Leita í fréttum mbl.is

DANIRNIR ALLTAF SVO ÓÞEKKIR

Það kemur mér ekki á óvart að Danirnir hunsi reykingabanni á veitingahúsum, sem reyndar gekk í gildi á miðnætti. 

Dönum hefur alltaf verið uppsigað við reglur að ofan.  Ég á erfitt að sjá fyrir mér að reykingabannið verði virt á pöbbunum, t.d. í Köben.  Reyndar er lyktin á hverfispöbbunum í borginni ekkert sérstaklega góð.  Þar er súr brennivíns- og tóbakslykt, sem er ekki alveg að gera sig hjá mér.  Svona lykt sem minnir á langvarandi partý, þar sem allir hafa drukkið þar til þeir gátu ekki meir, reykt á sig óþrif og sofnað síðan hist og her.  Semsagt, þefur dauðans.  Það mætti alveg koma einhverjum böndum yfir reykgleðina hjá þessum frændum okkar, en að sjálfsögðu að hafa mannréttindin í heiðri, sem er meira en hægt er að fara fram á, búi maður á Íslandi á dögum Þorgríms Þráinssonar og því sem hann er samnefnari fyrir.

Það er til eitthvað sem heitir hinn gullni meðalvegur.  Ég er að leita að honum.

Það mættu tóbaksvarnarnefndir heimsins líka gera.

Cry me a river!

Úje


mbl.is Reykingabann hunsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ofbeldi hefur aukist í Miðbænum eftir að bannað var að reykja á börum. Einhver heldur því fram að þar sé tenging á milli! Reykingamenn eru sem sagt friðsemdarfólk þar til þeim er bannað að reykja ... öfugt við drykkjumenn sem verða sífellt leiðinlegri eftir því sem þeir fá að drekka meira! Ja, eða þannig.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er sko að tala um reykvískan miðbæ!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:13

3 Smámynd: krossgata

Ég var að velta því fyrir mér með vinkonu minni um daginn, hvort við gætum ekki opnað reykstofu, þar myndi reyndar vera bannað að drekka.  Getur einhver bannað mér að bjóða fólki til stofu og gestir séu upplýstir um að í minni stofu sé reykt?  *klórar-sér-í-höfðinu-kall*

krossgata, 15.8.2007 kl. 11:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan og blessaðan daginn Jenfo mín, hvernig hefurðu að í dag?? komin í Bolinn  hehe  ég er bara slök í lazy boy og er að kíkja í þjálfann minn á eftir, sól og blíða á þessum bænum en það er farið að hausta í hitastiginu.  knús

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 11:55

5 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Þar sem það er ALVEG bannað að reykja á mínum vinnustað og meira segja á allri lóðinni að þá fór ég fyrir um 3 vikum í bíltúr í hádeginu. Ég lagði bílnum rétt hjá skautahöllinni opnaði hurðina og reykti eina ! Mér leið hinsvegar alveg eins og glæpamanni, þarna eitthvað að pukrast með sígó og ákvað bara að hætta þessu. Hefur gengið vel hingað til ;) 

Ósk Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.