Leita í fréttum mbl.is

SUMARLOK OG ÓÐURINN TIL EBAY

1

Hjá mér er sumrinu lokið. Formlega.  Því lauk eftir verslunarmannahelgi.  Það sem kemur af hlýju og sólardögum eftir þann tíma er bónus og ekkert annað.  Það er komið hárbeittur kuldastingur í veðráttuna, þrátt fyrir að sólin skíni sem aldrei fyrr.  Einhver mótmæli?  Nei, ég hélt ekki.

Ég merki haustið á því hvernig fólk bloggar, þessa dagana.  Ég sjálf líka.  Alvarlegri málin eru að taka meira yfir.  Það er fleira að gerast í samfélaginu og sumardoðinn er að renna af fólki.  Auðvitað má alveg halda áfram að fíflast og hafa gaman, en samfélagið er að komast í eðlilega fúnksjón, smám saman.

Ég tek þessum tíma fagnandi.  Sumarið er frábært, að sjálfsögðu, en þegar það er búið þá er það búið og annað tekur við.  Ég nenni ekki að hanga yfir þessari árstíð á meðan hún er í dauðateygjunum.  Þetta er það góða við að búa við árstíðaskipti.  Alltaf einhvert nýtt tímabil að taka við.  Spennandi.

Nú er að bíða spennt, með regnhlífina, pollagallann og berjatínuna.  Eða þannig.  Halló haust.  Gaman að sjá þig.

P.s. fann þennan óð til Ebay í dag þegar ég var að hlusta á músik á netinu.  Alveg bráðskemmtileg parodía.  Hlustið endilega.

http://www.youtube.com/watch?v=cnS4NCMQFOI

Úje!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jams.....snjór, slabb, hálka.....stormviðvaranir....ofsaveður......skafa af bílnum klukkan 7.30 í skítakulda.....og aftur nokkrum tímum seinna........svo mikið frost að nefhárin frjósa saman og varaþurrkur .... Ég er líka að drepast úr spennu !

Sunna Dóra Möller, 16.8.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: krossgata

Búið!!!!  Ég er að fara í sumarfrí eftir vinnu á morgun!!!!  Nei takk hér verður sumar fram í miðjan september  *móðursýkis-kall* ............ nema ég breyti í haustfrí.

krossgata, 16.8.2007 kl. 22:04

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Nei Sunna það er á veturna, haustið er allt önnur Ella, besti tími ársins að mínu mati.

Þröstur Unnar, 16.8.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

æi...mér finnst þetta renna allt saman í eitt......maður þarf alla vega að byrja að skafa svona frost af bílum .... og svo er líka oft leiðinlegt veður þannig að alla vega tvennt var rétt hjá mér og á við haustið sko.........annars er ég vor og sumar manneskja...þegar allt rís upp úr dvala og lifnar við, ég er minna fyrir það þegar allt leggst í dvala og sofnar!!

Sunna Dóra Möller, 16.8.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Ester Júlía

" Ég nenni ekki að hanga yfir þessari árstíð á meðan hún er í dauðateygjunum. " Frábærlega orðað hjá þér!!! Nákvæmlega eins og mér líður!  Núna er maður bara að bíða og bíða eftir næstu árstíð.  Snillingur þú

Ester Júlía, 16.8.2007 kl. 22:13

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sumrinu mínu lauk þegar ég fann kuldann úti í fyrrinótt... á naríunum:) En það er allt í lagi... haustið er svo frábært

Heiða B. Heiðars, 16.8.2007 kl. 23:06

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis að mín hefur verið duglega í dag að blogga, eins og fyrri daginn. Hjá mér er sumar/haust, sat úti á svölum áðan á bolnum og ferlega heitt. Knús til þín sem á að duga til morguns.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 23:10

8 identicon

Það liggur við að ég nái í ullarsokkana mína og flíspeysuna við að lesa þetta hjá þér.  Ég er að flytja í hús með heitum potti og ég ætla sko ekkert að kveðja sumarið strax .. HNUSS

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 23:18

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss þið eigið að læra að njóta vetursins stelpur.  Sjáið Heiðu hún fer út á nærbuxunum á kvöldin.  Fólk verður að kunna að búa hér.  Það er vetur helminginn af árinu.  Kommon.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 23:21

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 þessi segir að sumrinu sé ekki lokið

Jóna Á. Gísladóttir, 16.8.2007 kl. 23:22

11 Smámynd: Elín Arnar

Haustið er skemmtileagast finnst mér!!! Þá hættir sumarstarfsfólkið sem veit ekkert hvað það er að segja og sérfræðingarnir taka við. Allt verður eins og það á að vera.

Elín Arnar, 16.8.2007 kl. 23:23

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elsku Jenný þú er frábær dúllan mín takk fyrir kommentið í  sem þú gafst mér.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2007 kl. 23:40

13 Smámynd: Rebbý

haha Elín, rétta viðhorfið Mér finnst æðislegt að fá haustið, þá bæði kemur afmælið mitt og kertaljósin koma sterkt inn á kvöldin ... er þessi rómó týpa þó það sé rómantík með sjálfri mér

Rebbý, 17.8.2007 kl. 00:23

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það var einhver ferlega sár hérna í kommentakerfinu um daginn þegar ég var að amast við Sumarliðunum á Mogganum.  Vildi meina að þetta væri pjúra óréttlæti að vera að ráðast á afleysingafólk.  Viðkomandi hefur EKKI séð stjörnuspár Moggans í sumar.  OMG (skelfingarkall).

Rebbý: Ég er klisjukennd ég veit það "En ég vildi að það væru alltaf Jól"

Kristín Katla:  Ekkert að þakka dúllan mín.

Jóna:  Ég tek nú ekki mikið mark á tollaranum, snarlyginn eins og hann er.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 00:26

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er ekki þessi vetrartýpa, enda orðin veik. Hóst. Ég ætla aftur upp í rúm

Laufey Ólafsdóttir, 17.8.2007 kl. 00:54

16 identicon

Þú er flink að finna ýmislegt skemmtilegt til að dreifa - það kemur eitt og annað upp í hugann við að horfa og hlusta - takk kærlega. - Haustið "mitt" byrjar 20. ágúst, ekki fyrr. Þannig að nú er mjööög stutt eftir af sumrinu. Ég er alveg sammála þér að haustið er fullt af sjarma og notalegheitum: Þetta klassíska, við t.d. kveikjum á kertum, prjónum okkur ullarsokka fyrir veturinn, horfum á norðurljósin, o.fl., o.fl.

KL (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986780

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.