Leita í fréttum mbl.is

KRÚTTBLOGG

blogg25

Jenny Una Eriksdóttir (takið eftir errin eru komin í eðlega tölu, nema þegar hún segir Einarrrr) var hér í pössun í dag.  Þessi dagur, sem var frekar mikill bömmer svona heilsufarslega séð, snarlagaðist við komu þessarar rúmlega tveggja ára gömlu nöfnu minnar.  Hún er ömmu sinni og Einarrri endalaus uppspretta gleði og hláturs og gerir fjarveru hans Olivers og hans Jökuls, þolanlegri fyrir vikið.

Smá sýnishorn:

Emma öfugsnúna hefur verið lesin mikið undanfarið. Það er mikið hlaupið í smiðju Emmu við hin ýmsu tækifæri.  Jenný klæðir sig úr fötunum þar sem hún stendur og amman spyr:

"Jenny mín, af hverju ertu að klæða þig úr?" Jenny: "Mé er ekki kallt" (fullkomlega rökrétt.  Því að vera klæddur þegar manni er þokkalega heitt?).

Jenny ræðst til atlögu við kjól sem hún æltar að klæða sig í "alle sjálf" og  "alle skrass".

Amman bendir barni á að kjóllinn sé öfugur.  Jenny: (fullviss um hvað hún vill)"ég veit það, ég vil vera öfugsnúin".  Hún setur síðan sokkabuxurnar á höfuðið og segir: "ég núna meira öfugsnúin".

Við bökum og amman kennir barni hin ýmsu innhöld kökunnar, réttir að barni negul og spyr: "hvað heitir þetta Jenny mín?".  Jenny (doldið pirruð svona): "ég veit ekki alla hluti" Þarna nánast datt ég niður dauð og beið eftir að á eftir þessu svari kæmi fyrirlestur um flogaveiki eða líf á hafsbotni í milljón ár.  Ég missti kúlið.

Svo fórum við í stafrófspússluspilið.  Jenny týnir fram J fyrir Jenny, A fyrir Ömmu, E fyrir Einarr, M fyrir Mömmu og P fyrir pabba.  Amman tekur upp D og ætlar að bæta nýjum staf í safnið.  Ég spyr hver eigi þennan staf.  Jenný: "ég veit ekki aleg, bara maður en mamma mín er alltaf að kaupa pakka í London".  Okok ég náði skilaboðunum.  Pússluspilið úti. 

Svo settist hún og söng um prinsessur, froska, Línur og Madittur.

Ég var hamingjusöm og dauðþreytt þegar hún hélt heim á leið með pabba sínum sem er alltaf að tromma í London (what, það er mamma hennar sem er í London pabbi hennar var að koma að norðan, en kva?)

Leiðrétti það næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Love this.....

Þröstur Unnar, 7.8.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef sagt það áður, þetta er yndislegt barn

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Ragnheiður

hehe hvað er þetta kona ! Maður getur ekki vitað allt !! Æj hún er yndisleg,það er ofsalega gaman að fá að fylgjast með henni svona á ömmusíðunni

Ragnheiður , 7.8.2007 kl. 21:00

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skemmtileg stelpa!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 21:20

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hún er rúsínurassgat aldarinnar þessi krakki

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 21:21

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Brynja Hjaltadóttir, 7.8.2007 kl. 21:34

7 identicon

Ömmudraumurinn

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 21:41

8 identicon

hún Jenný Una Eriksdóttir er mesta krútt norðan Alpafjalla  Smjúts á þig líka  fyrir ömmublogg!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 22:27

9 Smámynd: Elín Arnar

"ég veit ekki alla hluti" Æðisleg lína Fleiri sögur af litla snillingnum

Elín Arnar, 7.8.2007 kl. 22:58

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2007 kl. 23:20

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

"Ég veit ekki alla hluti!" SNILLD!  

Laufey Ólafsdóttir, 7.8.2007 kl. 23:52

12 identicon

snilld

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 23:56

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta með að vita ekki alla hluti, hefur hún ábyggilega heyrt mig eða Einarrr segja nýlega, því ég svara stundum svona þegar ég nenni ekki að tala og hann eflaust líka.  Allavega fékk ég hálfgert áfall, barn er ekki nema tveggja og hálfs þannig að hún er nýkomin af agústiginu for craying out loud.  Með framhaldi í stafrófsfyrirkomulaginu verð ég að hætta að blogga nema um blóm og börn, því áður en ég veit af verður hún farin að lesa, gott ef ekki blogga.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 23:57

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg færsla

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2007 kl. 00:48

15 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Hvað gerði krúttið við öll auka R-in, sem hún er núna hætt að nota? Margrét mín myndi áreiðanlega þiggja þau, hún er enn gjörsamlega R-laus.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.8.2007 kl. 13:25

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún á þau í pússi sínu Ragnhildur mín, skutla þeim til þín við tækifæri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2987361

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband