Leita í fréttum mbl.is

SNÚRUBLOGG

50

Það er orðið ansi langt síðan ég hef "snúrað".  Ég er ennþá edrú, en ekki hvað?  Ég má hinsvegar ekki gleyma snúrubloggunum, þó auðvitað séu þau ekki eins tíð og fyrst eftir að ég varð edrú.  Ég á merkilegt snúruafmæli um helgina.  En þá er komið ár síðan ég hætti að drekka.  Þá hófst mín edrúmennska þrátt fyrir að það tæki mig rúman mánuð að koma mér á Vog því auðvitað ætlaði ég að afvatna mig af læknadópinu sjálf, prívat og persónulega og má þakka fyrir að ég drap mig ekki við þá áhugamennskuafvötnun.  Það var þá þegar sykursýkin var komin á fullt og ég hafði ekki hugmynd um það.  Það má drekka á sig sykursýki ó já og eflaust eitthvað fleira.  Magnað. 

Allavega þá endaði ég á Vogi þar sem ég var afvötnuð af fagfólki og ég tel edrúmennskuna mína frá þeim degi sem ég varð lyfjalaus.  20. október s.l. gekk ég um á eigin safa í fyrsta skipti í nokkuð mörg ár.  Það var dásamleg tilfinning og hún hefur bara batnað.  Lífsgleðin hefur aukist með hverjum deginum síðan og hörmungar og þunglyndi vikið eins og dögg fyrir sólu (eða þannig, hægt og bítandi).

En.. það er ár síðan ég hætti að drekka.  Nánar tiltekið á laugardaginn.  Þann dag ætla ég að þakka mínum æðri mætti og þeim sem hafa gert mér það kleyft að lifa edrú lífi, og senda þeim fallegar hugsanir. 

Ég ætla líka að hugsa til þeirra sem enn þjást úr þessum hroðalega sjúkdómi.

Ég fer edrú að sofa í kvöld.  Svo mikið veit ég.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Edrúmennskan er yndisleg, þó svo ég fái mér einn léttan af og til þá er áhugi minn sífellt minni og minni. Til lukku með áfangann.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Ragnheiður

til hamingju með þennan áfanga mín kæra, yndislegt að lesa þetta

Ragnheiður , 2.8.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með þetta elskuleg.  Það fólk sem kemur sér upp úr fíkn, hvaða nafni sem hún nefnist eru hetjur í mínum augum.  Þú ert ein af þeim

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2007 kl. 12:36

4 identicon

 Takk fyrir að veita okkur hinum hlutdeild í bataferlinu - þú ert hetja - eigðu góðan dag

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 12:37

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Innilega til hamingju með áfangann. Þetta er mikill sigur yfir þessum sjúkdómi. Eigðu góðan dag með sól í hjarta. 

Sigurlaug B. Gröndal, 2.8.2007 kl. 12:46

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk snúllurnar mínar. Þið bloggvinir mínir hafið stutt mig svo vel

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 12:49

7 Smámynd: Báran

Til hamingju með áfangann   Gott að heyra þig nefna æðri mátt og eitthvað grunar mig að þú hafir stigið 12 skref enda sá æðri með fullkomin verkfæri handa okkur til betra lífs.  Sama í hvorri deildinni við erum.  Núið er gott,finnst þér ekki ?

Hip Hip fyrir Jenný

Báran, 2.8.2007 kl. 13:09

8 Smámynd: Yngvi Högnason

Flott.

 Dugleg stelpa.

Yngvi Högnason, 2.8.2007 kl. 13:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskurnar.  Núið er flott enda eins gott, það er það eina sem við höfum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 13:19

10 identicon

You´ve got meil

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 13:27

11 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Til hamingju, glæsilegur árangur, ég þekki þetta af eigin raun það er dásamlegt að vera edrú.

Hallgrímur Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 13:39

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Góður dagur til að eiga 1 árs afmæli. Knús og klem til þín Jennsla

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 14:01

13 Smámynd: Birna Dís

Til hamingju

Birna Dís , 2.8.2007 kl. 15:36

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert hetja

Hrönn Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 21:12

15 Smámynd: Rebbý

til lukku bloggvinkona

Rebbý, 3.8.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband