Leita í fréttum mbl.is

REYKINGABÖGG

 

Það er engu eirt.  Mette-Marit má ekki reykja í friði. Hún var staðin að, takið eftir, staðin að (eins og hún sé forstokkaður glæpon) reykingum í brúðkaupsveislu í sumar.  Norska krabbameinsfélagið hefur lýst miklum vonbrigðum með tíðindin.

Ok, reykingar eru óhollar, ég veit það.  Kannski á konan að ganga á undan með góðu fordæmi, af því hún er prinsessa og svona, en fyrir mig er ekki til sá kjaftur, á himni og jörð sem yrði mér fyrirmynd til að hætta að reykja.  Enginn mannlegur máttur nema ég sjálf yrði kveikjan að því.  Enda ætla ég að hætta á árs edrúafmælinu mínu í október.  Ef Óli og/eða Dorrit reyktu, gæti mér ekki staðið meira á sama.  Það væri einhverveginn ekki mitt mál og myndi ekki snerta mig fyrir fimm aura.  Kannski er þetta öðru vísi hjá þjóðum með konungsríki.  Það má vera.

Rosalega er erfitt þarna hjá þeim í Noregi, nú um stundir.  Kóngafólkið hagar sér bara eins og almúginn.  Nú Metta og svo englafrömuðurinn, sem var að opna skólann sinn.  Ves að vera með svona ófullkomið fólk, þrátt fyrir að það sé stútfullt af bláu blóði.

For your information, þá var ég reykjandi á meðan ég skrifaði þessa færslu.  Sko andlegur stuðningur við Mette-Marit.

God natt mina nordiska vänner.

Úje


mbl.is Mette-Marit krónprinsessa átalin fyrir reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ja men... Mette-Marit er snilli. Hún er áminning kóngafólks-aðdáenda að það fólk er ekkert öðruvísi en almúginn. Kónga-fólk er eðlilegt fólk, með almennar langanir og drauma og líka mannlega ósiði. Mette-Marit rúlar. For helvete.. kan folk ikke bare la være og tenke på sine egen saker....

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Áttu eld?

Heiða B. Heiðars, 17.8.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Skítlegt eðli alltaf í þessum Norsurum .... kunna ekki að meta reykingafólk ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 17.8.2007 kl. 00:27

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segðu Jóna!

Heiða: Já bæði gas og spýtur, vantar þig kúbein? Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 00:27

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já algjör fíbbl þarna í Noregi Eva munur en hér.  Djö... stofnum reykingaklúbb í vetur og gerum út bíl og keyrum um bæinn og fylgjumst með liðinu í nístingskuldanum, reyna að reykja í norðanhviðunum.  I love it.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 00:28

6 Smámynd: krossgata

og hugsa um eigin skammir... þú segir nokkuð.  Þessi læti, boð og bönn eru bara til að breiða yfir skítinn í sínu horni og draga athyglina frá beinagrindinni í skápnum.

Mér finnst þetta eitthvað svo krúttlegt nafn, Mette-Marit.  Kannski af því það minnir mig á fullkomnunina sjálfa Möttu-Maju Tande, sem ég las í drep í gamla daga.  Hún hefði nú aldrei reykt sú.

krossgata, 17.8.2007 kl. 00:29

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Oh krossgata hvað ég elskaði Möttu-Maju.  Matta-Maja dansar.  Vinkonan hét Lóló.  Almáttugur minn, nú sef ég ekki fyrir nostalgiu.  Matta-Maja átti heima í Bergen og þar var alltaf rigning.  DÆS

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 00:34

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Almáttugur! Ég segi það með þér! Hverjum er ekki sama þótt grey konan reyki! Þetta er nú meiri vitleysan.

Laufey Ólafsdóttir, 17.8.2007 kl. 00:46

9 Smámynd: krossgata

Svo stofnuðu þær nea-klúbbinn, seinna skotin í Kjartani Darra og mér fannst sem nafnið Kjartan Darri hlyti að vera draumanafn allra stráka. *fliss*

krossgata, 17.8.2007 kl. 00:48

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég á nóg af sígó.. engin sjoppuinnbrot nauðsynleg í kvöld þannig að ég á bara inni að fá kúbeinið ;)

Heiða B. Heiðars, 17.8.2007 kl. 00:58

11 Smámynd: krossgata

Jenný, búin að setja inn rauðlauksjukkuppskrift... bara í komment sko við húslega pistilinn minn.  Og nú fæ ég mér einn nagla fyrir svefninn Mette-Marit til heiðurs og í minningu Möttu-Maju.

krossgata, 17.8.2007 kl. 01:00

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða ég meinti til að brjótast inn hjá sjálfri þér kona.  Hélt þú værir komin aftur út á nærbuxunum. Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 01:23

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Smart ass!! 

Heiða B. Heiðars, 17.8.2007 kl. 03:06

14 identicon

Mette-Marit er nú bara sauðsvartur almúgi, ekki með dropa af bláu blóði sínum æðum og með fortíð úr eiturefnaheiminum.  Reykingar eru svo sem ekki það versta!

Inga (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 06:22

15 Smámynd: xena

merkilegt hvað það eru margir sem minnast á fortíð hennar í sambandi við þessa frétt! hvað kemur hún þessu máli við?

ég bjó útí Noregi þegar hún byrjaði að deita Haakon og allt ævintýrið sem því fylgdi, sannkallað öskubuskuævintýri. Mér finnst hún frábær og að einstæð móðir sem bjó í heimi fíkniefnadjöfulsins skuli hafa endað sem prinsessa segir nú bara ýmislegt um hennar karakter

xena, 17.8.2007 kl. 13:01

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Konan á alla mína aðdáun fyrir að hafa náð sér á strik frá sínum fíkniefnavanda.  En xena, að enda sem prinsessa er það alveg stórkostlega mikið sukksé?  Mér hefur nú ekki sýnst í gengum árin að mikil hamingja sé fólgin í því hvað þá heldur að það þurfi einhverja sérstaka hæfileika í djobbið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 14:37

17 Smámynd: xena

var svosem ekki að tala um hæfileika.. frekar allt fjaðrafokið sem gekk á þegar hún var að deita Haakon. Það var ekkert lítið áreiti sem hún varð fyrir! Bæði frá fjölmiðlum og fólkinu í landinu sem skiptist í tvo hópa; með og á móti. Tala nú ekki um þegar þau trúlofuðu sig. Allt úr hennar fortíð dregið uppá yfirborðið og ekki var pabbi hennar að hjálpa. Eins og ég nefndi að þá bjó ég þarna úti þegar allt þetta gekk á og ég dáðist að henni fyrir kjarkinn sem hún hafði og hvað hún var hreinskilin, margir hefðu gefist upp, það er það sem ég á við;)

xena, 17.8.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband