Laugardagur, 4. ágúst 2007
LJÓTAN AÐ GANGA
Ef ég væri ekki svona íðilfögur frá náttúrunnar hendi, mætti beinlínis segja að í dag væri ég með ljótuna. Hárið á mér lítur út eins og ég hafi hrært í því með handþeytaranum og ég er náföl í framan (af skelfingu yfir hárinu sko). Svo er ég í bleik-slettóttum bómullarnáttbuxum, þar sem rúma má tvo stæðilega karlmenn til viðbótar hinni aumu mér og hippamussan eiturgræna kórónar svo sköpunarverkið.
Það er alveg í lagi að vera með ljótuna heima hjá sér. Jenny Una gerir engar athugasemdir þó amman sé eins og splæstur vindill í útliti en ég fór að hugsa um hvað ég myndi gera ef einhver hringdi á bjöllunni. T.d. einhver að safna flöskum fyrir íþróttafélag. Það gerist ósjaldan. Eða ef einhverjum vinum eða vandamönnum dytti í hug að kíkja í heimsókn. Meira að segja mínir nánustu ættingjar eins systur mínar og foreldrar eru ekki nægjanlega skyld mér til að ég leggi þetta á þau, reyndar er enginn nema húsbandið og Jenny Una sem fá að bera dýrðina mig augum þegar svona stendur á. Að þessu sögðu getið þið ímyndað ykkur hvernig ókunnugu fólki gæti orðið við.
Ég er farin í "extreme makeover" og það á stundinni.
Rís upp eins og fuglinn Fönix að því verki loknu.
Kaffi og kökur í boði á kærleiksheimilinu eftir nákvæmlega fjóra klukkutíma.
Ójammogjá!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986914
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
hey ég kem stökkvandi strax, er alveg í stíl við þitt útlit !
Ragnheiður , 4.8.2007 kl. 20:13
Taktu þig til kjelling, er að koma.
Þröstur Unnar, 4.8.2007 kl. 20:18
Bíddu, getur verið að þetta smitist í gegnum bloggið?
Svei mér, ef þér hefur ekki tekist að klína þessu á mig líka...
Bölvuð.
Maja Solla (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 20:35
Hvað er þetta eins og í sveitinni í gamladaga - bara kvöldkaffi og fínerí! Ég kæmi undir eins ef ég væri ekki í Sverige.
Edda Agnarsdóttir, 4.8.2007 kl. 20:36
Trúi ekki orði af því sem þú segir ... kommon þótt einn hárlokkur sitji ekki rétt og hippamussan sveiflist, só! Þú ert ábyggilega eiturfögur, isskan. Myndi sko koma til þín ef ég væri ekki í sveitinni og byggi ekki á Akransi og ... ef þú værir ekki að koma til mín eftir sjö daga.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.8.2007 kl. 20:42
haha 4 tíma. Takktu bara Gurríuna á þetta og vertu klár eftir 2,5.
Ólöf Anna , 4.8.2007 kl. 21:01
mín.
Ólöf Anna , 4.8.2007 kl. 21:02
ljótan? Þekki ekki hugtakið..........
viss um að þú ert innst inni alltaf falleg, bara mislangt inn.......
Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2007 kl. 21:09
Mamma mín lýsti ákveðnu ástandi þannig að hún væri eins og reytt hænurassgat í vindi. Er þetta eikkað soleiðis???
Ég segi eins og Gurrí, þú varst búin að segja í einhverri færslu í dag að þú tækir þér það bessaleyfi að falsa, staðfæra og ég veit ekki hvað frá þessum heimildamanni þínum. Hann hefur örugglega sagt eitthvað yndislegt og fallegt um útlitið á þér og þegar það er búið að fara í gegnum ritskoðun er þetta útkoman
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 21:13
PS: meilímeil
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 21:43
Anna mín, sko suma daga er maður eins og "hænurassgat í vindi", s.s. með ljótuna. Þannig dagur er þetta í dag. Ég nánast gargaði í hvert skipti sem ég gekk framhjá spegli.
Hrönn mín, ljótan er þegar þú ert ljót frá hári og niðurúr og ert gangandi sjónmengunarfyrirkomulag.
Gurrían verður ekki tekin á þetta ástand ÓA, það er of illa fyrir mér komið í dag.
Görr er alltaf fögur en núna er ég töluvert minna fögur en þegar ég kem stormandi í ammílið.
Og hér kemur enginn í heimsókn (grimmdarkall) því það fer í skapið á mér að vera illa haldin af ófríðu.
Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 22:48
ég finn til með þér Jenný mín en er jafnframt glöð að hafa fundið þjáningarsystur því ég er einmitt með ljótuna á hæsta stigi. Við erum samt heppnar að svona slæm tilfelli hafi borið niður á frídegi. Annars hefði ég sennilega hringt mig inn veika. VIÐ VERÐUM FALLEGAR Á MORGUN!!!
Elín Arnar, 4.8.2007 kl. 23:10
Ók Elín, notum nóttina í sparsl og aðrar akútaðgerðir fyrir morgundaginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 23:19
ég er með 20 kílóa fötu af sparsli hérna, það verður kannski smá afgangur þegar ég er búin...viljiði smá slettu ? þetta er timburveggja sparsl, bara smá myglað sumsstaðar...
Ragnheiður , 4.8.2007 kl. 23:32
OMG ég er að gleyma einhverju eþagi??? Afmælisfóbían er komin upp. Hverju er ég að gleyma?
Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 23:44
Jenní, svaka varst þú fúl að segja að skoðanakönnun mín væri leiðinleg.
Þú sem ert í baráttunni eftir fyrsta sólarhring.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 5.8.2007 kl. 00:00
Ég sagði ekki Kalli minn að hún væri leiðinleg. Ég sagði að hún væri asnaleg og með því meinti ég (og hefði átt að útskýra betur) að það er ekki hægt að velja úr stórum hópi frábærra bloggara sem allir blogga hver á sinn máta. Ég var með svo mikinn valkvíða að ég átti í stökustu vandræðum. Hehe, fyrirgefðu hvað ég var leiðinleg.
Kveðja from me to you.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 00:15
meilímeil
Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.