Leita í fréttum mbl.is

SPEGLASLAGUR Á HEIMILINU - NEI TAKK

1

Ég ætla að vona að ég þurfi aldrei að slást um snyrtibudduna og spegilinn á mínu heimili.  Ef húsbandið fer að mála sig er einokun minni á besta speglinum lokið.  

Á mínu heimili er bara pláss fyrir eina prímadonnu.

Annars er annar skásonurinn og rokkarinn, alltaf með svört strik í kringum augun.  

Nokkuð töff strákurinn. 

Light my fire!

Úje

 

 


mbl.is Karlmenn eyða meira í snyrtivörur en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég býst nú við að þú sért lögst út á lífið í blíðunni, njóttu dagsins með fjölskyldunni. Passaðu þig samt á menningunni og komdu heil heim. ÉG er að berjast við flensu frænku og ætla að tækla hana yfir helgina. Knús í bæinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2007 kl. 13:39

2 Smámynd: Garún

Ég málaði mig einu sinni og fór niðrí bæ, rosa sæt að mínu mati....en nei nei nokkrir strákar kölluðu á eftir mér "hommi" ég ignoraði það bara þangað til á næsta horni þá sagði einhver "sko sjáðu dragdrottningarnar okkar eru bara ekki eins flottar, sjáðu þennan t.d."   Ég fór heim spúlaði úr andlitinu á mér og sagði við Guðbjörgu að ég yrði bara héðan í frá að vera falleg að innan.  

Garún, 18.8.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Garún fóralveg með það! Ég kemst aldrei í spegilinn á mínu heimili. Alltaf unglingur í honum. Þetta skýrir útganginn á mér flesta daga

Laufey Ólafsdóttir, 18.8.2007 kl. 14:50

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

speglar upp um alla veggi hér. Það eykur bara á þunglyndið...

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2007 kl. 15:00

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún alltaf góð.  Jóna mín maður verður að hlú að þunglyndinu.  Fara með það eins og ungabarn.  Þess vegna allir þessir speglar.  Muhahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 15:19

6 identicon

Vonandi hefur þú fengið smáspeis við spegilinn áður en þú ferð að spóka þig í menningunni, hvað þú ert líklega að gera í þessum töluðu orðum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 15:30

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Spegil  er bara af  hinu góða er það ekki.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.8.2007 kl. 15:30

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ó nei Annna mín, stundum ganga hlutirnir ekki eftir.  Er í þessum töluðu orðum að reykja sígó, og var að skella inn færsu, er að rífa mig upp á rassinum og halda áfram að þrífa.  Hví ég ekki í menningu? Jú blóðleysið gerði það að verkum að ég er eins og aumingi til orkunnar.  GMG.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 15:43

9 Smámynd: Rebbý

spegill, spegill ..... tala reglulega við minn og skamma hann fyrir hreinskilnina , var bent á það nýlega að þetta væri eina heimilið í bænum þar sem aðeins einn spegill væri svo ég tók mig til og keypti annan og geymi lokaðan inn í skáp svo hann trufli mig sem sjaldnast.

Rebbý, 18.8.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.