Leita í fréttum mbl.is

TEXAS - HELVÍTI Á JÖRÐ?

 

Það er verið að reyna að skýra út aftökugleði Texasbúa, langt umfram önnur ríki í USA.  Talið er að skýringin á þessu sé að leita til íhaldsemi þeirra og mótmælendatrú ásamt "menningarlegri" blöndu gamla suðursins og villta vestursins.

Kannski á þessi refsigleði sér skýringar í sögulegum bakgrunni.  Hvað mig varðar þá skiptir það engu máli og réttlætir ekki neitt.  Skýringar Gyðingahaturs Hitlers er talið eiga sér skýringu í þeim viðhorfum sem hann ólst upp  við.  Ég heyri ekki marga, mæla honum bót.

Það er talið öruggt að yfirvöld í Texas muni taka af lífi fanga nr. 400 í þessum mánuði, frá því að dauðarefsingar voru aftur leyfðar í Bandaríkjunum.  Fjórar aftökur eru bókaðar þar í ágúst.  Texasbúar eira engu.  Þeir taka geðsjúka og þroskahefta af lífi, án þess að blikna.

Að taka líf er aldrei réttlætanlegt.

Og af því að Texasbúar eru svo sterkir í trúnni hvernig væri að tileinka sér eftirfarandi?

Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir.

Amen og úje


mbl.is Menning og trúarbrögð sögð skýra aftökugleði Texas-búa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, þetta er bara ljótt!! Ussumsvei!!

Bjarndís Helena Mitchell, 13.8.2007 kl. 18:10

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið tek ég undir hvert orð hjá þér! Þetta er til skammar að fólk sé tekið af lífi í  svokölluðu siðmenntaði landi.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 18:34

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mikið rétt, vilimennska.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 13.8.2007 kl. 19:05

4 identicon

Ég verð æf af reiði  í hvert skipti sem ég les um aftökur í BNA - mér finnst þær siðlausar , villimannlegar, grimmd  ......... arrggg

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 19:08

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Texas uss til blóðugar skammar ég hef alltaf móti dauðarefsingum.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.8.2007 kl. 19:40

6 identicon

Dauðarefsing á ekki rétt á sér í mínum huga. Og enn er verið að réttlæta að drepa fólk með trú. Trúarbrögð og aftökur eiga enga samleið nema hjá einhverjum sem vita ekkert um trú. Það er bara notað sem afsökum. Það er alveg sama hvaða trúarbrögð eru það er alltaf einhver sem misskilur eða hagræðir trúnni sér og sínum viðhorfum í hag.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 19:57

7 identicon

Þú ert svo mikið sem...Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

Hér fylgir vottorð sem staðfestir að þú hefur tekið og staðist kaffiprófið. Til að sýna vottorðið á vefsíðunni þinni getur þú afritað HTML kóðann úr boxinu fyrir neðan.

Samkvæmt kaffiprófinu er ég

Latte!

og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 19:57

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Drekk ekki kaffi og er ekki kaffi og mun aldrei verða kaffi.  Muhahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 20:34

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Skúli!  En nú sýna rannsóknir að dauðadómar og harðar refsingar hafa ekki fælingarmátt.  Merkilegt.

Sama hvar dauðarefsingar er að finna þá eru þær óréttlætanlegar.  Ég er svo mikill kjáni að það kemur mér á óvart að það ríki sem kallar sig vöggu lýðræðis skuli ástunda þennan glæp á þegnum sínum.  Þ.e. þau ríki USA sem það gera.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 20:46

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Óskar Þorkelsson, 13.8.2007 kl. 21:39

11 Smámynd: Jens Guð

  Að mörgu leyti stendur Texas nær því að vera frumstætt 3ja heims ríki varðandi margt sem snýr að mannréttindum og viðhorfum til samfélags en vestrænt lýðræðisríki.  Það er rétt um öld síðan Texas tilheyrði Mexíkó. 

  Ég var þarna í 6 vikur 1976.  Það var eins og að vera staddur inni í kúrekamynd frá fyrri hluta síðustu aldar.  Brúskur forseti var ríkisstjóri í Texas.  Það segir í raun allt sem segja má um Texas.

  Og þó.  Kántrý-senan í Bandaríkjunum er 90% republikana-íhald.  En þá gerðist það furðulega:  Kvennahljómsveit frá Texas,  Dixie Chicks,  úr innsta hring kántrý-senunnar tók upp andóf gegn böðlinum frá Texas.  Var að sjálfsögðu ofsótt í kjölfarið.  Haldnar voru brennur á plötum Dixie Chicks víða um Suðurríkin.  Hljómsveitin var bönnuð á yfir 3000 útvarpsstöðum og úthrópuð í Fox sjónvarpsstöðinni.  Sætti hótunum frá Ku Klux Klan.  Plötum hljómsveitarinnar var úthýst í tugum þúsunda plötubúða.  Og hljómsveitin hefur síðan ekki getað komið fram á hljómleikum í biblíubeltinu. 

  En það skemmtilega er að stelpurnar í Dixie Chicks færðust bara í aukana.  Á síðustu plötu rífa þær kjaft sem aldrei fyrr.  Svara fyrir sig fullum hálsi.  Þrátt fyrir að hafa nánast verið dæmdar í útlegð hjá eigin fjölskyldum svo ekki sé talað um kántrý-senunni. 

  Ég er ekki mikill kántrý-kall.  En keypti síðustu plötu þeirra til að sýna samstöðu með andúðinni á Brúski.   

Jens Guð, 13.8.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987290

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.