Leita í fréttum mbl.is

KONAN BEITT OFBELDI

Þá er afstaða Læknafélags Íslands ljós.  Sigurbjörn Sveinsson, formaður félagsins, segir að konan í "þvagleggsmálinu" hafi verið beitt ofbeldi.

Og hann heldur áfram: "Einstaklingur getur hlotið skaða af því að þvaglegg sé komið fyrir án samþykkis hans.Þetta er inngrip og við bestu aðstæður geta öllum slíkum inngripum fylgt fylgikvillar. Sú hætta hlýtur svo að stóraukast við þær aðstæður sem skapast þegar svona er framkvæmt gegn vilja viðkomandi."

Það er allavega ljóst að það er ekki bara tilfinningasemi og rugl í þeim sem hefur misboðið þessi aðferð.  Ég ætla að vona að gerðar verði verklagsreglur sem koma í veg fyrir að brotið verði á fólki með viðlíka hætti í framtíðinni.

Eins gott.

 


mbl.is Konan beitt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gott!

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 09:05

2 identicon

Hef ekki vit á þessu, en mér finnst þetta hljóma undarlega.

Knús á þig Jenný mín, ég er búin að sitja sveitt og lesa og lesa. Vill nefnilega ekki missa af neinu sko ...


Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:22

3 identicon

að lögreglan skuli brjóta svona á fólki er skelfilegt, hvað gerir hún næst ??

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:23

4 identicon

Ölvunarakstur er dauðans alvara. Fólk sem stundar slíkt er með dómgreindarbresti sínum að setja líf samborgara sinna í stórhættu, og mér finnst allt í lagi að vernda "okkur hin" fyrir svona fólki. Eiginlega finnst mér að rökstuddur grunur um ölvunarakstur (eins og í þessu tilfelli) réttlæti svona aðferðir alveg. Við skulum ekki gleyma því að ef konan hefði haft hreinan skjöld hefði hún að sjálfsögðu léttilega getað afhent þvagprufu án vandamála, en ölæðið og ofsinn var slíkur að þetta reyndist nauðsynlegt. Gott hjá lögreglunni - hver veit nema þeir hafi bjargað mannslífi þarna?

Einar Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég get ekki hætt að verða hissa á fólki eins og þér Einar Aðalsteinsson, sem sér ekkert óeðlilegt við að brotið sé á mannhelgi fólks með þessum hætti.  Það er enginn að draga úr alvarleika ölvunaraksturs.  Spurningin er einfaldlega hversu langt má ganga í ofbeldi gegn fólki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2007 kl. 09:34

6 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Einar:  Það er dómara að skera úr um hvort svona aðferðir skuli notaðar, hvort tilefnið er nægilegt og með hvaða aðferðum, ef viðkomandi sakborningur samþykkir hana ekki.  Þarna var hægt að leita slíks úrskurðar.

Ekki veit ég hvað rökstyður það að uppsetning þvagleggsins hafi bjargað mannslífi.  Ég veit ekki til þess að nein hætta hafi stafað af konunni þegar sú ákvörðun var tekin og sú aðgerð hófst.  Hugleiðingar um það eru því fjarstæða því að akstri konunnar lauk áður en lögregla tók hana fyrst tali.  Hættan var þá þegar liðin hjá, varð enn minni við handtöku konunnar og engin þegar ákvörðun var tekin um uppsetningu þvagleggsins.

Hreiðar Eiríksson, 23.8.2007 kl. 09:34

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

En segjum að lögreglan hafi þessar heimildir en hér kemur svo fram að það að setja upp þvaglegg geti skaðað einstaklinginn....hvort gengur þá fyrir! Hér erum við með hagsmuni tveggja, annars vegar að manneskja getur hlotið skaða af aðferðum lögreglu sem eru heimiliaðar greinilega og svo höfum við lögregluna sem að þarf á þessu þvagsýni að halda! Hefði ekki verið eðlilegra að reyna að róa konuna niður, gefa henni róandi, láta hana sofa aðeins úr sér og síðan fá þetta blessaða þvagsýni??? Mér finnst það miklu eðlilegra og þegar á að framkvæma inngrip í líkama fólks hlýtur það alltaf að þurfa að fara fram við góðar aðstæður ekki þegar allt er í uppnámi og til þess fallið að eitthvað geti farð úrskeiðis og um leið skaðað!

Sunna Dóra Möller, 23.8.2007 kl. 11:26

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa, í Guðanna bænum farðu ekki að bætast í hóp þeirra sem hrópa "múgæsing" í hvert skipti sem einhverjum er misboðið.  Og það er mannréttindabrot að ráðast að fólki með þessum hætti.  Ef það er löglegt þá á að breyta því ekki seinna en strax.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2007 kl. 12:04

9 identicon

Hreiðar: sem nemandi í lögfræði átt þú að vita betur.

Hérna er það sem þú skrifaðir:  Það er dómara að skera úr um hvort svona aðferðir skuli notaðar, hvort tilefnið er nægilegt og með hvaða aðferðum, ef viðkomandi sakborningur samþykkir hana ekki.

Hérna er 2. mgr. 47. grein umferðarlaganna:

Lögreglan getur fært ökumann til rannsóknar á öndunar-, svita- og munnvatnssýni eða til blóð- og þvagrannsóknar ef ástæða er til að ætla að hann hafi brotið gegn ákvæðum 2. eða 4. mgr. 44. gr., 45. gr. eða 45. gr. a eða hann neitar lögreglunni um að gangast undir öndunarpróf eða láta í té svita- eða munnvatnssýni eða er ófær um það.

... Ökumanni er skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsókn skv. 2. mgr.

Einnig, telur þú það traustvekjandi lögfræðing sem hefur lýst því yfir að hann dragi orð lögreglu í efa ?  Á hverju ætlar hann að byggja málaflutning sinn ?

Fransman (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 12:15

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

The point is..... það skiptir engu helvítis máli hvort þetta voru löglegar aðgerðir að hálfu lögreglu eða ekki. Ef lögin segja að þetta sé í lagi þá á að breyta lögunum. Enginn var í hættu þegar aðskotahlut var troðið inn í konuna. Hún sat ekki undir stýri á þeim tímapunkti eins og gefur að skilja. Það hlýtur líka að ganga þvert á stefnu lækna og annars hjúkrunarfólks að taka þátt í svona. ölvunarakstur er svívirða (spurning hvort einhver hafi séð mjög svo sjokkerandi Oprah þátt í gær) og það er enginn að mæla gjörðum konunnar bót. Getið þið ekki skilið það!!!!???

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 13:16

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna mín, borin von.  Sumir geta hvorki né vilja skilja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2007 kl. 13:31

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auli

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2007 kl. 13:38

13 Smámynd: Garún

Frábær rök að segja að með þessu hafi lögreglan bjargað einhverjum...Staðreyndin er sú að lögreglan hugsanlega bjargaði einhverjum með því að stöðva konuna.  Lögreglan bjargaði hugsanlega ekki neinum nema að setja konuna í hættu þegar þeir tróðu uppí hana þvaglegg.   Eruð þið að segja sem sagt, einar og aðrir að ef að lögreglan hefði ekki sett þvaglegg í konuna þá hefði hún haldið áfram að keyra og hugsanlega drepið einhver.  Og það að konan hafi verið með ofstæki og dónaskap og brjálaða hegðun leyfir ekki að komið sé framm við hana eins og dýr.  Það í raun segir manni að það er eitthvað að hjá þessari konu og mér finnst að það hefði verið hægt að höndla þetta öðruvísi.  En það að segja að með því að setja þvaglegg í konuna hafi í raun bjargað nokkrum mannslífum hugsanlega er hálvitalegt.  Það að hún var STÖÐVUÐ bjargaði hugsanlega mannlífum en ekki niðurlæging hennar.

Garún, 23.8.2007 kl. 14:31

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....hefði hún ekki pissað á endanum?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband