Leita í fréttum mbl.is

ALLIR SEM HÉR KOMA..

..vita að ég tjái mig aldrei um drauma.  Af því þeir eru tilfinning, fyrir nú utan að vera hundleiðinlegir að hlusta á. T.d. Ég var á gangi á Laugaveginum en það var samt ekki Laugavegurinn og ég var með systur minni en hún var samt Erla vinkona og við fórum til New York en vorum samt á Íslandi. Ok sófar?

Þess vegna ætla ég ekki að segja ykkur hvað mig dreymdi í morgun, þegar ég lagði mig aðeins aftur, eftir að hafa vaknað á óguðlegum tíma.  Draumurinn innhélt:

Rán á veskinu mínu, óliðlegan leigubílstjóra, Hrönn bloggvinkonu, og mig með attitjúd við lögguna.  Ég sagði löggunni að hún skyldi passa sig að vera ekki með stæla því annars myndi ég blogga um hana!

Ég held að sú staðreynd að ég sé í tekjublaði Mannlífs (með mínar auðmjúku tekjur að sjálfsögðu) hafi hreinlega stigið mér til höfuðs. 

Að hugsa sér!  Ég með kjaft og hótanir við lögguna.

Vottisðevorldkommingtú?

Úje...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rosalega hefur þetta verið góður draumur.........................

Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 09:48

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hef nánast aldrei skilið drauma! En það er h´gt að þjálfa það upp eins og annað og njóta góðs af í daglega lífinu í sjálfsvitunar terapíu!

Edda Agnarsdóttir, 3.8.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókey ég er hvorki í tekjublaði Mannlífs eða í draumum þínum, hvað gerir það mig ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2007 kl. 10:41

4 Smámynd: Ragnheiður

ja ekki líst mér á það ef þú ert með attitjúd við lögguna blásaklausa...þekktirðu þennan leigubílstjóra nokkuð ?

Ég er í félagi með Ásthildi, ekkert í tekjublaði mannlífs heldur !

Ragnheiður , 3.8.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband