Leita í fréttum mbl.is

FARA FIMMTÁN ÁRA BÖRN Í FANGELSI Á ÍSLANDI??

Nú er ég í sjokki og aldeilis bit.  Ég fylgist greinilega ekki með.  Í viðtengdri frétt stendur að fimmtán ára gamall síbrotapiltur hafi verið dæmdur í Héraðsdómi í 2-1/2 árs fangelsi.  Ég er búin að skanna fréttina og þar stendur fangelsi, ekki uppeldisstofnun. 

Ekki misskilja mig, pilturinn hefur framið alvarlega ofbeldisglæpi, auk brota á öðrum hegningarlögum en ég hélt satt best að segja að börn á Íslandi væru ekki dæmd í fangelsi.  Mér finnst það svo út úr kortinu. 

Þarna er barn sem á við verulega örðugleika að stríða og auðvitað þarf hann aðstoð og að sjálfsögðu á hann að hljóta refsingu fyrir brot sín.  Í samræmi við aldur.

Nú spyr ég eins og bjáni, er mikið af krökkum undir lögaldri á Litla-Hrauni og ef ekki hvar eru börnin fangelsuð á Íslandi?

I know I´m clueless

Úje


mbl.is Fimmtán ára síbrotapiltur dæmdur í 2 ½ árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er sama batterí og þú minnist á í færslunni á undan. Geðheilbrigðisþjónustuna vantar peninga. Undir þeim geira á því miður þetta barn að vera undir. Þetta er þjóðinni til skammar. á sama tíma er verið að opna sendiráð út um víðan völl. Held við ættum að huga að heimamálum áður en haldið er út fyrir landsteinana til að líta vel út í augum the rest of the world.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.8.2007 kl. 19:49

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki minnast á sendiráð og alveg sérstaklega ekki ný sendiráð við mig, ég verð brjáluð og hættuleg umhverfinu.  ARG og allur hinn óþarfinn sem verið er að henda peningum í en það eru aldrei nægir peningar til að gera almennilega við veikt fólk, eldri borgara, börn og ungmenni.  Djö.. sem ég verð pirruð.  Loveuanyway.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Var einmitt að pæla í þessu! Hann telst vera barn til 18 ára aldurs og yrði lagður inn á Barnaspítala Hringsins ef hann veiktist! Hvað er í gangi? Hann hlýtur að fara á viðeigandi stofnun, ef hún er til, hann hefur ekkert að gera í fangelsi með fullorðnum mönnum. Ég er í sjokki.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.8.2007 kl. 19:57

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vildi gjarnan fá úr þessu skorið, hvort það sé raunin að það megi fangelsa svona ung börn.  Er kannski til barnafangelsi sem ég hef ekki heyrt um?  Djö viðbjóður er þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 20:01

5 Smámynd: Ragnheiður

Það er ekki til nein stofnun fyrir hann...been there done that. Hann fer annaðhvort á Kvíabryggju eða í kvennafangelsið í Kópavogi...

Minn var vistaður á Litla Hrauni fyrir 18 ára aldur, mér var ekki skemmt. Þar lærði hann helling sem hann hafði ekkert við að gera

Ragnheiður , 16.8.2007 kl. 20:06

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég segi nú bara að ég megi skammast mín fyrir að vita ekki meira um þessi mál.  Svo þykist maður vera rosa meðvitaður.  ARG.  Ég vil ekki að börn séu fangelsuð.  Það er ómannúðlegt og okkur til skammar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 20:11

7 identicon

Ég segi bara - arrrggg - hvernig var það,vorum við ekki að hneykslast á BNA-mönnum fyrir meðferðina á Aron Pálma??

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 20:22

8 Smámynd: Ragnheiður

Minn draumur er að hér verði sérstök úrræði fyrir þessa krakka sem eru á glapstigum. Aðrir Stuðlar sem er meira skiptir, ekki blanda saman hegðunarerfiðleikum og neyslu.

Fyrir þau sem halda áfram á vábraut verður að vera til svipað skipt fangelsi.

Ragnheiður , 16.8.2007 kl. 20:31

9 identicon

Gott fólk, valdið er okkar. Sakhæfisaldur er 15 ára. Löggjafarvaldið kemur úr okkar hendi. Hefði einhver þurft að gera þetta að kosningamálefni í staðinn fyrir þetta endalausa röfl um biðlista.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 20:47

10 Smámynd: Ragnheiður

Það hefur enginn áhuga á málefnum fanga né ungra fíkla. Við erum í horninu enda oftast fordæmd fyrir að hafa brugðist börnum okkar einhversstaðar á leiðinni í uppeldinu.

Ragnheiður , 16.8.2007 kl. 20:51

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er nauðsynlegt Jón Gunar að útrýma biðlistum.  Okkur er ekki sómi að því að láta fárveik börn og ungmenni bíða eftir meðferðum.  Eitt þarf ekki að vera á kostnað annars.  Þessi mál eru angi af sama meiði.  Ég er svo vitlaus að ég hélt að sakhæfi héldist í hendur við lögræðisaldur og mér finnst eins og ég hafið fengið einn á hann.  Skammast mín fyrir að vita ekki betur, enda ættu að vera hæg heimatökin hjá mér að fræðast um svona hluti, með dóttur, vinkonu og systur sem lögfræðinga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 20:53

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætla nú ekki að skrifa upp á það að það sé ekki áhugi á þessum málefnum.  En það þarf svo sannarlega að vekja athygli og umræður um þessi málefni.  Getur verið að meginþorri almennings t.d. viti að það er hægt að dæma 15 ára börn í fangesli.  Ég hef talið mig svona þokkalega upplýsta.  Það vantar að þrýsta á um að eitthvað verið gert róttækt í málefnum ungra fíkla og afbrotamanna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 20:56

13 Smámynd: krossgata

Það er óttalegur tvískinnungur í okkur íslendingum varðandi börn.  Kynferðisaldur er hvað 14 eða 15 en þau eru börn til 18.  Það má senda þau í fangelsi fyrir fullorðna og dæma sem fullorðna fyrir 18 ára aldur.  En þó þau séu "fullorðin" 18 ára eru þau ekki nægilega fullorðin til að kaupa áfengi - bara til að dæma sem fullorðna og misnota.  Merkilegt.

krossgata, 16.8.2007 kl. 20:58

14 identicon

Jenný, ég veit það alveg fullvel. Málið var bara að það voru allir stjórnmálaflokkar sammála um að fækka þurfti biðlistum. Svo komu allir í Kastljósið og sögðu bara það sama. Svakalegur debat í gangi þar eða þannig. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 20:58

15 identicon

Nú er best fyrir mig að þegja.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 21:24

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Af hverju ætlarðu að þegja Guðrún mín?  Það er bannað að hinta svona góða.  Hvað liggur þér á hjarta.  Út með það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 21:25

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er ömurlegt! Þessi drengur þarf aðstoð sem ég leyfi mér að efast um að hann fái þarna niður frá..........

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 21:31

18 identicon

Þetta er síbrotamaður deluxe.

"...ákærður fyrir að hafa slegið leigubílstjóra tvívegis í höfuðið með klaufhamri og reynt að neyða af honum fjármuni, þjófnaði, tilraun til innbrots, brot á fíkniefnalögum og brot á umferðarlögum.

Pilturinn hefur þegar hlotið þrjá refsidóma, tvo skilorðsdóma í maí og júní á þessu ári og ennfremur 20 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði."

Hvern djöfulinn á að gera? Gefa honum Cocoa Puffs og segja honum að fara frekar í Playstation 2? Inn með helvítið!

Vaknið (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 21:47

19 identicon

Þessi drengur var MJÖG fínn þegar ég og hann vorum bestu vinir, EINA ástæðan er að hann er orðinn svona er DÓP!

Sidan að hann byrjaði að dópa er hann bara orðinn snargeiðveikur.

Það þarf að fara gera eitthvað í þessu reyna hreinsa þetta helvítis dóp af götunum.

Nafnlaust (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:02

20 identicon

Ég hef ekki andstyggð á persónunni en ég hef andstyggð á því hvað hann gerði og afhverju, en ég veit það líka að hann er svona vegna þess að hann féll í úlfagryfjuna og það er ekkert auðvelt að komast uppúr henni.  Því miður þá fer dópið mjög ílla með margann góðann manninn, og ég held að maður ætti frekar að blása sig út yfir þeim sem koma þessum fjanda inn í landið og fjármagna innflutning, heldur en að blása og mása yfir einhverjum krakkagreyjum sem ánetjast þessum fjanda.  Mér þætti það mátulegt ef að innflytjendur og þeir sem fjármagna og svo þeir sem selja og ég tala ekki um þeir sem búa til og framleiða, að þeir færu í fangelsi og fyrir væru þeir sem væru komnir í glötun vegna þeirra, og leyfa þeim að útkljá málin sín á milli, báðir jafn vopnalausir og innilokaðir. 

Ég held að einhverjir myndu hugsa sig um 2 áður en þeir selja einhverju dóp.  Mér finnst þetta hræðilegt, að ungu börnin okkar séu að tuffa þetta drasl  Og meira ætla ég ekki að segja um þetta.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:54

21 Smámynd: Rebbý

Það vantar svo tilfinningalega úrlausnir fyrir unglinga og aðra sem lenda öfugu megin við normið hvort sem það er vegna geðröskunar, vímuefnaneyslu eða hvers annars.  Vissulega á að dæma hann fyrir brot sín, en sammála ykkur hér að ofan að Hraunið væri ekki rétti staðurinn fyrir hann.

Rebbý, 17.8.2007 kl. 00:33

22 identicon

 Drengurinn hefur ítrekað brotið af sér og það alvarlega. Örugglega er búið að reyna öll úrræði með hann og ekkert dugað. Hann verður að taka afleiðingum gjörða sinna sem geta ekki flokkast undir slys eða barnaskap. Hann ber að taka úr umferð og halda frá glæpum. Í mínum huga er ekkert athugavert við að síbrotaunglingur fái á sig dóm fyrir glæpi sem hann hefur framið sem eru alverlegir og síendurteknir hinsvegar er athugunarvert að ekki er til sérstakt unglingafangelsi með mikilli meðferð og prógrammi fyrir afbrotaunglina. Grímseyjaferjan hefur nú kostað meira en sem nemur þeim fjármunum sem þyrfti í að starta þannig batteríi. Kerfið hefur brugðist að því leyti að ekki hefur verið hægt að taka á glæpaferli drengsins, engin almennileg úrræði eru fyrir foreldra með algerlega stjórnlausa unglinga af neyslu í höndunum. Heilbrigðiskerfið, félagsmálakerfið og dómskerfið benda síðan hvert á annað og enginn gerir neitt. Á meðan ganga dópistarnir stjórnlausir um götur bæjarins með þessum afleiðingum. SÁÁ er ekki komið með samning aftur við ríkið eftir endalaust þref en Sturla getur daðrað við atkvæðin í Grímsey einsog lóðatík með hundruðum milljóna í í að ferja þessar hræður. Það hefði þá verið betra að gefa þeim öllum spíttbáta, ódýrara......Við borgararnir eigum að krefjast þess af stjórnvöldum að þau eyði fjármunum í uppbyggingu vímuefnameðferðar, almennilegra fangelsa og hætta þessu væli um allt og ekkert

Gústa (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 00:46

23 identicon

Fjármunir eru eitt, en fólk sem hefur getu og nennu til að takast á við jafn erfiða einstaklinga er illfinnanlegt í okkar smáa samfélagi. Það þarf stórt hjarta og mikla þolinmæði sem finnst sjaldanst hjá öðrum en foreldum til þess að bjarga svona einstaklingi frá glötun. Því væri besta meðferðarúrræðið að styrkja fjölskylduna til þess að takast á við drenginn af öllum þeim mætti sem má til verða. Þar gæti obinbert fé vel nýst til þess að annað eða bæði foreldri gætu einbeitt sér að lækningu drengsins. Ég hef gjarnan verið talsmaður þess að gera minna úr fæðingarorlofi feðra og breyta því í unglingaorlof feðra, þegar þörfin fyrir kröftuga föðurást og aga er mikilvægust.

Thorben (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 02:12

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það þarf ekki að taka frá einum málaflokk (eins og feðraorlofi) til að setja yfir í annan.  Við eigum bara að sjá sóma okkar í, sem þjóð, að hafa þessa samfélagslegu hluti í lagi.  T.d. vinna með fjölskyldum ungra fíkla, því það er jú á þeim sem mest mæðir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.