Leita í fréttum mbl.is

UPPLJÓSTRARAR! HVERNIG FÓLK ER ÞAÐ?

1

Á "Litlu Frjálsu" í gær, fjallaði Jón Axel um nafnlaus bréf sem hann fengi reglulega, þar sem fólk væri að senda inn kjaftasögur um persónulega hagi fólks, sorgir þeirra og örlög.  Jón Axel afþakkaði slúðrið og nafnlausu bréfin.  Mér fannst þetta tímabær umfjöllun hjá JA.  Ég hef svo oft velt því fyrir mér hverjir "uppljóstrararnir" eru?  Hvernig fólk er það sem í skjóli nafnleyndar gerir svona hluti?

Uppljóstrararnir sem henda sér á síma þar sem tekið er við nafnlausum ábendingum um fólk og einkahagi þess, eða setur í póst nafnlaus bréf í þeirri von að óvandaðar manneskjur taki við og komi á framfæri til almennings. Eru þeir bara venjulegar manneskjur eins og þú og ég? Nebb, ég held ekki.  Ólýginn sagði mér!

Dæmi:

Fjölmiðlarnir, sérstaklega slúðurblöðin, sem birta sóðaskapinn, oft án þess að grafast fyrir um sannleiksgildið og fela sig á bak við "heimildarmennina" sem þeir sjá sér ekki fært að ljóstra upp um.  Þeir sem fyrir róginum verða eru allt í einu komnir með sönnunarbyrði.  Þeir þurfa að afsanna óþverrann.  Þetta hefur oft hörmulegar afleiðingar eins og allir vita.

Upplýsingalínur Skattsins og Tryggingastofnunar svo dæmi sé tekið.  Þar sjá ríkisstofnanir enga ástæðu til að vanda vinnubrögðin og láta launaða starfsmenn sína sinna eftirlitshlutverki sínu, heldur höfða þeir til lægstu hvata manneskjunnar og láta óvildarmenn úti í bæ sjá um að koma  með nafnlausar ábendingar.  Smekkleg vinnubrögð.  Oftar en ekki eru svona símalínur notaðar af uppljóstrurunum til að koma höggi á fólk sem þeim er í nöp við og það getur liðið langur tími þar til kemur í ljós að fórnarlömbin eru blásaklaus.  Smart.

Þetta er bara brot af ísjakanum, það sem ég tek hér sem dæmi.  En ég hef oft velt þessu fyrir mér, þar sem mér eru svona mál ekki alveg óskyld, þó langt sé um liðið.  Ég velti t.d. fyrir mér;  hvernig uppljóstrarnir eru í framan (borða þeir, fara í bað, bjóða góðan daginn eins og við hin?), hvað þeir eru að hugsa, hvort það fái martraðir, samviskubit, löngun til að hafa látið ógert?  Bara ef ég vissi.   En uppljóstrar ganga auðvitað ekki um með rauðan blett á nefinu, því er nú árans ver.  Auðvitað veit sá sem fyrir verður oftast hver á í hlut, svona nokkurn veginn,  en það breytir svo sem engu.  Skaðinn er skeður.

Það sem hins vegar skiptir máli er að það er til vandað fólk, eins og t.d. fjölmiðlungar eins og Jón Axel á sinni Litlu Frjálsu og sem betur fer eru velflestar manneskjur með andúð á svona vinnubrögðum, hvar sem þau er að finna.

Og nú er það frá.

Jeræt

Újeeee


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dís

Ég var búin að skrifa heillanga athugasemd..... svo var svo lítið vit í henni að ég læt duga að segja "sammála"

Birna Dís , 8.8.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Ragnheiður

Litla frjálsa skoraði mörg stig hjá mér í gær við þessa færslu. Það mættu fleiri hafa vit á að sortéra *hóst DV hóst* ruglið sem þeim berst í pósti.

Ég er náttlega eins og hinir kúkarnir í lauginni, fæ aldrei bréf en oft reikninga

Ragnheiður , 8.8.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á svo skemmtilega skrýtna, sænska vinkonu sem þráast við að nota bréfaformið til að vera í sambandi og ég elska bréfin hennar.

Takk Birna Dís, ég er nú samt alveg viss um að það hefur verið heil mikið vit í athugasemdinni þinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2007 kl. 13:59

4 identicon

*VIT*

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 14:01

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahhahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2007 kl. 14:02

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heimildarmenn eru litlar lufsur með lásí sál og þrífast á því að tala illa um aðra og halda að þannig geri þeir sig æðislega. Kalt mat.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 15:41

7 identicon

Þau eru ófá "skáldin" af uppljóstraragerðinni ... en öll jafnvond og illa innrætt (meðfinguríkokikarl)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2986904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband