Leita í fréttum mbl.is

ERILL Í BORGINNI

1

Ég hef það frá fyrstu hendi, að ekki var að sjá í nótt, að þeir veisluglöðu hefðu yfirgefið borgina.  Nú staðfestir Mogginn það.  Heimildarmaður þessa fjölmiðils, sem vinnur í hringiðunni sagði mér að í fyrsta skipti í mörg ár, væri miðbærinn ekki eins og dauður bær um þessa helgi.

Allt var sum sé við það sama.  Ég er farin að trúa því að einhver breyting sé að eiga sér stað, því Mogginn segir líka frá því að rólegt hafi verið bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri.

Flott og ég vona að helgin verði slysalaus og allir komist heilir heim.

Þið á djamminu í borginni, slakið á í hátíðarhöldunum.  Hinsegin dagar eru næstu helgi og helgina þar á eftir er menningarnótt.  Algjör óþarfi að láta eins og það sé að skella á áfengisbann eftir helgi.

Hagið ykkur og skammist ykkar elskurnar mínar.

Rokkið og rólið í stuði með Guði.

Úje.


mbl.is Erill í miðborginni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

já ég fékk upplýsingar frá svipuðum aðila í hringiðunni. Bið að heilsa kallinum og hann er ekki meðtalinn í byrðinni sem ég var að kvarta um í gær....bara svo það sé á hreinu

Ragnheiður , 4.8.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sömuleiðis kveðjur til þín frá honum.  Hann les þig alltaf.  Að sjálfsögðu datt mér ekki í hug að halda að hann væri innanborðs inn kvartkórnum.  Skil alveg hvað þú meinar þar, var í mörg ár útvalið fórnarlamb fyrir fólk sem taldi sig eiga bágt en átti það EKKI miðað við það sem margir hafa lennt í sem kvarta sjaldan eða aldrei þrátt fyrir hörmulegar lífsreynslur.

Loveu

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 11:31

3 identicon

Góðan daginn! Hér fyrir norðan er útihátíðinni troðið uppá mann hvort sem manni líkar betur eða verr, og það er ekki alltaf spennandi að búa inní miðri útihátíð skal ég þér segja. Það seldust 700.000 lítrar af fýkniefni því er áfengi heitir fyrir helgina og það dugar vonandi til að fólk geti flúið raunveruleikann og "skemmt" sér ærlega. Mér finnst gaman að lesa síðuna þína og er farinn stökkva þarna inn reglulega, svo finnst mér magnað að sjá í tónspilaranum lög með gömlum uppáhaldstónlistarmanni Einari Vilberg en ég bíð alltaf eftir að plöturnar þrjár sem hann gaf út STARLIGHT, NOISE og platan sem hann gerði með Jónasi R. komi á geisladisk. Hafðu það sem best.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 12:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kæri Björn, þakka þér innlitið.  Nú er bæði Starlight og Jónas og Einar fáanlegt inni á tónlist.is.  Noise er væntanleg.  Skila kveðju frá Einari til þín.

Ömurlegt hreint að búa í miðri útihátið og ég var eimitt að segja það við hana Önnu vinkonu mína á Akureyri að það væri vont að eiga unglinga og eiga að halda þeim frá látunum, heima hjá sér.  Ekki er hægt að loka börnin inni. 

Kveðjur norður,

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 12:29

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er nú þó töluvert rólegra hérna heldur en í fyrra, þá var ég í fyrsta skipti hér á Ak á þessari helgi.

Huld S. Ringsted, 4.8.2007 kl. 12:33

6 identicon

Eru 18-23 ár ekki bara í borginni þessa helgi? Mér sýnist það. Það er rétt hjá þér Jenný að fólk lætur um hverja helgi eins og það skelli á þá brennivínsbann næsta mánudag.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 12:43

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heimildarmaður í hringiðunni segir að þetta hafi verið eins og venjulega, fólk á öllum aldri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 12:48

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Heimildarmaður minn hér á Akranesi (ekki í hringiðu) segir að hér hafi hátíðahöld legið niðri. Búist sé hins vegar við fjölmenni úr borg óttans um næstu helgi, og segir sá hinn sami að fólk almennt hér sé að undirbúa sig undir það. Sumir ætla að yfirgefa bæinn, tímabundið en aðrir vígbúast. Aðal hátíðahöldin verða, að mér skilst, í blokk einni sem gnæfir yfir bæ og haf við Langasandinn.

Komum heil heim, en ekki í stykkjum.

Þröstur Unnar, 4.8.2007 kl. 14:09

9 identicon

Takk fyrir kveðjuna

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.