Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
"ÞVAGLEGGSMÁLIÐ" - UPPFÆRSLA
Þar sem kommentakerfið hefur nánast brunnið yfir hjá mér við færsluna um konuna sem lögreglan í samráði við lækni og hjúkrunarfræðing, settu upp þvaglegg hjá, gegn vilja konunnar langar mig til að bæta við eftirfarandi:
Flestir hafa væntanlega séð fréttir RÚV í kvöld en þar var talað við yfirlækni Slysadeildar Landspítala. Hann sagðist vera nær viss um að svona neyðargjörð hefði ekki verið ástunduð á sinni deild.
Hann sagði líka að skylda lækna væri fyrst og fremst að lækna sjúklinga og að hann myndi ekki taka þátt í svona aðgerð, nema að viðkomandi væri sviptur sjálfræði fyrst og þá svæfður.
Þetta er nákvæmlega það sem málið snýst um. Það er ekki hægt að vaða að fólki og gera á því inngrip, án samþykkis bara vegna þess að löggan vill fá þvagprufu. Ekki að ég sé að draga úr þörfinni á að vinna gegn ölvunarakstri, það eru bara almenn mannréttindi sem verður að hafa í heiðri.
Sá líka "The Sheriff" úr Árborg í fréttunum. Honum fannst þetta auðvitað fullkomlega réttlætanleg gjörð.
Iss
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hef ekki tjáð mig fyrr um þetta mál, en það liggur í augum uppi að þetta er siðlaus, ef ekki ólöglegur gjörningur.
Þröstur Unnar, 21.8.2007 kl. 19:59
Já það er alveg með ólíkindum hvað hann lætur út úr sér þessi sýslumaður á Selfossi. Svona aðgerða er aldrei réttlætanleg og er ég sammála Ófeigi Þorgeirssyni yfirlækni á slysadeild að því leiti að það ætti ekki að vera hlutverk lækna að standa í svona aðgerðum. Mér finnst það einnig á mjög gráu svæði að svipta fólk sjálfræði og svæfa til þess að koma þvaglegg í fólk til þess að sanna ölvunarakstur. það eina rétta í þeirri stöðu sem þarna kom upp var til að byrja með að láta konuna sofa úr sér og síðan að reyna að tala hana til þess að gangast undir blóðprufu.
jrj (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:02
Hvaða bull er þetta? Á að kosta til svæfingalækni með öllum þeim tækjum og tólum sem til þurfa bara vegna þess að óskammfeilinn kona, greynilega gersneydd allri virðingu fyrir lögum og reglum, neitar að pissa í glas? Hver stefnir þessi þjóð? Allir sífellt að hamra á réttindum sínum en gleyma því að við höfum líka samfélagslegum SKILDUM að gegna, og þar með að hlýta lögum og reglum, og geri maður það ekki, verður að beygja sig undir gildandi viðurlög.
Sigga l (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:03
Ömurleg aðgerð. Alltaf partí á blogginu hjá Jenný. AÐ KEYRA FULLUR ER ÓAFSAKANLEGT. Ef þetta er refsingin hugsa sig margir um áður en þeir setjast undir stýri. Mæli með edrú akstri.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:16
Ef þetta er það sem þarf til að framfylgja lögum, verður svo að vera. Þessa aðferðarfræði mætti kannske heimfæra upp á miðbæjarrotturnar.
Þórbergur Torfason, 21.8.2007 kl. 20:27
Hefði ekki nægt að taka blóðprufu hjá konunni? Hvað er málið með að vaða í kjallarann?
krossgata, 21.8.2007 kl. 20:43
Ég get ekki ímyndað mér að þetta standist lög nema viðkomandi sé sviptur sjálfræði! Mér finnst málið snúast um það hvort þetta er löglegt eða ekki.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:45
Ja, stelpa. Maður bregður sér yfir heiðina og þú gerir allt vitlaust á blogginu mín bara í stuði. Aldeilis að heimur missti sig. Ertu ekki annars bara hress?? mér sýnist að þú verður á toppnum á vinsældalistanum eftir þetta mega piss mál hafðu það gott snúlla mín og kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 21:33
Ég er komin með krónískan herping í andlitið af pirringi! Hvað er að fólki sem sér ekki hvað er að þessu? Hvað er að sýslumanninum þarna fyrir austan?
Heiða B. Heiðars, 21.8.2007 kl. 21:35
Jóna Á. Gísladóttir, 21.8.2007 kl. 21:35
Ég er ekki sammála lækninum að það sé í lagi að svipta einstakling sjálfræði og svæfa hann gegn vilja sínum vegna þess að hann vill ekki láta taka úr sér þvagsýni. Ég hefði haldið að sjálfræðissvipting væri stærra mál en svo að ákvörðun um hana sé tekin við þessar aðstæður.
Samt er það gott mál hjá sýslumanninum að taka ölvunarakstur föstum tökum og mér fannst rök hans um að manneskjan hefði með framferði sínu gert það að verkum að aðrir einstaklingar yrðu lamaðir og háðir þvaglegg um aldur og ævi hitta í mark en það afsakar samt ekki hegðun lögreglunnar í máli þessarar konu.
Löggan hlýtur samt að þurfa sönnunargagn svo hægt sé að gefa út ákæru í málinu en af hverju var ekki bara tekin blóðprufa? Örugglega minna mál að taka blóðprufu heldur en þvagsýni úr einstaklingi sem sýnir mótþróa.
Björg K. Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 22:06
Mér er spurn, má lögreglan gera það sem læknar mega ekki gera?
Ég lenti sjálf eitt sinn í grófu dæmi. Ég fór til venjulegs heimilislæknis vegna verkja í kvið.
Læknirinn sagði mér að klæða mig úr ytri buxunum og leggjast upp á bekk, hann ætlaði að þreifa kviðinn, sagði hann.
Skyndilega dró hann niður um mig nærbuxurnar þar sem ég la´þarna á bekknum, ´Ég ætla aðeins að athuga'., sagði hann og stakk tveim fingrum upp í mitt allra heilagasta .
Mér brá svo mikið að ég gat ekki mótmælt, þó vaníðanin helltist yfir mig.,
Þegar ég svo kom heim var ég orðin óskaplega reið og fannst ég hafa verið niðurlægð á grófasta máta, svo ég kærði lækninn til Landlæknisembættisins, fyrir kynferðislega áreitni.
Læknirinn var ekki kvensjúkdómalæknir og ég bað hann ekki um þessa skoðun fyrir neðan lífbein, né það fáheyrða tiltæki, að klæða mig sjálfur úr nærbuxunum.
Þegar kona er skoðuð að eigin ósk hjá kvensjúkómalækni eða heimilislækni, eða ef settur er upp þvagleggur hjá henni t.d. við blöðruspeglun , fær hún að afklæða sig sjálf á bak við tjald og koma síðan fram til læknisins með lak sveipað utan um mjaðmirnar. Læknirinn fjarlægir síðan lakið þegar hann byrjar skoðunina eða aðgerðina. Hjúkrunarfræðingur á einnig að vera viðstaddur skoðunina á konunni.
Vegna þessara atriða getur konan haldið virðingu sinni.
Þetta eru sjálfsögð mannréttindi kvenna og það er ekkert sem
réttlætir mannréttindabrot á einni eða neinni manneskju, jafnvel
þó að hún sé grunuð um lögbrot og á þessari umræddu konu var
framið mannréttindabrot, sem að sjálfsögðu er lögbrot og það var
gert af sjálfri lögreglunni.
Hvað myndi Mammréttindadómstóllinn segja um þetta mál konunnar?
Læknirinn sem ég kærði fékk að sjálfsögðu áminningu í starfi. Samt er ég enn öskureið út í hann og finnst hann í hæsta máta ógeðslegur.
Svava frá Strandbergi , 21.8.2007 kl. 22:54
ÆI þú ert draumur í dós ljósið mitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2007 kl. 23:10
Málið er ekki dautt. Þið löffar getið skilgreint ykkur blá í framan en þetta er ekki líðandi.
Fyrirsögnin er einföld. Framhald á færslu hér fyrir neðan. DÖ þarf að klippa allt út í pappa fyrir fólk?
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 00:28
Gelgja
Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 00:50
Ein ágæt regla sem hægt væri að nota í svona tilfelli er e.t.v. eitthvað á þessa leið:
Það er refsivert að hindra framgang réttvísinnar.
Til þess að sannreyna ölvunar/fíkniefna akstur þarf að afla líffræðilegra sönnunargagna. Neiti grunaður lögreglu um slíkt sýni ber að líta á það sem viðurkenningu sektar og dæma skal grunaða til hæstu refsingar fyrir tiltækið, þar sem ekki er hægt að meta magn efna eða önnur atriði sem koma kynnu til álita til að beita vægari refsingu (þ.e. t.d. styttri ökuleyfissviptingu eða lægri sekt). Þannig að fólki er þá jú í sjálfsvald sett hvort það leyfir sýnatöku eða ekki ef það er grunað um akstur undir áhrifum, en það hefur afleiðingar í för með sér að neita slíku. Ef sá grunaði er sannfærður um eigið sakleysi, er þá nokkuð mál að pissa í glasið, eða láta í té blóðdropa?
Er einhver með link á umfjöllun Daggar Páls sem vísað er í hér að ofan?
Karl Ólafsson, 22.8.2007 kl. 00:51
Karl. Hér kemur það
http://doggpals.blog.is/blog/doggpals/
Jenný
Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 01:44
Tilvitnun tekið af ruddar.com :
" En já, endrum og eins, í hita leiksins, gleyma hinir ágætu lögregluþjónar, að helmingur starfsheitis þeirra er ÞJÓNN, og ég léti aldrei þjón á neinum stað garga á mig."
Ester Júlía, 22.8.2007 kl. 09:26
Ég er algjörlega sammála því sem Karl Ólafson kemur inn á hér að framan. Auðvitað hefur lögreglan völd og á að fara eftir þeim. Eeeen spurningin snýst um framkvæmda- og aðferðafræðina þ.e.a.s. er ekkert saknæmt, eða þá siðlaust að lögreglan taki þátt í þvingunaraðgerðum með lækni og hjúkrunarfræðingi og eða lífeindafræðingi við framkvæmd sýnatökunnar á þennan hátt. Kynfæri fólks eru heilög mörgum og á ekki að mér finnst að krapla í þeim nema með samþykki viðkomandi eða þá að gera viðkomandi grein fyrir svæfingarmöguleikanum til sýnatöku. Þetta þarf alltént að endurskoða.
Prófið að snúa dæminu við. Lögreglan handtekur karl og hann neitar öllu og er með dólgslæti. Tver lögregluþjónar voru fengnir til að halda karlinum niðri meðan læknir og hjúkrunarfr. tóku þvagsýni með þvaglegg. Og svo er hægt að ímynda sér að þeir sem framkvæmdu og aðstoðuðu hafi verið tveir karlmenn og tvær konur.
Edda Agnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.