Leita í fréttum mbl.is

OFBELDI Á BARNI - ENN Á NÝ

 

Í sumar hef ég forðast að blogga, hugsa og tala um ofbeldi á börnum og konum, þrátt fyrir að reglulega hafi birst fréttir af þeim endalausa viðbjóði og glæpaverkum sem framin eru úti í heimi og svo sannarlega hér landi líka.  Til að gera langa sögu stutta þá er sumarfríinu í þeim efnum lokið hér með.

Í fyrradag var frétt um unga stúlku sem dó vegna umskurðar. Þó nokkrir hafa gert því skil hér á blogginu.

Nú var verið að handtaka þjálfara fimm ára gamals indversks maraþonhlaupara, eftir að drengurinn sakaði hann um pyntingar. 

Þarna birtist lítil örmynd um örlög lítils drengs úti í heimi.  Saga hans er óvenjuleg, aðeins vegna þess að hann skarar fram úr á íþróttasviðinu.  Líf drengsins hefur verið eitt hvelvíti þessi fimm ár sem hann hefur lifað.

Þjálfari Budhia, keypti drenginn af móður hans fyrir 1500 kr. en hún seldi drenginn þegar faðir hans dó.  Þjálfarinn mun hafa lokað hann matarlausan inni í herbergi og barið hann með heitri járnstöng.

Ein lítil örlagasaga sem á sér miljónir hliðstæðna. 

Er ekki kominn tími til að vakna?

 

 


mbl.is Þjálfari maraþondrengs handtekinn fyrir pyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar ég les svona viðbjóð koma mér alltaf í hug orð Friðriks mikla Prússakonungs.- (reyndar eru nú fleiri nefndir til sögunnar):

"Því betur sem ég kynnist mönnunum þeim mun vænna þykir mér um hundinn minn."

Árni Gunnarsson, 13.8.2007 kl. 09:43

2 identicon

Ógeðslegt helvítis pakk. Réttast væri að láta þetta lið finna fyrir því nákvæmlega sama og það lagði á fórnarlömbin sín. Svelta hann,berja hann með járnstöng heitri, láta hann hlaupa um eyðimörkina.  En það sem strákaurinn mátti þola þetta sem barn í 5 ár, þá legg ég til 15 ára vist fyrir kallfíflið.  GARG  ég verð brjáluð þegar ég sé svona fréttir. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 10:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála ykkur báðum, en maður verður bara reiður.  Það sorglega er að það eru milljónir bara, soltin, veik, í þrælkun og svo má endalaust upp telja.  Hvað getur maður gert?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 10:09

4 identicon

Níðingsháttur. Ég er sammála ykkur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.