Leita í fréttum mbl.is

A-B-C OG DOROTHY

 

1

Ég á fósturdóttur.  Hún heitir Dorothy Nakawunde, er 12 ára og býr í Uganda.  Frá 9 ára aldri hefur hún verið stelpan okkar.  Foreldrar Dorothy eru bæði látin, úr AIDS.  Hún á sex systkini og hún býr í litlu þorpi hjá elstu systur sinni, sem vart er af barnsaldri, á 5 börn og maðurinn hennar er látinn, úr AIDS.

Það kostar mig heilar 1950 kr. á mánuði að leggja til með stelpunni minni.  Fyrir það fær hún að vera í skólanum, fær heita máltíð á hverjum degi, föt, læknisþjónustu, skólabækur og annað sem til fellur.  Hún hefur fengið tækifæri til að lifa af.  Það besta er að hún er hluti af ABC fjölskyldunni sem er að bjarga börnum út um allan heim og hún verður aldrei nafnlaust fórnarlamb fátæktar eða sjúkdóma, við þekkjum hana og fylgjumst með.

Ég fæ myndir af henni reglulega.  Ég held að hún sé á myndinni hér fyrir ofan, þekki skólabúninginn.  Einkunnaspjöldin berast mér reglulega fyrir utan jólakort og slíkt.  Það er nóg fyrir mig.  Þessi leggjalanga dóttir mín stækkar og stækkar.  Það sé ég þegar ég fæ myndirnar af henni tvisvar á ári.

Ég átti aðra dóttur á Filipseyjum, sem bjó hjá móður sinni við sorphaugana í Madrid.  Hún var 4 ára.  Einn daginn fékk ég bréf frá ABC.  Þær mæðgur voru horfnar.  Ég hef oft velt því fyrir mér hvað af þeim varð.  Upphæðin sem ég borgaði til þeirrar litlu var líka skammarlega lág.

Núna þegar það er í fréttum að það sé brjálað að gera í hjólhýsakaupum og kaupum á öðrum varningi þá velti ég því fyrir mér hvort við getum ekki staldrað aðeins við.  Höfum við það ekki gott?  Er ekki lag að setjast niður og forgangsraða smá? Við berum ábyrgð hvort á öðru.  Ég sé á fréttabréfi ABC að þeim sárvantar fleiri foreldra bæði í Kenýa og Pakistan.  Sara dóttir mín og skólasystur hennar hafa fengið hjálparstarfsáfanga við sinn skóla en þær hafa safnað fyrir skóla í Pakistan.  Það er búið að kaupa lóð og bygging skólans hefst í desember.  Þessar stelpur hafa lagt nótt við dag að safna peningum.

Það kostar sem sagt ekki mikið að bjarga lífi barns.  Ég hvet fólk eindregið til að skoða síðu ABC, www.abc.is.  Hjá ABC fer hver króna til barnsins engin aukakostnaður í "eitthvað" eins og svo oft er í hjálparstarfi. 

Þessu langaði mig að deila með ykkur á þessum fyrsta degi mánaðarins þegar flestir eiga peninga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Heyr, heyr! Það er af nógu að taka í svona hjálparstarfi. Ég er viss um að ABC eru hin mætustu samtök og á þessu heimili höfum við góða reynslu af SOS barnaþorpunum. Ég held að þetta skipti líka miklu fyrir börn hérna heima, að geta fylgst aðeins með lífi þeirra sem eiga undir högg að sækja og alast upp við að reyna að láta eitthvað gott af sér leiða.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.8.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held eimitt Ragnhildur að það sé bráðnauðsynlegt að þróa með krökkunum okkar samkennd með náunganum og að gera eitthvað án þess að óskapast bara um að allt sé að fara til helvítis.  Þarna erum við sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég á strák í Uganda, hann heitir Kabuza og er fæddur 2002. Ég er búin að hafa hann í 2 ár og finnst alltaf jafn gaman að fá myndirnar af honum. Hann hefur stækkað og mannast helling. Hann er hjá ömmu sinni, foreldrarnir eru týndir. Dóttir mín er líka með ABC barn, telpu.

Ragnheiður , 1.8.2007 kl. 12:31

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún Hakmo bloggvinkona var að fá sér stelpu í Pakistan.  Ég klökknaði.  Færslan skilaði árangri.  Einn er fínt.  Ef fleiri þá Bónus.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 12:36

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þið eruð alveg meiriháttar.

Marta B Helgadóttir, 1.8.2007 kl. 12:41

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég styrki barnaþorp........

Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 12:52

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég borga í Heimsforeldra. Munurinn á því og ABS er að þú borgar svipaða upphæð sem notuð er fyrir hópa af börnum og reglulega fær maður fréttir af því í hvað peningarnir hafa verið notaðir. Systir mín hefur hins vegar borgað með einu barni í 12 eða 13 ár og fær allt eins og þú Jenný.

Edda Agnarsdóttir, 1.8.2007 kl. 12:52

8 Smámynd: Garún

Ég á líka eina dóttur á Indlandi.  Ég sendi mynd af mér með hestinum mínum og næstu tvö árin fékk ég teikningar af ísjaka með mér og hestinum mínum.  Mér finnst þetta alveg æðislegt og þegar ég hætti að reykja ætla ég að borga með fleirum. 

Garún, 1.8.2007 kl. 13:01

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott og verðugt framtak.  Ég ætla að spá í þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 13:22

10 identicon

Ég "á" strák í Úganda.  Mér finnst frábært að þú vekjir máls á þessu.  Það ætti að vera skylda allra sem það geta að styrkja svona málefni.  Svo er ég fylgjandi því að það komi greiðsluseðlar um hitt og þetta til að styrkja inn í heimabankann því þá er svo auðvelt að smella á "greiðsa og skil ekki fólk sem er að amast út af því (það getur bara ýtt á "eyða" eða "fela" eða eitthvað) og haldið áfram að rífast í fjölskyldunni og vera fórnarlömb.   

Guðfinna (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 15:13

11 identicon

Ég er búin að ákveða að fá mér barn um leið og ég er búin að taka til og skipuleggja fjármálin doldið.
Ætli það verði ekki bara um leið og við komum út.
Hlakka gífurlega til, og mér finnst næstum að það ætti að setja þetta sem nefskatt á alla...

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 16:27

12 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég á fósturdóttur í Gulu í Uganda og það er gaman að sjá hvað hún stækkar og mannast á myndunum sem ég fæ af henni. Á þeirri fyrstu var hún með uppblásinn kvið, það er hún ekki lengur.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.8.2007 kl. 17:46

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðfinna:  Góður með fórnarlömbin.  Híhí.  Bilast úr hlátri.  MS pældu í því.. 1950 kr. á mánuði, þú finnur ekki fyrir því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 18:04

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég á stelpu á Indlandi

Jóna Á. Gísladóttir, 1.8.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband