Leita í fréttum mbl.is

NÚ ER MÉR Í ALVÖRUNNI LÉTT..

1A-Brynja og Oliver í hörku tölvudjobbi. 

..og það er ekki vottur af kaldhæðni í þessari fyrirsögn.  Maysan, Oliver og Robbi eru lent, komu frá London núna rétt áðan.  Amma-Brynja skráði sig í vinnu á flugið og fór að ná í þau, svona tæknilega séð.  Þannig að hún er lent líka.  Mér er aldrei rótt, þegar börn mín eru í einhverjum rassaköstum um háloftin og mér er meinilla við að fleiri en einn úr fjölskyldunni fari saman í flug.  Svona hef ég orðið morbid með aldrinum. 

Síminn minn flotti (þessi sem EKKI tekur upp kartöflur) er lentur líka ásamt Londres familíu.  Nú mun ég hefja myndatökur í gríð og erg, af öllu sem að fyrir augu ber og ég verð enn meira óþolandi á blogginu.  Þetta er í boði hússins til þeirra sem láta mig fara mikið í taugarnar á sér.  Svona er ég góð, hugsa alltaf um annað fólk.  Reyni að gleðja alla.  Líka asnana, fíbblin og aulana þarna úti.

Nú verður stelpan mín á landinu næstu sex dagana og þá er að slíta til sín þær stundir sem hægt er að ná út úr þessum skamma tíma, knúsa og ofdekra Oliver og hafa skemmtilegt með Maysu.

Ég er a.m.k. Guðslifandi yfir að strollan skuli hafa komist á jörðina aftur heilu og höldnu.

Ójessssss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman fyrir þig að fá ungana þína heim

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segðu kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hafðu það sem allra best með familíunni!

Eva Þorsteinsdóttir, 29.8.2007 kl. 00:13

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Eva mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 00:13

5 Smámynd: krossgata

Til lukku.  Skil þig vel að vera ekki rótt þegar afleggjararnir eru ekki í þínum pottum.  Það tók mig tvö ár að horfast í augu við það að eldri afleggjarinn minn væri búin að finna sér annan blómapott að búa í, þó hann væri bara steinsnar frá mínum.  Ekki það að ég gerði neitt mál úr því mér var bara meinilla við ef einhver hafði orð á því hvort hún væri flutt að heiman - þá krumpaðist ég bara og sendi viðkomandi "þetta var nú óþarfi"-augnaráð. 

krossgata, 29.8.2007 kl. 00:50

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Njóttu þess að vera með fjölskyldunni Jenný mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2007 kl. 07:30

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er svo sammála þér með flugið. Ég er svo kvíðin fyrir annarra hönd þegar fólkið mitt þarf að fara í flug. Ég sit alveg fyrir framan textavarpið og inni á airport.is til að fylgjast með staðfestum tíma og svo í lendingunni til að sjá að allt fari vel. Ég veit meira að segja hvenær flestar flugvélar eru á áætlun og hvaða vél kemur frá hvaða landi á hvaða tíma. Stundum skoða ég meira að segja flugsíðurnar þó að ég þekki engan sem er að koma eða fara ! Mamma segir að ég sé skrýtin....en mér finnst þetta kommon sens að fjarstýra þessu svona heiman frá mér. Nú á ég von á bróður mínum annað kvöld en hann hefur búið erlendis í 2 ár í námi og ég á eftir að vera á nálum þar til hann er lentur, sérstaklega vegna þess að kærastan hans er komin á undan honum og hún er ófrísk. Þess vegna þarfnast þessi vél sérstakrar stjórnunar frá, henni mér. En til njóttu þess að hafa fengið fólkið þitt til þín svo sannarlega ...afsakaður romsuna en þegar einhver byrjar að tala um flug þá bara verð ég óðamála.....skil ekki af hverju !

Sunna Dóra Möller, 29.8.2007 kl. 08:15

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í sömu sporum Sunna Dóra.  Það er alfarið mér að þakka að flugvélin lennti heilu og höldnu með dýrmætan farminn. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 08:22

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 29.8.2007 kl. 08:27

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

slaka. slaka. Æi Jenný mín. Æðislegt að familían sé að koma. Eigðu góðar stundir með þeim.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband