Sunnudagur, 12. ágúst 2007
LAUMUFARÞEGAR Á SKAGANN OG AFMÆLISBARN DAGSINS
Í dag er Akranes í huga mér, það kemur til af því að ein af uppáhalds bloggvinkonum á afmæli. Þessi á myndinni sko. Hún Gurrí er fjörtíuogeitthvað í dag og svo á einhver kona sem er kölluð Maddonna, afmæli líka, en hún er ekki eins þekkt.
Þegar ég var 14 ára, var ég að þvælast niður í bæ ásamt æskuvinkonu minni henni Ragnheiði. Okkur leiddist og það var alltaf ávísun á vandræði, þegar við áttum í hlut. Við gengum fram hjá Akraborginni og fengum þá brilljant hugmynd, að skella okkur með sem laumufarþegar, kíkja á staðinn, því við vissum um a.m.k. tvo álitlega töffara þarna úti á landsbyggðinni.
Og við fórum á Skagann. Þvældumst upp í bæ, bjartsýnar á þessum rúma hálftíma sem við höfðum til umráða, og auðvitað misstum við af Boggunni. Ekki fleiri ferðir þann daginn og heima hjá mér varð allt vitlaust. Heima hjá vinkonunni líka. Það var ekki eins og það væri mikið um ferðir í bæinn á þessum tíma.
Í fyrsta sinn á ævinni hafði ég frelsi til að gera það sem mig langaði til. Foreldrarnir í öruggri fjarlægð. Það var farið í partý og "Mr. Tamborine man" var sunginn alla nóttina. Eitthvað var vangað og smá verið að kossaflangsast eins og gengur. Úff hvað það var gaman að lifa.
Einhver bauð í sunnudagsmat heima hjá foreldrunum. Almennilegir Skagamenn. Á bryggjunni í Reykjavík beið okkar hins vegar þungbúin móttökunefnd. Foreldrar mínir settu mig í vikustraff. Það þýddi, skóli, heimalærdómur, borða sofa og ekkert annað. Því var fylgt ötullega eftir. Ég brosti með sjálfri mér. Akranesferðin var vel þessi virði. Þó straffið hefði varað í mánuð, þá hefði ég samt haldið áfram að glotta út í annað.
Skipasaginn er því að elífu tengdur Tambórínumanninum og frelsinu, ekki endilega í þessari röð.
Læfisbjútifúl.
Til hamingju með daginn Gurrí mín og þú mátt alveg spila Mr. Tamborine man þegar tóm gefst til.
Úje
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Skemmtileg færsla . Þú ert villingur
Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 15:55
hehehe þú hefur sem sé alltaf verið væld?
Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 16:09
Til hamingju með daginn Gurrý mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 18:07
Fæst nokkuð upplýst, hvaða ár þessi sukkferð á Skagann var?
Þröstur Unnar, 12.8.2007 kl. 18:07
Jenný mín ég man eftir þessu! Líka annari ferð sem var farin - það var Inga hún veiktist í Boggunni og ældi og leðurhúfan hennar mömmu sem hún fékk lánaða hjá mér fyrir borðstokkinn, en ég fór aldrei með í svona ævintýri ég held að mér hafi fundist þið eikkað barnalegar þadna. En ég fór til Gurrýar í dag og þar var sko margt um manninn, hugsaði bara að Jenný væri líka - en ég kannaðist við nokkrar Skagameyjar. Bæjú
Edda Agnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 18:20
Edda var ég ekki með Ingu í það skiptið? Það er eins og mig minni það. Ég bíð spennt eftir afmælisblogginu frá Gurrí
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 20:56
Skemmtileg saga. Þið hafið sennilega verið svo heppnar að fara á laugardegi þegar fjör er á Skaganum.
Jens Guð, 12.8.2007 kl. 23:42
Þú hittir naglann á höfuðið Jens, það var á laugardegi, Hressó tómur af fólki og Ísborg líka, þannig að þetta varð okkur til lífs, að okkur datt Akraborgin í hug. Þvílíkt ævintýri. OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.