Leita í fréttum mbl.is

SUMARIÐ BÚIÐ? JEBB HJÁ MÉR

1

Mogginn spyr hvort sumarið sé búið og veðurfræðingurinn sem þeir tala við segir nei, nei. Það er ágætt ef góðir sólskinsdagar eru framundan en hjá mér er sumarið formlega búið.  Því lauk eftir síðustu helgi.

Ég vil hafa haustið sem lengst.  Þess vegna er það byrjað hjá mér.  Því fylgir:

Kerti og rökkur,

Laufblöð hingað og þangað (sem reyndar stífla hjá mér svalirnar "you have to take the bad with the good").

Regn sem lemur gluggana.

Vindurinn sem hvín.

Teppi sem tekin eru fram til að maður geti vöndlað sig.

Berjatínslu sem framin er ef ástæður leyfa.

Úff hvað það getur verið gaman að lifa.

Haustnefndin.

Úje.


mbl.is Er sumarið búið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi aðeins pínuogguponsulítið og snemmt finnst mér

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: krossgata

Ég er einmitt að velta fyrir mér að fara í vínberjasveppamó um helgina, tína eitthvað af berjum og taka upp smá rabarbara og sulta.  -- Dóttir mín talaði alltaf um vínberjasveppamó á tilteknum aldri, kom líklega til af því að einu berin sem hún kannaðist við á þeim tímapunkti voru vínber, mamman alltaf á þeytingin að tína einhver ber og endaði svo á að fara og tína sveppi líka, allt voða ruglingslegt... svo orðið vínberjasveppamór varð til.

krossgata, 9.8.2007 kl. 12:35

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, ég hélt í alvöru fyrst að þú værir á leiðinni í að týna þér einhverja skynörvandi sveppi eins og Berserkja eða eitthvað. Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 12:36

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Er þetta meðvitað með marjúanalaufablöðin?

Edda Agnarsdóttir, 9.8.2007 kl. 12:54

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ha Edda marjúanalaufblöð??? Í avörunni? Það hafði ég ekki hugmynd um

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 13:12

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Yess, sammála. Haustið er yndislegur tími.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.8.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987324

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.