Leita í fréttum mbl.is

ÓSMEKKLEGUR BRANDARI EÐA PJÚRA HEIMSKA?

"Perri á reiðhjóli

Ef einhver sér mann milli þrítugs og fertugs á reiðhjóli, með derhúfu og í bláum og rauðum jakka, þá vill lögreglan gjarnan hafa tal af honum. Ekki síst ef hann er að fróa sér á hjólinu. Þar er líklega kominn sá sem þrjár ungar stúlkur gengu framá á Sólvallagötu um klukkan hálf sjö í morgun. Þeim brá nokkuð í brún við að sjá þennan másandi mann. Svona lagað er náttúrlega bannað á almannafæri. "

Ég sá þessa frétt af visi.is inni hjá einhverjum bloggvini og trúði ekki mínum eigin augum.  Annað hvort er um að ræða "fréttamann" með stórkostlega laskaðan húmor eða þá að viðkomandi ætti að snúa sér að öðru en fréttaskrifum og það hið snarasta.  Sumum finnst þetta fyndið.  Ég sé hins vegar ekkert broslegt við þessa frétt, af því mér verður hugsað til stúlknanna sem gengu fram á þennan mann og hafa orðið hræddar.

Bölvað ekkisens ruglið í fólki.  Sko sumarliðum þessa heims. Fá sér nýja vinnu og það strax.

Arg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Úps !

Þröstur Unnar, 12.8.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég las fréttina líka og fyrsta sem að mér datt í hug að einhver væri að grínast. Þetta eru einhver undarlegustu fréttaskrif sem að ég hef lesið og afar illa skrifuð ! Þetta er alveg óskaplega dapurlegt og hreinlega ekkert fyndið eða sniðugt!

Sunna Dóra Möller, 12.8.2007 kl. 15:35

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alveg gjörsamlega taktlaust.  Á ekki orð.  Eins og þetta sé brandari ársins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 15:43

4 identicon

Það er satt best að segja ekkert í þessari frétt sem er nærri því jafn fordómafullt og sú gamla þreytta lumma að reikna ósjálfrátt með því að allar fréttir sem manni finnst illa unnar komi frá sumarstarfsmanni. Kannski er bara einn sumarstarfsmaður á vísi og kannski er hann að skrifa allar bestu fréttirnar en fær samt allan skítinn?

Ásgeir H Ingólfsson (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 15:45

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kæri Ásgeir, rólegur með sumarstarfsmanninn, þetta er bara innanhúsbrandari vegna undarlega þýddra og orðaða stjörnuspáa hér á Mogganum í sumar.  Það heldur enginn að sumarstarfsmenn séu verri en annað fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 15:53

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst dáldið fyndið að láta sér detta þetta í hug.....

.....og geta það. Hlýtur að vera svolítið snúið

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 16:11

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já þetta er háð tæknilegum örðugleikum Hrönn, en að mér finnist það fyndið er af og frá

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband