Leita í fréttum mbl.is

BÆTIÐ KJÖR LEIKSKÓLASTARFSFÓLS, ARG

Ég er orðin svo þreytt á þessu þjóðfélagi sem sýnir börnum sínum stöðuga vanvirðingu.  Það dýrmætasta sem hvert þjóðfélag á eru börnin og samt er ekki vandað til verka þegar komið er að því að þau byrji menntun sína og þroska úti í leikskólum og frístundaheimilum.  Starfsfólk helst illa í vinnu, launin eru svo léleg að fólk hleypur um leið og því býðst eitthvað betra.  Á leiksóla barns sem teng er mér, er stöðugt að koma inn nýtt fólk.  Halló!  Vita ekki allir árið 2007 að leikskólar eru ekki geymslustaðir, heldur uppeldis- og skólastofnanir þar sem börnin taka út stóran hluta þroska síns?

Fólk sem vinnur við að höndla með peninga er metið að verðleikum svo ég taki dæmi.  Þar eru launin í einhverju hlutfalli við ábyrgð hefur mér skilist og oft vel umfram það.  Þegar kemur að umönnunarstörfum eldri borgara og leikskólastarfi, er eitthvað annað uppi á teningnum.  Er ekki kominn tími til að forgangsraða?  Ef þetta þjóðfélag hefur ekki efni á að búa börnum sínum eðlileg uppeldisskilyrði, þá held ég að við ættum að hætta að lofsyngja okkur sjálf, lúta höfði og skammast okkar.

I´m so damn mad!

ARG

 


mbl.is Mannaekla á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kæra jenný anna, takk fyrir þessi kröftugu og skýru skilaboð og það má benda á það hérna að því miður eru ennþá alltof margir sem líta á leikskólann sem geymslustað. Sveitastjórnarmenn eru þar efstir á blaði, líta á leikskólann sem menntastofnun á tillidögum og í hátíðarræðum en sem þjónustustofunun alla almenna virka daga ársins - því miður!!
takk fyrir stuðninginn
leikskólakennari á akureyri

hannaberglind (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég tek undir hvert orð sem þú segir. Jenný.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2007 kl. 16:49

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það má líka benda á það Hanna Berglind að það eru ekki margir sem hafa löngun til að ræða þessi mál einu sinni.  Einhver uppgjöf í gangi.  Gangi ykkur vel.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 18:06

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eins og mælt úr mínum munni.  Því miður er það svo að þegar minni baráttu með leikskólann lauk (út af Þeim Einhverfa) þá tók við skólinn og frístundaheimilið. Maður hefur einhvern veginn ekki orku til að beita sér á stað sem ekki snertir mann lengur. Svona beint. Kannski er það vandamálið.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.8.2007 kl. 19:12

5 identicon

Kem enn og aftur á framfæri tillögunni frá fyrirlesaranum sem ég hlustaði á í London. Senda alla nýútskirfuðu bissnessmangaement fræðingana út í leikskólana og grunnskólana í starfsnám áður en þeir koma nálægt starfinu sem þeir menntuðu sig til og fá öll ofurlaunin fyrir. Þá kannski breytast viðhorfin hjá þeim sem raunverulega stýra stéttskiptingunni í launum

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.