Sunnudagur, 12. ágúst 2007
ÞEGAR ÖFUNDIN SLÓ MIG Í HAUSINN
Þegar ég var í níu ára bekk í Meló, réðst öfundin á mig og barði mig bókstaflega í hausinn. Stjörnur og allt. Það var dýrmæt lexía.
Söguskýring:
Japanska menntamálaráðuneytið efndi til teiknisamkeppni meðal níu ára barna í Reykjavík og þemað var "Móðir mín". Við teiknuðum öll. Svo leið og beið fram að skólaslitum. Gunní vinkona mín fékk koparpening og skrautskrifað verðlaunaskjal á japönsku. Ég varð öfundinni að bráð. Við gengum heim og ég færðist öll í aukana, í öfund minni og heift. Hún teiknaði illa, þeir vorkenndu henni bara þarna í Japan, verðlaunuðu hana svo hún færi ekki að grenja. Svo höfðu þeir skrifað Guðrún Karlspót á skjalið. Fíflalegt maður, en nei annars, þetta var örugglega einhver önnur Guðrún, sko Guðrún sem gat teiknað. Ömurleg mistök. Svo var peningurinn ljótur, þunnur og einskis virði. Hún gat bara hent honum þarna sem við vorum staddar á Víðimelnum. ENGINN maður með réttu ráði myndi ásælast þetta rusl.
Og mitt í heiftartölunni - BÚMM BANG-STJÖRNUR OG NIÐURHNIG TIL JARÐAR. Vissuð þið að það er ekki gott að skella með ennið á ljósastaur? Trúið mér, sælan lýsir algjörlega með fjarveru sinni.
Þegar ég kom heim og amma mín hafði fengið að heyra útskýringu á hvers vegna kúla á enni var eins og hrútshorn og glóðarauga blárra en blátt sagði gamla konan að þarna hefði öfundin ráðist á mig. Hún hitti mann alltaf sjálfan fyrir. Eins og allt sem maður framkvæmir í lífinu, bæði gott og slæmt.
Síðan var ég send út í Drífanda (kaupmaðurinn á horninu) og látin kaupa konfektkassa og gefa vinkonu minni. Eftir það hef ég reynt að hemja í mér þessa ljótu kennd. Það tekst bærilega, þökk fyrir, en auðvitað er það upp og niður eins og gengur.
Súmíbítmíbætmí!
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ó ég man nú eftir nokkrum svona öfundarmómentum sjálf en engri svona líkamlegri refsingu í kjölfarið
Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 16:46
Frábær frásögn alveg......á nokkrar góðar stundir líka sjálf þar sem að öfundin hellist yfir mig........gerist enn í dag, sérstaklega þegar ég keyri á hverjum degi framhjá Reykjavíkurflugvelli og sé allar einkaþoturnar.......þá verð ég pínu græn af öfund.....en svo ranka ég sem betur fer við mér og verð bara þakklát fyrir það sem ég á í dag ....gleði. gleði, gleði.....gleði líf mitt er....hehe!
Sunna Dóra Möller, 12.8.2007 kl. 17:12
Þetta er með því betra sem ég hef lesið lengi elsku Jenný mín. Vá þetta er orðakonfekt út í gegn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 18:06
Ætli mar hafi ekki oft öfundað einhvern? Æi ég er ekki nógu klár á því, mér finnst nefnilega allt í lagi að öfunda en það finnst ekki öllum. Allavega hefur það líklega gerst og gerir enn, að kunna ekki nægjanlega að gleðjast yfir þvi sem aðrir fá!
Edda Agnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 18:26
LOL skemmtileg saga Jenný :) Það sem gerir okkur skemmtileg er hvað við erum breysk og skemmtilegasta fólkið að mínu mati er það sem hefur húmor fyrir því. Þú hefur það augljóslega ;)
Elin Arnar (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 18:31
Góð frásögn maður er bara mannlegur en öfundin er ljót.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.8.2007 kl. 18:50
Hún amma þín vissi hvað hún söng.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.8.2007 kl. 19:13
Ára þeirra sem eru að drepast úr öfund er eiturgræn...eins og snákur. Var þetta Nóa konfekt sem þú keyptir handa vinkonu þinni??? Ömmur kunna sko að kenna..ha?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 20:42
Takk stelpur (hér er alltaf allt löðrandi í konum). Katrín, það er ekki tilviljun að rósin er græn
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 20:53
Sennilega er það börnum eðlislægt að öfunda þá sem skara fram úr. Öfundin á uppvaxtarárum hefur þá góðu hlið að blása manni kapp í kinn og reyna að jafna metin.
Sem betur fer hefur ödund alveg rjátlast af mér eftir að ég komst á fullorðinsaldur. Ég ætla að svo sé um fleiri.
Jens Guð, 12.8.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.