Laugardagur, 11. ágúst 2007
ÞAÐ SEM ÉG Á EFTIR AÐ GERA..
..áður en ég yfirgef þessa jarðvist er ekki margt. Segi svona. Mér dettur þetta fyrst í hug:
1. Fara til Kína og Kúbu. Algjörlega efst á forgangslistanum, nenni ekki að fara þangað dauð.
2. Sjá barnabörnin mín komast á legg. Helst verða langamma.
3. Hætta að reykja (Ekki fara hátt með það en einhver sagði mér að ef maður losaði sig ekki við fíknir í jarðvistinni, tæki maður þær með sér yfir landamærin).
4. Klára lífsverkefnið sem liggur harðlæst ofan í skúffu og rykfellur.
5. Prófa fallhlífarstökk (Segi þetta til að ég líti út fyrir að vera ævintýragjörn).
6. Ná mér af köngulóarfóbíunni/innilokunarfóbíunni/víðáttufælninni/lofthræðslunni osfrv.
7. Predika í Dómkirkjunni.
8. Fara í spænsku upp í Háskóla.
10. Skrifa stíf fyrirmæli um mína eigin bálför. Þar á að vera fjör, dans og gaman. Væmni bönnuð. Engum bréfþurrkum útdeilt við innganginn. Vanir menn vönduð vinna. (Ég er EKKI morbid).
10. Hætta að velta mér upp úr stjörnuspám blaðanna sem ég hef hvort sem er enga trú á. En spá dagsins er þessi:
"Steingeit: Ekkert hefur verri áhrif á sálarheill þína en hlutar lífsins sem þú hefur ekki lifað. Farðu því yfir listann og reynda að setja eitthvað úr seinna-flokkinum í núna-flokkinn."
Samkvæmt stjörnuspá laugardagsins verð ég að fara að forgangsraða. Það skýrir ofannefndan lista.
Æmagonner.
Úje
P.s. Ef ég dytti svo niður dauð bara á næstunni munu allir segja: Greyið hún hefur fundið þetta á sér. Svo næm hún Jenny. Hæhó!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Lýst vel á það sem þú segir um jarðarförina. Vil sjálfur hafa fjör þegar ég verð kvaddur (ef einhverjir nenna þá að koma).
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 11.8.2007 kl. 02:30
Það verður allavega ekki skyldumæting í mína jarðarför, það er á hreinu. Ég fer ekki í jarðarfarir nema ég nauðsynlega þurfi. Er viss um að ég verð "long gone" þegar kveðjupartíið verður haldið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 02:33
Heh hum. Maður fari með fíknirnar með sér í eilífðarvistina? Ég get bara ekki hugsað mér betri stað að taka þær með á.... maður geispar ekki golunni af þeirra völdum þar
krossgata, 11.8.2007 kl. 02:39
Þú meinar, krossgata. Ég ætti þá kannski að halda bara áfram að reykja. Sko einhver sagði mér að maður væri eins og grár köttur á jörðinni (sko dauður) að reyna að anda að sér sígóreyk og það tækist aldrei. Þessi vitleysa hefur gefið mér marga martröðina
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 02:41
LOL, það vantar ekki skipulagnina. Ég yrði svo hrædd um að gleyma einhverju að listinn yrði endalaus, fengi ekki tíma til að geispa golunni!
Bjarndís Helena Mitchell, 11.8.2007 kl. 03:03
Ég ætla hafa mína í kyrrþey.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2007 kl. 09:08
Ég ætla að taka þátt í mínu kveðjupartýi. Það verður slegið upp stórveislu þegar ég verð 85 ára og partý með hljómsveit og allt. Trúlega verður Vinarbandið pantað til að sjá um tónlistarflutning og svo þekki ég nokkra góða söngfugla sem ætla að mæta. Ég ætla ekki að missa af þeirri veislu enda kveðjupartýið MITT.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 09:12
Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá fyrirsögnina var morbid, fegin að svo er ekki. Annars er gott að sipuleggja svona hluti, maður vill nú stjórna fram í rauðan dauðann og yfirum.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2007 kl. 09:33
Hahaha sú er skipulögð - var eimitt að heyra af einum sem var búinskipuleggja allt hvernig jarðaförin ætti að vera og hverjir ættu að bera kistuna og alles!Líka hverjir áttu að syngja!
Edda Agnarsdóttir, 11.8.2007 kl. 09:36
köngulóarfóbíunni/.../lofthræðslunni ÞÚ LÍKA!!!!
Ég var að horfa á Friends í gær (ég veit ég veit, mea culpa) og heyrði hina besta grafskrift á legstein
Phoebe Bouffet - BURIED ALIVE.
Ingi Geir Hreinsson, 11.8.2007 kl. 10:02
Hehe, kast . Mig dreymdi í nótt að þú heimsæktir mig Jenný! Varð að gera það mitt fyrsta verk að kíkja hér á þig um leið og ég opnaði tölvuna... Knús á þig!
Laufey Ólafsdóttir, 11.8.2007 kl. 11:28
Aldeilis fjör hérna. Ég ætla líka að vera með í minni jarðarför. Jarðarför, þetta hljómar eins og maður komi utan úr geimnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2007 kl. 11:31
Haha Jenný þú ert kostuleg. Mig hefur líka alltaf langað að prédika í Dómkirkjunni. En hóaðu í mig þegar þú stígur í stólinn.. Þá ætla ég að sitja á fremsta bekk.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 11:31
Þið eruð æðisleg öll börnin góð. Mjög Phobisk grafskrift þú seki maður Ingi.
Guðrún læt þig vita um leið og ég er búin að bóka Dómkirkjuna. Sendi út boðskort, ekkert minna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 11:37
Laufey var ég að ofsækja þig í draumnum? Vona að ég hafi verið til friðs.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 11:37
Þú varst ákaflega indæl Jenný mín! Faðmaðir mig og alles. Svo fór þetta allt út í eitthvað rugl eins og draumar gera . Takk fyrir komuna!
Laufey Ólafsdóttir, 11.8.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.