Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
SVEFNSNÚRA
Þó ekki megi lesa það af færslunum mínum í dag, þá hefur þessi dagur verið hund erfiður. Allt hefur vaxið mér í augum, ég hef drattast áfram og átt alveg svakalega bágt. Sumir dagar eru svona og stundum koma þeir í kippum. Þ.e. einn eða fleiri saman í röð. Dagurinn í gær og í dag eru kippudagar. Ferlega erfiðir og ekkert eins og það á að vera, þó ég hafi ekki nokkurn skapaðan, guðsvolaðan hlut að benda á mér til varnar.
Að vakna með tilfinninguna um að allt sé ómögulegt er eitthvað sem ég almennt, er ekki í stemmara fyrir. Stundum hlýt ég þó að hafa þörf fyrir að eiga hörmulega bágt, því annars myndi ég sennilega reka blámann á brott. Það hlýtur að vera alkinn og þá auðvitað dramadrottningin í mér sem þarf að fá útrás.
Einu skiptin, í dag, sem ég var ekki umhverfi mínu hálf hættuleg, var þegar ég settist niður og bloggaði.
Eftir kvöldmat hristi ég af mér slenið. Hringdi í trúnaðarkonuna og las AA-fræðin. Ég fer ekki á fundi þessa dagana, svimandi af blóðleysi, langar ekki til að hníga að fótum fundarfélaga minna, þrátt fyrir að það sé ákaflega myndrænt og fallegt, ef ég get gert það almennilega.
Eftir AA-fræði og sollis, var ég farin að skammast mín töluvert yfir vælinu og eymdinni í sjálfri mér og lífsgleðin kom smátt og smátt til baka. Þegar ég svo var búin að hlusta á nokkra góða með Stones, var ég farin að brosa í gegnum tárin (okok ég var ekki með tárvot augu, má maður).
Ég er svo innilega glöð með að vera edrú og sigli hraðbyri inn í árs edrúmennsku.
Haldiðiaðþaðsé?
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Yndislegt...maður má vera blár og best er að gera það skýringalaust ! Hafa ekki grun um afhverju, þá bendi ég oftast á einkabílstjórann blásaklausan
Ragnheiður , 15.8.2007 kl. 23:34
Thumpsupkall
Þröstur Unnar, 15.8.2007 kl. 23:36
Það eru margar snúrurnar í lífi konu, knús til þín, við höfm greinilega verið svipað tengdar í dag. Góða nótt hnoðrinn minn.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 23:38
snúllurúsínurassgatarófurúslan hennar Jónsu. Sofðu fast og vel í nótt. Á morgun kemur nýr og betri dagur. Knús til þín
Jóna Á. Gísladóttir, 15.8.2007 kl. 23:48
Þúsundfalt knús, elskan mín! Sofðu rótt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.8.2007 kl. 23:56
Takk elskurnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 00:02
þessi er á leiðinni að syngja þig í svefn
Jóna Á. Gísladóttir, 16.8.2007 kl. 00:06
Sést best á þessu hvað bloggið er umhverfisvænt og hollt. Gangi þér allt í haginn.
krossgata, 16.8.2007 kl. 00:07
Þetta kemur allt saman. Auðvitað eru sveiflur, ef svo væri ekki fyndi maður aldrei hversu gott það er þegar góðu dagarnir koma, munurinn er þá enginn. Sofðu rótt, það kemur nýr dagur á morgun og þetta líður hjá, vittu til.
Bjarndís Helena Mitchell, 16.8.2007 kl. 00:14
Æi þú ert gullmoli jenfo mín - knús til þín
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 00:35
Æi, kannast við svona daga!
Þú getur þetta og þú veist það .... einn dag í einu :)
Knús til þín kelling ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 16.8.2007 kl. 02:06
Well u win some and u lose some,sjálfur á ég nokkurra ára edrúmennsku að baki eftir allmargar innlagnir árum saman í tómu bulli,sennilega vegna þess ég er flækjufótur en verstu dagar mínir í dag eru samt hátíð miðað við bestu daga mína í neyslu.Mér líður eftir að hafa unnið sporin eins og maður og auðvitað vinn enn og lifi í þeim svona 80% vel 20% blues áður var líf mitt 90% ömurlegt og hitt feikaði ég til að endast daginn gangi þér allt í haginn Jen babe kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.8.2007 kl. 06:50
Já maður kannast vel við svona daga, ég hugsa bara að allir eigi þá einhversstaðar til, og svo eiga þeir til að dúkka upp aftur og aftur. Elsku Jenný mín knús til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.8.2007 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.