Leita í fréttum mbl.is

Í FYRSTA OG SÍÐASTA SINNI..

 

..blogga ég um veður.  Haustið kom í gærkvöldi.  Það var svo dimmt að ég varð að kveikja allsstaðar, það hvein í öllu og það varð ískallt allsstaðar.  Meira að segja teppin voru tekin fram.

Ég er ekki sormædd yfir þessu.

Bara hissa.

Jenny Una Erriksdóttirr vaknaði fyrir allar aldir.  Setti hvert einasta tuskudýr sem hún á í rúmið hjá ömmunni, hoppaði smá á okkur, "klikkaði" bakið á mér og á endanum sagði hún: Amma koddu frrram.

Núna er hún að horfa á stubbana, vafin inn í teppi.

Amman er hinsvegar að blogga og að drepast úr kulda.

Úje.


mbl.is Spáð hlýju veðri sunnanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ömmuvaktin yndæl er allt er voða gaman. Vildi vera nú með þér og börnin léku saman.  knús til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 08:36

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Var aå passa däullurnar mäinar äi görkvldi - Úps gleymdi að skipta yffir í íslenska! Var að passa dúllurnar mínar í gærkvöldi. Það var æði.

Edda Agnarsdóttir, 5.8.2007 kl. 09:20

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nú er ég að fara aftur til DK og svo heim á miðvikudagsmorgun!

Edda Agnarsdóttir, 5.8.2007 kl. 09:21

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það er orðið ansi dimmt á kvöldin en  ertu ekki með hita á ofninum. ???

Kristín Katla Árnadóttir, 5.8.2007 kl. 09:38

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ ekki segja þetta að haustið sé komið, mér varð bara kalt af því að lesa færsluna þína!

Huld S. Ringsted, 5.8.2007 kl. 10:09

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Haustið er tíminn.

Vona að þú lagist í bakinu, eða þá láttu snúlluna bara hoppa á maganum á þér, þá smellirðu til baka.

Þröstur Unnar, 5.8.2007 kl. 10:32

7 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já það kemur haust eftir sumri  já er teppi bara ekki gott og svo má líka láta hita á ofinn sem Kristín var að sega

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.8.2007 kl. 10:39

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Góðan daginn Jenný Anna og Jenny Una.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 11:15

9 identicon

Hér fyrir norðan er búið að vera haustveður alla helgina, sem hefur m.a.  þýtt að lítið eru um næturgönguferðir útihátíðargesta um hverfin i bænum á nóttunni, allt voða rólegt. Það er eiginlega eins og ekkert sé að gerast hér í bænum þó að það séu einhverjir 7000 viðbótaríbúar hér. Það var meira að segja engin bílaumferð þegar ég keyrði þá yngri á ball kl. 11 í gærkvöldi, vakti svo eftir henni, ballið hjá Páli Óskari var ekki búið fyrr en 3. Það var eins og ég ætti heima í sveit eða eitthvað, miklu minni umferð en um venjulega helgi. Svona upp á friðinn að gera mæli ég með að það verði líka sett aldurstakmark á bíladagana  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 11:25

10 identicon

Góðann daginn dömur mínar.  Jenný, er ekki kominn tími á að þú heklir á þig ullarsjal ?? Svona fyrir veturinn gæska.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 11:42

11 Smámynd: Ragnheiður

brrr já en það er komin sól hérna heima hjá mér en það er nokkuð hvasst,sé það á trjánum og hundafeldinum áðan þegar þeir fóru út að spræna. Það er allaveganna of kalt til að sitja á nærunum í stofunni, ég er búin að klæða mig.

Ragnheiður , 5.8.2007 kl. 11:51

12 identicon

Það er nú svo hlýtt í Keflavíkinni að ég er bara á túttonum og torfunni

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 12:19

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hávaðarok hérna megin. Var næstum fokin út í á, þegar ég fór með labbakút að athuga hvort eitthvað hefði breyst síðan í gær

Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 12:33

14 Smámynd: Birna Dís

Veðrið hérna lítur svo vel út um gluggan - ég held ég haldi mig bara inni og ímyndi mér að það sé jafn gott veður og það lítur út fyrir að vera

Birna Dís , 5.8.2007 kl. 12:36

15 identicon

Alltaf besta veðrið á Akureyri - þrátt fyrir að sé slæmt stundum

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986914

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband