Leita í fréttum mbl.is

SAVING PRIVATE HUBBARD

1

Að þessu sinni er ekki um bíómynd að ræða heldur ískaldan raunveruleikann.  "Hermaður Hubbard" fær að fara heim frá Írak vegna þess að stríðið hefur tekið báða bræður hans og engin systkini því eftir nema hann.

"Bandarískur hermaður fær að fara heim frá Írak í samræmi við reglu, sem gerir ráð fyrir að hermenn fái lausn frá herþjónustu ef systkini hans láta lífið og þeir eru einir eftir úr systkinahópnum. Tvær bræður mannsins hafa látið lífið í Írak."

Ég skil ekki stríð.  Mun aldrei gera og það heldur svo sem ekki fyrir mér vöku.  Hins vegar er hvert mannslíf svo dýrmætt og í stríði er bara sóun á þeim, og það gerir mig svo dapra.

Þeir hafa mikið á samviskunni stríðsherrar heimsins.

Hvort sem er í Whasington, Darfur eða Ísrael.

ARG


mbl.is Fær að fara heim frá Írak eftir að bræður hans féllu þar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Nei, ég skil ekki þessi stríð heldur. Vildi að ég kynni töfralausn til að stríðandi ríki finni sátt og frið. Enn verra finnst mér að stríð skuli vera heyjað í nafni þess að koma á friði. Öfugsnúin aðferð í það minnsta og sýnir sig og sannar að þetta virkar ekki. Vindur bara upp á sig. Oj, en gott að stráksi fær að fara heim og vera eina eftirlifandi barn foreldra sinna. Þvílík sorg samt sem áður sem þegar er komin til þessarar fjölskyldu.

Bjarndís Helena Mitchell, 26.8.2007 kl. 00:41

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

maður hristir bara hausinn. Undir slagorðinu God bless America og allt fyrir föðurlandið eru þúsundir ungmenna send út í opinn dauðann og stríðsherrar heimsins sitja heima og fylgjast með úr fjarlægð. Ungmennin sjá það í barnslegum hillingum að berjast fyrir föðurlandið og verða hetjur. Þetta er svo sorglegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 01:01

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já stelpur ég gæti gengið af göglunum.  ARG.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 01:04

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

LOL göflunum, meina ég

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 01:05

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég gæti líka gengið af göglunum... og ekki síður göflunum

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 01:14

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað ertu að ærslast þarna stelpuskömm?  Þú átt fyrir löngu að vera farin að sofa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 01:26

7 identicon

Burtséð frá þessu máli sem lýsir reyndar vel ömurleika stríðs þá er Búski kominn í verulega vonda stöðu með afstöðu sína til áframhaldandi veru hermannanna í Írak. Þeim fjölgar á hverjum degi flokksbræðrum hans sem segja honum að kalla heim herliðið og hann er eiginlega kominn út í horn með þessa vitleysu sína.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 01:26

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já en hvað ætli það þurfi mörg mannslíf (ekki bara að meina BNA-menn til áður en hann haskar sér í það?  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 2987261

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.