Leita í fréttum mbl.is

GEITUNGASLAGURINN MIKLI

Þessi kolbrjálaði geitungur kom inn um eldhúsgluggann í morgunn.  Hann var viðskotaillur og tók ekki áskorun um að flytja sjálfan sig út fyrir.

Viðbrögð: Mikill eltingarleikur og slagsmál brutust út. Húsband og geitungur tókust á upp á líf og dauða.  Viðureign tók kortér.

Niðurstaða: 3 glös brotin, húsband marið á kinn, hurð að eldhúsi löskuð.

Einn geitungur látinn.

Ójá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Þarna hefði ég viljað vera fluga (fiski)á vegg

Þóra Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 12:57

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég brjálast úr hræðslu þegar geitungur kemur inn til mín! Ég bara þoli ekki þessar flugur og allt sem heitir virðing fyrir lífinu hverfur eins og dögg fyrir sólu og upphefst einmitt svona slagur upp á líf og dauða. Þegar flugugreyið er svo látið þá finn ég alltaf fyrir létti og kemst aftur til sjálfrar mín! Þetta er alveg agalegt....en satt !

Sunna Dóra Möller, 26.8.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Gísli Hjálmar

Hvernig er það? Eru þessir ands.... innflytjendur að festa rætur hér á landi þrátt fyrir mjög erfið lífsskilyrði fyrir þá? Eru semsagt Geitungarnir komnir til að vera? Er virkilega ekkert sem við getum gert til að sporna við þessari óheillaþróun?

Gísli Hjálmar , 26.8.2007 kl. 13:26

4 identicon

Ég er tryllingslega hrædd við geitunga. Þegar svoleiðis kvikindi kemst inn í íbúðina verða ég gunga  en húsbandið hetja

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 13:30

5 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég mæli með eitrinu Vapona. Það fæst í Byko og Fjarðarkaupum og ábyggilega víðar. Maður spreyjar á geitung í 2-3 sekúndur og það tekur hann svona 3 sekúndur að drepast eftir það . Bani hvað...?!

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 26.8.2007 kl. 13:58

6 identicon

Þú átt þó mann sem að tekur á þessum fjanda. Ég þarf að sjá um þetta alveg þar sem að maðurinn er gunga þegar kemur að röndóttum flugum

Bryndís R (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 14:00

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð nú meiri flónin, minnir mig á fíl og mús hehehe..... það eina sem hægt er að gera í stöðunni er að sætta sig við að þessi dýr eru komin til að vera, og hætta hræðslunni.  Takast á við óttan við þessi dýr, þakkiði bara fyrir að hér eru ekki sporðdrekar og slöngur, það er ef til vill ekki langt í að hingað berist snákar frá hinum norðurlöndunum, ef áfram heldur sem horfir.  Og ef til vill maurar og kakkalakkar.  Ég fann einn maur í mínum garðskála í sumar, þeir eru ef til vill fleiri. 

Þið getið látið eyða búum ef þið verðið vör vil slíkt, en að öðru leyti ef þið viljið ekki dýrin í garðinn, þá er bara að vera með enginn blóm eða plastblóm, og heldur ekkert timbur, því sumir geitungar nota timbur og pappír í húsasmíðina.  En best er bara að láta sem ekkert sé, vera við öllu búinn samt ef maður  er með ofnæmi, sennilega ættu allir að láta athuga hvort þeir hafa bráðaofnæmi fyrir bit.  Fyrir venjulega manneskju er þetta nauðaómerkilegt að fá bit. Og muna að drekka ALDREI bjór beint af dollunni úti þar sem geitungar eru.  Þeir elska bjór og það er snarhættulegt að gleypa þá svona beint úr dollu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2007 kl. 14:16

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er rétt að bjórinn er erfiðastur. Fór á Loisiana safnið í sumar og fékk mér bjórglas utandyra og endaði þannig að ég varð að standa upp til að koma skepnunni burt frá mér.

Edda Agnarsdóttir, 26.8.2007 kl. 15:16

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætlaði ég eimmitt að ráðleggja eitrið Vapona eins og Þuríður.
Ég er búin að búa á Húsavík í á þriðja ár það var fyrst í sumar að ég varð vör við þessi kvikindi. bróðir minn og fjölskylda voru hjá okkur,
veðrið var æði og allt vitlaust á pallinum í geitungum,
snillingurinn hann bróðir minn sagði,
það er bú hérna undir þær fara alltaf niður um sömu rifu.
Það var farið og keypt Vapona og viti menn það tókst að drepa þessi kvikindi niður alla vega undir pallinum mínum.
Sprautaði ég einnig í gluggafalsana og hef haldið því við ,
hef varla séð flugu innandyra síðan.
þú skallt bara prufa Jenný mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2007 kl. 15:24

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við stofnum þrýstihóp.  Þetta eru hinir einu óvelkomnu innflytjendur að mínu mati.  Fyrir utan Mafínu nottla, sko.

Ásthildur getur leitt hópinn og kennt okkur að díla við dýrin á meðan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 15:53

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skyldi volgur bjór eða hótun um þvaglegg eitthvað bíta á þessi kvikindi?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 18:36

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þessi á myndinni er að flytja inn á einhvern. Með ferðatöskuna, kaskeitið og vindilinn á hreinu

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband