Sunnudagur, 19. ágúst 2007
MÓÐIR Í VANDRÆÐUM
Það talaði við mig kona í dag, sem ég þekki ekki mikið reyndar, en hún var að ræða við mig um dóttur sína, 13 ára, sem hún þurfti að sækja ofan í miðbæ í gær, nær dauða en lífi úr drykkju. Móðirin telur að stúlkan hafi ekki drukkið áður, enda ekki fengið að fara mikið út á lífið, af skiljanlegum ástæðum, en hún varð 13 ára í vor.
Konan sagðist hafa þurft að taka á honum stóra sínum í allt sumar, því dóttirin vildi og ætlaði á Þjóðhátíð. Það endaði með að hún gerði málamiðlun við dóttur sína um að hún fengi að fara í bæinn á Menningarnótt, en færi með fjölskyldunni í sumarbústað um verslunarmannahelgina.
Til að gera langa sögu stutta þá þurftu foreldrar stúlkunnar að ná í hana niður í bæ. Hún var búin að æla lifur og lungum, pissa á sig, var skjálfandi úr kulda og ekki hægt að ræða við hana fyrr en í morgun. Hún man ekkert frá kvöldinu sem hún var búin að bíða svo spennt eftir. Stúlkan drakk bjór og landa.
Mamman er hrædd við að setja mörk. Hún reynir að gera málamiðlanir í staðinn. Við urðum sammála um að í svona málum yrði að vera á hreinu, hver væri barnið og hver bæri ábyrgðina.
Eru foreldrar alltaf jafn hræddir við að segja nei? Ég man að ég átti erfitt með mig oft á tíðum þegar stelpurnar mínar voru unglingar. En mig minnir að það hafi oftar en ekki tekist hjá okkur að standa föst á okkar. En það var erfitt. Hver kannast, t.d., ekki við frasann; af hverju má ég aldrei neitt, allir hinir fá?
Ég hrósa allavega happi yfir því að stelpurnar mínar eru komnar til manns og vel það.
Ég var beðin um að koma þessu á framfæri á blogginu.
Það er hér með gert.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jæts. og ég er ekki einu sinni komin í þennan pakka.
Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2007 kl. 20:32
Við verðum að muna að segja NEI, það erum við sem ráðum núna og því stífari sem við erum því betur gengur þetta, oftast. Rálegðu konunni að vera hörð, engar málamiðlanir, barnið er einfaldlega of ung í djamm og bæjarferðir að kvöldi til. Standa fastur á sínu.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2007 kl. 20:45
Þegar krakkarnir segja "allir hinir mega, af hverju ekki ég?" þá verða foreldrar að taka sig saman og talast við hvor aðra því yfirlett leika þau öll sama leikinn.
Foreldrar bera ÁBYRGÐ á börnunum sínum og verða því að taka ákvarðanir í samræmi við það!
Eva Þorsteinsdóttir, 19.8.2007 kl. 20:51
Tek undir með Ásdísi hérna - eitt mikilvægasta hlutverk okkar sem foreldra er að krakkakrílin lítil sem stór læri að segja NEI, og engar málamiðlanir.
Marta B Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 21:07
Helvítis vináttusamkeppnin er það sem er að gera út af við unglingana okkar! Fólk er svo upptekið af því að rembast við að vera "vinsæl" og gleyma að vera foreldrar!
Heiða B. Heiðars, 19.8.2007 kl. 21:32
Það var nú það sem ég sagði við konuna Heiða. Þetta með að það dygði ekki að vera í vindældarhjakki gagnvart börnunum sínum. Aðrir verða að vera í því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 21:33
Úff...ég á upprennandi unglinga...og að vísu einn 18 ára sem er ágætur alveg..
Brynja Hjaltadóttir, 19.8.2007 kl. 21:36
Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2007 kl. 21:43
Ég hef verið ein af þessum mömmum sem kaupi aldrei þetta „allir mega“. Ég hef þá einfaldlega haft samband við svona tvær, þrjár mömmur og kemst þá yfirleitt að því að krakkarnir hafa ekki verið búnir að spyrja sína foreldra heldur bara sagt við mína að þau megi örugglega fara. Ég hef alltaf sett prinsíppreglur og ekki gefið þær eftir, það hefur stundum tekið á, en ég hef lagt áherslu á að ræða málin, ekki segja bara nei. Og ég hef verið svo lánsöm að dætur mínar hafa farið sáttar við stöðuna frá því borði.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 22:26
Það eru ekki ófáir unglingarnir sem ég hef hitt í starfi mínu sem félagsráðgjafi sem gjarnan hefði viljað vera án erfiðrar lífsreynslu sem þau mörg hver lentu í ung og undir áhrifum. Ég sjálf er í þessu hlutverki að setja 15 ára dóttur minni mörk - og er auðvitað ekki alltaf vinsæl. Við getum auðvitað ekki komið í veg fyrir alla hluti en við verðum að reyna og vera óhrædd við að setja mörk.
Ég hef heyrt ungt fólk segja segja "það er eins og þeim hafi verið alveg sama um mig - ég mátti allt" - Það eru líklega ekki þau skilaboð sem við viljum senda börnunum okkar?
Valgerður Halldórsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:45
Ég man eftir létti í röddum dætra minna, stundum þegar þær fengu ekki að fara út, þegar þær sögðu vinunum að mamma eða pabbi segðu nei. Eins og þær væru dauðfengnar að ómakið væri tekið af þeim.
Mörk eru nauðsynleg. Þau veita einfaldlega öryggi og eru góð æfing fyrir framtíðina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 22:55
Það má líka benda unglingnum á að þó allir hinir megi þá bara búi hann/hún ekki á þeim heimilum og foreldrar hinna stjórni ekki ákvörðunum á okkar heimili. Það eru alltaf einhverjir sem mega eða þurfa ekki leyfi, en meiri hlutinn er með reglur. Við mæðgurnar sluppum ágætlega í gegnum hennar gelgju með miklum samræðum, stundum allháværum. Nú er erfðaprinsinn orðinn tán..... Ljúflingur enn sem komið er. Hjúkkit mar.
krossgata, 19.8.2007 kl. 22:56
ég mátti allt þegar ég var táningur og fannst það fínt, en gæti alveg verið án nokkurra mínútna í lífi mínu. ég samt gæti ekki hugsað mér að leyfa táningi þetta í dag miðað við hvernig heimurinn er orðinn.
Rebbý, 19.8.2007 kl. 23:51
Ég er ógisslega leiðinleg og hef fengið að heyra það en það snertir mig ekki persónulega. Ég refsa t.a.m. fyrir brot á útivistarreglum með útgöngubanni. Maður þarf hinsvegar að geta treyst krökkunum og því miður þarf að prófa sig áfram í því verkefni. Ég hef heyrt svipaðar sögur og jafnvel verri en þessa frá foreldrum sem ég get ekki alveg talað um hér. Foreldrasamstarf er mjög mikilvægt en því miður eru margir foreldrar ekki á sama máli og maður sjálfur og jafnvel ekki treystandi.
Laufey Ólafsdóttir, 19.8.2007 kl. 23:53
Snýst þetta ekki alltaf um okkar eigið sjálf? Það er hægt að vera á allskonar fylleríum í lífinu stundum komumst við af með eitt eða nokkur og áttum okkur en hjá öðrum þarf dáldið mörg til að finna sannleikann.
Edda Agnarsdóttir, 20.8.2007 kl. 00:17
Iss ég set upp merkimiðann leiðinlegasta og erfiðasta mamma fram að 18 ára aldri..eftir það eru mín börn sjálfráða til að rústa lífi sínu ef þeim sýnist svo. En fram að þeim aldri er ég gjörsamlega ömurlega leiðinleg og ströng Mamma. Segi við þau....meðan þú ert á mína ábyrgð stend ég mína plikt.....og hef samband við mömmur allar hinna sem mega allt. Þá kemur nú oftast annar sannleikur í ljós. Þetta er samt þrautarganga sem ég er að byrja að ganga í annað sinn..búin að koma tveimur í gegn..tvö eftir. Og er ekki alveg róleg....meira en að segja það að fylgja ungviðinu sínu eftir í gegnum ungdómsárin. Og ég sem hef það sem áhugamál núna að fara snemma að sofa. Hjálp!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 00:40
Við sem erum foreldrar setjum mörkin. Allavega ætti það að vera þannig. Margir foreldrar eru svo uppteknir af því að fá viðurkenningu barna sinna og að þau halda virðingu með því að leifa þeim allt og fara ekki eftir neinum reglum. Það virkar ekki þannig. Barn (unglingur) ber virðingu fyrir foreldri sem setur mörk og fer eftir reglum. Svo erum við ekki vinir barna okkar. Við erum uppalendur og ábyrðamenn. Og svo þegar krílin verða fullorðin þá er vinátta og virðing til staðar.Ef við setjum mörk. Svo eru þeir sem eignast hund hvattir til að fara á námskeið til að læra að setja hundinum mörk. En með réttu ætti að skikka alla nýbakaða foreldra á uppeldisnámskeið.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.