Leita í fréttum mbl.is

KIM WILDE EKKI DOTTIN UPPFYRIR!

1

Ég er alveg steinhissa hvað sumir listamenn (eiginlega í gæsalöppum en þó ekki alveg) hanga lengi í bransanum.  Ég man eftir Kim Wilde þegar hún sló í gegn í Svíþjóð þegar ég bjó þar, með lagi sem heitir "Kids in America".  Það var ekki hægt að kveikja svo á útvarpi að eyrunum á mér væri ekki ofboðið með fröken Wilde.  Nú var hún hér í nótt og er á leiðinni til Færeyja.  Gott hjá henni.  Kannski er hún bara flott, og ég kann ekki gott að meta.  Fínt ef þeir í Færeyjum hafa gaman að stelpunni.

Á sama tíma var Svíþjóð líka hertekin af bláklæddum Nolan-systrum sem gerðu Kim Wilde að Maríu Callas poppsins.  Þær voru sum sé hroðalegar.

Bara datt þetta í hug og fór á nostalgíuhorror.

Ójá


mbl.is Óvænt Íslandsferð Kim Wilde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hú ðe hell is ðis ?

Ragnheiður , 4.8.2007 kl. 19:31

2 identicon

Man eftir nafninu en ekki tónlistinni hennar

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 19:57

3 identicon

Hún getur sennilega spurt "Veistu hver ég var"

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 21:38

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hún var hálfraddlaus greyið. Þótti agalega sexý og sýna mikið ef ég man rétt. Sennilega væri hún eins og skólastúlka á miðað við holdið sem sýnt er í dag. Muuuuhhhaaa.

OMG Jenný Anna Baldursdóttir. Ég kannast sko við þessar bláklæddu. smá nostalgía í gangi hérna án þess að ég viti afhverju. Ætlaði á stækka myndina til að sjá dömurnar betur en ekkert gerist. Ég er ekki alveg að kveikja en eitthvað hef hlustað á þær. Örugglega þótt þær ææææææææææææði

Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 23:40

5 identicon

Svona svona, hún átti nokkra smelli back in the 80's. Þeir sem urðu vinsælastir voru líklega þessir. Trúi ekki öðru en þeir sem þá voru komnir til vits og ára rámi í einhver þeirra:

Four letter word:
http://youtube.com/watch?v=Zc_qBCA5KTg

Keep me hanging on:
http://youtube.com/watch?v=BNyRU0fKHAY

Cambodia:
http://youtube.com/watch?v=DI2K8d-52rE

Maggi (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 01:51

6 Smámynd: halkatla

veistu, ég hugsaði svo svipaða hluti þegar ég sá þessa frétt, reyndar las ég bara fyrirsögnina, það var nóg

halkatla, 5.8.2007 kl. 12:03

7 identicon

Ég tek undir með Jónu þær bláklæddu voru æði á þeim tíma. Fann myndband með Nolans og þetta lag var í miklu uppáhaldi um 1980. Algjör nostalgía.

http://youtube.com/watch?v=42Xu8zHbgAM&mode=related&search=

Sigga (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 19:07

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég held reyndar að Kim Wilde sé búin að afreka meira á ævinni heldur en flestir þeir sem hér skrifa, þó auðvitað séum við öll alveg svakalega dugleg.  Fyrir utan að vera sú breska kona sem sást oftast á vinsældalistum á 9. áratugnum þá er hún í dag virtur garðyrkjufræðingur sem hefur unnið mikið og merkilegt starf á því sviði. Talsvert af tónlistinni sinni samdi hún sjálf eða með bróður sínum og föður, hún fékk hún Brit verðlaun og túraði til dæmis með David Bowie og Michael Jackson. Hún er enn að enda bráðung, fædd 1960.

Markús frá Djúpalæk, 5.8.2007 kl. 21:33

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Kannski var hún bara að fara að gróðursetja tré. Það má heldur ekki gleyma því að einhver mesta gróska í tónlistarlífi veraldarinnar er í Færeyjum um þessar mundir. En sumir taka bara aldrei eftir neinu ef það er minna en þeir sjálfir.

Markús frá Djúpalæk, 6.8.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 2986915

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.