Leita í fréttum mbl.is

RADDBANDAÖRYRKINN ÉG

3

Ég er fæddur öryrki.  Þ.e. raddbandaöryrki.  Frá unga aldri hef ég haft ráman undirtón í röddinni, sem hefur ágerst eftir að ég "fullorðnaðist" og reykti mér til vansa.  Núna er ég með meðal karlmannsrödd.  Okokok, smá ýkjur.  Mín rödd er reyndar eins og hunang miðað við röddina í Hilmu systur.  Ég hef aldrei heyrt ungabarn segja agú með viskírödd, fyrr en hún kom í heiminn.  Hvorki fyrr né síðar.

En aftur að fötluninni.  Mig langar í kór.  Ekki vera með aulafyndni og segja mér að ég sé í femínistakórnum.  Mig langar í alvöru kór.  Það þarf ekki einu sinni að vera kvennakór, hann má alveg vera blandaður.  Ég er game.  Ég syng mjög vel í huganum en á svolítið erfitt með að skila því til áheyrenda, en það brestur alltaf á fjöldaflótti þegar ég hef upp raust.  Nema Jenny Una Eriksdóttir,er alltaf "kurr"  hún glottir smá, þegar ég syng fyrir hana og segir sífellt: Amma, meira.  Nú þekki ég fullt af fólki í kórum, víðsvegar, og ég veit að þetta er ofsalega skemmtilegur félagsskapur.  Allir saman, hlægjandi, vitandi að þeir geta sungið og svona.  Einhver listrænn skilningur og samkennd í gangi þar sem mér finnst eftirsóknarverð.

Því er spurningin þessi:

Heyrist eitthvað í einni röddu sem er úr takt, ef hún er í stórum hópi syngjandi fólks?

Old man river!

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Jenný mín, það heyrist skýrt. Sungdu bara fyrir litlu dúlluna og láttu engan annan heyra. Þá verðið þið báðar stoltar af þér þegar þið verðið stórar.

Þröstur Unnar, 15.8.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Jenný, villtu henda fyrra kommenti mínu út. Það átti ekki að vera svona. Rugl í hausnum á mér. Held að það sé Dúu að kenna.

Þröstur Unnar, 15.8.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Karl Tómasson

Nei Jenný mín. Ekki ef hún er bara í huganum. Þetta var frábær pæling hjá þér. Það er flott að vera í kór með bestu röddina í huganum.

Ég held að þú ættir að stofna besta kór í heimi. Hugakórinn. Það getur aldrei neinn gagnrýnandi verið með ruddaskrif eftir slíkann konsert.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 15.8.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Einhvern tímann heyrði ég um kór sem kallaðist laglausi kórinn...veit svo sem ekkert hvort hann er starfandi lengur eða hvað. En það er kannski eitthvað sem vert væri að kanna.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 15.8.2007 kl. 21:04

5 identicon

Tek undir með Kalla Tomm, hugakór er málið, ég skal vera í alt rödd í kórnum, þú getur verið bassi og svo fáum við húsböndin til að sjá um rest þeir eru svo raddfjölhæfir (alvegaðdeyjaúrkvikindisskapkarl)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:07

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mín skoðun er sú að söngur sé tjáning! Það á ALDREI að segja fólki að það syngi illa! Jafnvel þótt það geri það.....

Held það geti ekki munað um eina rödd í stórum hóp. Annað er það að röddin þjálfast í kór, slípast og verður betri.

Mæli með því að þú látir drauminn rætast dúllan mín.

Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 21:07

7 Smámynd: krossgata

Algerlega sammála Hrönn. 

Ég er annars fræg fyrir hvað ég get lítið sungið svo aðrir hafi ánægju af, en syng samt.  Það er alveg hugsanlegt að ég hefði átt að taka vísbendingunni þegar dóttir mín, þá tæpra tveggja ára sagði þegar ég var að svæfa hana:  "Æ, mamma ekki syngja" og velta fyrir mér hvað hafi valdið því að barnið var altalandi langt fyrir aldur fram.  En eins og hjá þér þá hefur barnabarnið veitt ömmu sinni uppreisn æru og er alsæll þegar amma syngur. 

krossgata, 15.8.2007 kl. 21:20

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Kalli Tomm, Þröstur get a live, Laglausi kórinn, heldurðu að ég fari að syngja í einhverjum falskór Sigrún Ósk? Híhí. Við látum húsböndin um að heyrast (þeiraðdrepastúrathyglissýkikall) og við tökum hugaróra eftir Lizt. Hrönn og Krossgata, ereggiílagimeðykkuraddna?  Komið í heimsókn og hlustið á mig taka Stairway to heaven.  Ég lofa ekki listrænni upplifun, en upplifun verður það.  Muhahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 21:29

9 Smámynd: krossgata

Uss kona, mín rödd brotnar á "Allir krakkar" samt hef ég verið í kór.  Stend fast á mínu og Hrannar.    Meðan ég var í kórnum náði ég meira að segja að syngja "Snert hörpu mína" skammlaust.  Röddin þjálfast og styrkist með æfingu - hún er líka fljót að ryðga þegar hætt er að æfa af viti 

krossgata, 15.8.2007 kl. 21:38

10 Smámynd: Karl Tómasson

Þetta er fallegt og uppörvandi hjá Hrönn og krossgötum og burt séð frá því hvort þú sért laglaus eða ekki Jenný, þá syngur engin laglaus manneskja í kór öðruvísi en að strórskemma fyrir honum. Það geta ekki allir gert allt, það er bara þannig og það er ekki gott að standa í þeirri meiningu.

Ég get t.d. ekki dansað ballet en ég gæti auðvitað hoppað á svið Borgarleikhússins og tjáð ballet frá mínu hjarta. Seint held ég samt að ég fengi að ganga í Íslenska sýningarhópinn og ég er hræddur um að ef ég fengi inngöngu þá myndi það hafa talsverð áhrif á sýningaratriði hópsins.

Bestu kveðjur frá mér.

Karl Tómasson, 15.8.2007 kl. 21:45

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þarna erum við sammála Kalli Tomm.  En ef við köfum dýpra í málið og veltum þessu upp á heimspekilegan hátt.  Er hægt að rekast í hóp þrátt fyrir að maður sé ekki samhljóma honum?  Hvað segist um það?

Ingvar og Gylfi, Dúa og Diddi dúadiddididdi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 21:51

12 Smámynd: Karl Tómasson

Já auðvitað t.d. í föndurhóp með Sundlaugaverði, Bókbindara, Kafara, Trésmið, Dýralækni, bónda, alþingismanni og flugmanni. Svo eitthvað sé nefnt.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 15.8.2007 kl. 22:01

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, þið drepið mig úr skemmtiegheitum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 22:16

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hlustaðu á Stóns í næstu færslu fyrir ofan og njóttu einhvers annars en Bo Halldórssonar addna.Dúa Dásó

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 22:49

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hvað með að vera í kórnum og hreyfa bara varirnar, svona til að vera með sjáðu til upp á félagsskapinn?  Láttu hina sjá um erfiðið, og syngdu bara í huganum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.8.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2987279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband