Leita í fréttum mbl.is

Á MORGUN ER ÞAÐ JÓMFRÚIN

1

Á morgun ætla ég að fara á Jómfrúna og hlusta á djass.  Ég ætla líka að hitta vinkonu mína (eða binkonu eins og Jenny Una segir).  Mér er sagt að það verði gott veður á morgun, eins gott því ég ætla ekki að sitja með hárið út í allar áttir eltandi sígarettuna mína í kulda og trekk. 

Pabbi hennar Jenny Unu, hann Erik Quick er að spila og auðvitað fer maður og hlustar á sitt fólk.  Jenny kemur líka og hún ætlar svo að koma heim með ömmunni og gista.  Foreldrarnir eru nefnilega að fara út að borða annað kvöld.

Í gær þrykkti Jenny bókinni sem hún hélt á í gólfið (ekkert frek sko, bara með smá skap svona) og pabbi hennar sagði við mömmu hennar lágum rómi: "Sjáðu svipinn á þeirri stuttu, hún er með samviskubit" (yfir að hafa hent bókinni sko).  Þá gall við í hinu ofurskýra og ákveðna barni sem er greinilega með eyrun í fínu standi: "É´r ekki samiskubit, ég er Jenny Una Eriksdóttir!!

En segið mér eitt. er nokkuð búið að banna reykingar utanhúss í miðbænum?

I´m just wondering!

Úje

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ertu að kvarta yfir roki já .... hér er fellibylatímabil skal ég sko segja þér!

Börn fá ekki samviskubit .... þau búa það bara til hjá foreldrunum ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 18.8.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Sæt litla skvísan!

Eva Þorsteinsdóttir, 18.8.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það fer alveg að líða að utanhússbanni, held ég. Saklausu fólki gæti örgla dottið í hug að fara að reykja þegar það sér kúl reykingamenn norpa úti í kulda og trekki í vetur með sígrettuna. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.8.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þó það nú væri að maður færi ekki að skipta um nafn

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2007 kl. 00:10

5 Smámynd: krossgata

Snjallt barn.  Mér sýnist stefna í heilbrigðisvanda í heilbrigðiskerfinu þegar starfsfólk þarf að fara í öllum veðrum og vaða snjóinn í axlir langar leiðir til að reykja.

krossgata, 18.8.2007 kl. 00:11

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Krúttið, góða skemmtun á morgun

Bjarndís Helena Mitchell, 18.8.2007 kl. 00:28

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég vona að það verði engin Stuðmaður á Jómfrúnni á morgun - því þeir eða hann verður hakkaður í spað.

Annars góða skemmtun Jenný min og hafðu það gott með krúsindúllunni þinni!

Edda Agnarsdóttir, 18.8.2007 kl. 01:24

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Verður þú á Jónkunni Edda?  Þá hittumst við.  Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 01:39

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Aldrei að vita nema mar líti við - annars er svo rosalega margt í boði! Góða nótt.

Edda Agnarsdóttir, 18.8.2007 kl. 01:56

10 identicon

Nú, ég hélt þú myndir kannski bjóða þig fram sem staðgengil fyrir mig á Miklatúni annað kvöld, ætlarðu svo bara að vera í einhverju ömmustandi??? (ísmááfallikarl)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 01:59

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vel að vera með Jenny Unu fram yfir flest Anna mín.  Svona er ég listræn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 02:09

12 Smámynd: HAKMO

hihi ákveðin ung dama. Ég vona að mín börn verði þannig . Kannski sjáumst við á morgun , ætla að kíkja á einhverja tónleika.Knús, mér finnst þú æðisleg

HAKMO, 18.8.2007 kl. 03:16

13 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Jenný Una kemur alltaf meðbestu svörin! Sjáumst vonandi í bænum! ...og jú það má ann reykja úti! Vertu fegin að þeir fóru ekki að byggja yfir Laugaveginn. En sú vitleysa!

Laufey Ólafsdóttir, 18.8.2007 kl. 08:51

14 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

"Á morgun ætla ég að fara á Jómfrúna og hlusta á djass." FARA Á JÓMFRÚNA!!! Ég ætti að reyna að skrifa svona á mitt blogg. Ég yrði drepinn.  

Ingi Geir Hreinsson, 18.8.2007 kl. 09:58

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha Ingi Geir, ég fattaði ekki að þetta gæti lesist á þennan máta.  Svona er ég óggisla saklaus.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 11:48

16 Smámynd: Rebbý

ótrúlega saklaus kona með yndislega ákveðna ömmustelpu

Rebbý, 18.8.2007 kl. 12:13

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rebbý mín sbr. mína nýustu færslu þá er ég alltof saklaus. Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband