Leita í fréttum mbl.is

HÁVAÐINN Í HORNINU!

1

Ég þoli ekki ömmufordóma.  Ömmur prjóna, baka, skakklappast um á flókaskóm og róa fram í gráðið.  Arg.  Ömmur nútímans eru ekki svona, varla langömmurnar.  Við erum ungar, flottar, "þroskaðar" betur vitandi en mæðurnar (jeræt) og við lítum á það sem forréttindi að fá að vera sem mest með barnabörnunum okkar. 

Við erum útivinnandi, heimavinnandi, lesandi, skrifandi, rífandi kjaft, í pólitík og fjallgöngum (ekki ég nóveihósei), og síðast en ekki síst, þá erum við nettengdar með attitjúd ef því er að skipta.  Við neitum því að leggja upp laupana, við erum að upplifa nýtt þroskaskeið, hið mikilvægasta af öllum.  Við erum miðaldra á öllum aldri.

Ég krullaðist upp þegar ég las viðtengda frétt, þó krúttleg sé, því viðkomandi amma þurrkar þvottinn á tölvugræjunum heima hjá sér, en það þykir rosa krúttlegt og merkilegt að amman skuli vera með súpernettengingu.

Hoppið inn í nútímann gott fólk.  Tími okkar ammanna er runninn upp og við munum beita áhrifum okkar til hins ýtrasta, á barnabörnin, að sjálfsögðu til góðs.

Við erum stærð í jöfnunni og það verður að reikna með okkur.

Við erum hávaðinn í horninu.

Samfélagið verður ekki samt aftur.

Ekkertammansiturhokinníhorninuoggerirskyldusínaneitt!

We are gonna take over the world!

Újejejejeje

 

 


mbl.is Vel tengd amma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég var 150 kg kenndi ég lítilli frænku minni ( hún var tveggja og hálfsárs þá) að ég héti Birna-kroppur. Það útskýrir e-malið mitt. Í dag er ég amma kroppur. Amma-kroppur hefur áhuga á öllu mögulegu og prjóna og baka og er tengd og syndi og er æðisleg eins og hinar ömmurnar. Ég verð líka svona þegar ég verð 90 ára ömmu-kroppur og verð sjálfsagt kölluð ömmu-krútt  

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 15:59

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Aumingja afarninr......óþekkt stærð í ömmujöfnunni?

Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Afarnir verða að skilgreina sig sjálfir Þröstur.  Vorkennir þú öfunum?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 16:10

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Áfram ömmur.....ég ætla að verða svona flott amma...enda á ég strák sem er að fara að fermast...ég gæti teoretískt séð orðið amma á næstu.....árum... ! Ég geri ekkert endilega ráð fyrir því ...en það gæti gerst og þá ætla ég að vera með í alheimsyfirráðunum.....kánt mí in....!

Sunna Dóra Möller, 26.8.2007 kl. 16:17

5 identicon

Ég prjóna ekki vegna þess að ég nenni því ekki, finnst það leiðinlegt.  Ég baka bara fyrir jólin, ræ ekki fram í gráðið eða húki úti í horni og svo finnst mér flókaskór ömurlegur skófatnaður.  Mæli frekar með háhæluðum skóm.  Ég er amman sem leik við barnabörnin og fíflast í þeim, færi þeim eitthvað sniðugt og skemmtilegt þegar ég kem frá útlöndum.  Svo hangi ég á netinu og ríf kjaft, get orðið skaðræðisgripur ef út í það er farið, ég tala nú ekki um ef ég hef sloppið í rauðvínsflöskuna.  Ég stefni á heimsyfirráð líka svo þú getur talið mig með.

Sigga (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 16:27

6 Smámynd: Jens Guð

  Já,  ég fór einmitt að hugsa um það hvort afar hafi enga svona staðla?

Jens Guð, 26.8.2007 kl. 16:31

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Grannies rool teh world, við erum bara langflottastar.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 16:41

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Jenný .....pínulítið. Samkvæmt þessari fréttatilkynningu frá þér gætu þeir orðið soldið einmana, miðað við annríki ammanna.

Þröstur Unnar, 26.8.2007 kl. 17:19

9 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL, nú hlakkar mig til að verða amma!! Þá verð ég loksins "inn".

Bjarndís Helena Mitchell, 26.8.2007 kl. 17:23

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frú Jenný tek hér undir hvert orð, punktur og basta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2007 kl. 17:47

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ömmur og afar eru flottust! Mikið hlakka ég til að verða amma! Fannst alveg dásamlegt að upplifa ömmu í upphlut bakandi pönnukökur ... en mín eigin móðir verður aldrei þannig amma. Nýhætt að vinna úti og nú liggur hún og les þegar hana lystir, kaupir sér pæjuföt og ferðast. Næsta kynslóð á eftir (við) verður ekki prjónandi í ruggustól heldur ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 18:18

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jenný, þú ert skáld! Þetta er flottasti ömmuvarnaðartexti sem ég hef nokkrum sinnum séð.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.8.2007 kl. 18:19

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur mínar brettið upp ermarnar, það er komið að því.  Muhahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 18:23

14 identicon

Ér er ekki komin lengra í ömmustandinu en að vera skáamma. Eftir þennan lestur er ég nú bara farin að hlakka til að verða svona ung

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 18:24

15 identicon

PS. ég meina þroskuð

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 18:25

16 identicon

PS. ég meina ... amma

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 18:25

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 18:40

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég er bara nýbúin að komast almennilega inn í mömmuhlutverkið. Hjálp.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 19:08

19 Smámynd: krossgata

Ég er amma, kann að prjóna, hekla, sauma út, baka, elda, róa fram í gráðið og er flink við þetta allt.  Geri það bara ekki.  Ég er amma rokk og kynni barnabörnin fyrir alvöru rokki, pússla og sparka jafnvel bolta (það geri ég bara fyrir barnabörn).  Ég er nettengd og dauðöfunda þessa sænsku af ofurtengingunni.

krossgata, 26.8.2007 kl. 19:25

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Voðalegt ömmugól er þetta - enda erum við allar orðnar kedlingar!

Edda Agnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband