Leita í fréttum mbl.is

ÁSTARDAGAR - ÚLLALA

1

Mér finnst þetta með ástarvikuna á Bolungavík smá krúttlegt uppátæki, en samt svolítið djarft.  Eru allir sem eru þar að hugsa um hitt (júnó)?  Svona gangandi langaraðgeraða-fyrirkomulag?  Svo er fylgst náið með börnum sem fæðast einum meðgöngutíma seinna, bara það myndi nú fara með mig.  Allir að stinga saman nefjum og hvísla "sú hefur sko fært sér ástarvikuna í nyt" og það gæti allt eins staðið á enninu á manni, bæði dagsetning og klukkustund athafnarinnar.  Ég roðna við tilhugsunina.

Markmiðið er að fjölga Bolvíkingum.  Það er flott takmark.  Þá er utanbæjarfólk sem líklegt er að fari með framleiðsluna út fyrir hreppsmörkin, varla mjög ákjósanlegt.  Ha?

Æi þetta er svo íslenskt eitthvað.  Samt svo sætt.

Úje...


mbl.is Ástarvika haldin í fjórða sinn í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hehehe, já krúttlegt er þetta, verð að vera sammála.

Bjarndís Helena Mitchell, 10.8.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi mikið sætt

Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Voða krúttlegt, annars er ég alltaf með svona ástarvikur, en það þarf ábyggilega að hvetja marga 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 18:11

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er svona kvöld hjá mér.... en ég er bara einn;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.8.2007 kl. 18:20

5 Smámynd: Ragnheiður

iss mínar ástarvikur virðast fara fram undir rós, eða öllu heldur sæng og einkabílstjórinn víðs fjarri

Ragnheiður , 10.8.2007 kl. 19:58

6 identicon

Er ekki inngöngubann á utanbæjarfólk á Bolungarvík á þessum tíma? Ég hélt það  ... En BTW - viltu ekki skoða færsluna sem heitir í höfuðið á mér frú Jenný

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 20:00

7 identicon

Mér finnst þetta æði, enda eru sannir vestfirðingar á undanhaldi.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 20:42

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Guðrún mín á undaneldi.. úbbs bara smá misskilningur hjá mérþ

Anna mín búin að tékka og bregðast við.  Hver tók þessa fallegu myndir við kvöldverðarborðið?  Var táningsdóttirin látin í svollinn með móður sinni?

Ásdís heilu vikurnar?  Þú þarft aðstoð, ég meina sérfræðiaðstoð, þetta er svo mikið álag á líkamann.  Hehe

Takk þið öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.