Enda hans köllun í lífinu að herða gamlar konur

Hrönn Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 21:14

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyrðu Hrönnsla, prisipp horfi ekki á heimildarmyndir sko. Hvorki still nor moving.  Takk samt og knúsaðu kallinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 21:16

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég var að "skammast" í síðustu færslu ... nú ertu búin að fæla Ellýju af blogginu, hún er búin að læsa því! Vildi bara vera fyrst með fréttirnar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 22:36

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí mín, ég er ekki SVONA mögnuð.  Það hlýtur að koma til af einhverju öðru en mínum skrifum.  Ellý er ekki óvön gagnrýni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 22:56

22 Smámynd: krossgata

Kannski má hún ekki blogga svona meira ef það á að gefa herlegheitin út. 

krossgata, 29.8.2007 kl. 23:02

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehehe! Takk aulinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 23:22

24 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, ég var bara að djóka! Fannst Ellýjar-færslan þín hryllilega fyndin, hún hefur fengið verri útreið en þetta! Hélt að ég væri bara svona mikil "tepra" ... en það eru greinilega fleiri. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 23:23

25 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Lömbin þagna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.8.2007 kl. 23:26

26 Smámynd: Ólöf Anna

Ef þú ert svona öflug að fólk bara þagnar eftir gagnrýni frá þér er ég með smá lista yfir fólk sem mig langar til að hætti að tjá sig. Ertu game?

Ólöf Anna , 29.8.2007 kl. 23:32

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Melið mér listann strax.  Annars verð ég að játa að þetta er óverðskulduð trú sem þið hafið á mér.  Ég þagga ekki niður í neinum, ekki einu sinni fíbblinu henni vinkonu minni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 23:37

28 identicon

Uss, borgarbörnin greinilega ekki með nógu harðan skráp. Þar sem ég ólst nú upp í sveit þá var ég að hjálpa kindunum þegar þær voru að bera á vorinn, rak lömbin á fjall á sumrin, sótti þau á haustinn og borðaði svo með bestu lyst um næstu jól. En svona er lífið, og ekki hugsa allir eins, sem betur fer :)

Gestur (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:41

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei þið eruð svo morðvön í sveitum landsins (djók sko, hætt að þora að fíflast á blogginu)

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 23:44

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já þú af því þú veist ekki betur

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 00:06

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er lærið komið í ofninn?

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 00:08

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna var að gá í "ofninn" og þar er ekkert flautandi "læri"

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 00:14

33 Smámynd: halkatla

Jenný þú hefur alltaf rétt fyrir þér og það er bara ágætt ef þú veist það

halkatla, 30.8.2007 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband