Leita í fréttum mbl.is

EKKI TALA KONA!!

1

Þegar Jökull Bjarki, gelgjubarnabarnið mitt var lítill, var hann einu sinni á leið til Ameríku með foreldrum sínum.  Jökklinn var á svipuðum aldri og Jennslan er núna.  Flugfreyjan var eitthvað að "gútsígútsíast" framan í hann og Jökull leit upp og sagði: "EKKI TALA KONA" Móðir hans fékk áfall og skráði barn samstundis í kynjafræðina við H.Í.  eða þannig.

..Gwyn Stefani er flott.  Algjört eðalekvendi.

Kaupi plötuna, bara vegna tilurðar frasans "EKKI TALA", megi það vera karl eða kona.

Súmí!

Úje


mbl.is Gwen Stefani aftur til liðs við No Doubt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL. OMG. aumingja flugfreyjan.

Ian er komin með nýja stæla. Ef ég brest í söng (þú veist hvað börnin mín eru glöð með það) þá segir hann ''mamma ekki syngja''. ef ég held áfram þá setur hann hendina upp með lófann að mér eins og umferðarlögregla (stopp) og segir: Ok ok (enough already). Ég græt af hlátri í hvert skipti.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Dont speak er ógeðslega töff lag. Fíla það í tætlur.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 12:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyrðu, það brestur á fjöldaflótti bara ef ég RAULA.  Einu sinni var ég að syngja Jesú bróðir besti fyrir frumburðinn og hún fór að gráta.  Ég hélt að hún væri svo yfirkomin af sálminum en hún sagði "ég hrædd, ekki syngja svona".  (doldiðleiðursvonakall).

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 12:50

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hehehe það er aldrei að börnin eru meðvituð fljótt.  Nú er það nastýgangurinn sem stýrir er svo eirðarlaus hérna heima. Er að fara til Rvk að heimsækja nýfætt barn og fleira. vonandi lagast ég eikkað við það!

Edda Agnarsdóttir, 9.8.2007 kl. 12:58

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahaha. Jenný mín við ættum kannski að sækja söngnámskeið saman. það gengur ekki að þú hræðir börnin. Ég er í kasti.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 13:05

6 identicon

Heyriði mig, hvernig stendur á þessu, ég má ekki syngja nálægt 8 ára syni mínum þá fær hann kjánahroll og skipar mér að hætta! Er það til marks um sönghæfileika mína eða er þetta eitthvað, foreldrimáekkisyngja syndrome?

kip (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 13:10

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætli þetta sé ekki blanda af hvorutveggja Kip.  Lélegri söngrödd og kjánahrolli vegna þess að foreldrar eiga ekki að tala, ekki að syngja, ekki að hreyfa sig nema til að rétta börnum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 13:30

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Örugglega frábær gaur hann Iceberg, bind miklar vonir við að hann passi upp á að láta kvenfólk ekki vaða yfir sig i framtíðinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 16:02

9 identicon

Datt í hug saga af bróður mínum þegar ég las þetta, hún var oft rifjuð upp heima hjá mér. Pabbi var mikill fréttafíkill og hlustaði á fréttirnar yfir kvöldmatnum. Það var ekki vel séð að við systkinin værum eitthvað að tala ofan í fréttirnar, fengum sem sagt athugasemdir frá pabba ef við gerðum það. Einu sinni sem oftar kom föðuramma mín í mat og fór að spjalla við fólkið. Þá gall í bróður mínum (6 ára) Þegiðu amma, pabbi er að hlusta á fréttirnar!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband