Leita í fréttum mbl.is

ÉG VEIT HVAÐ MÁNABIKAR ER!!

Ég komst að því í dag að ég er fáfróð á sumum sviðum.  Það kom mér gjörsamlega í opna skjöldu enda veit ég yfirleitt alla skapaða hluti betur en flestir aðrir.  En þarna var kategoría sem var mér eins og lokuð bók.  Á einu bloggi var minnst á mánabikar og höfundur gaf sér að allir vestrænir lesendur síðunnar vissu hvað það væri.  Höfundur hafði 99,9% rétt fyrir sér.  Ég var sú eina í athugasemdakerfi þessa bloggara (sem ég ekki man lengur hver var) sem ekki vissi hvað fyrirbærið mánabikar er.

Ég gaf mér að þetta væri eitt af hjálpartækjum ástarlífsins, því við athugasemdirnar voru hallærisleg hint um að þetta væri svona kyn-eitthvað.  Dót í dótakassann en núorðið eru fólk með dótakassa undir kynlífsleikföngin sín.  Hvað varð um rómansinn ha?   Hm...

En ég fékk link frá viðkomandi bloggara.  Ég veit núna hvað mánabikar er.  Hann er ekki dótakassakandídat. 

Svei mér þá ef ég var ekki alveg ágætlega komin með fáfræðina.  Þetta segir mér lítið sem ekkert.

Vitið þið hvað mánabikar er?

Auðvitað, þið eruð svo kúl sem komið inn á þessa síðu.

Tellmísomþingædóntnó!

Úje

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég hélt mig vita það, var ekki viss, svo ég gúgglaði. og ég hafði rétt fyrir mér. En ekki ætla ég að upplýsa um málið hér.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.8.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: halkatla

hef ekki hugmynd! ó nú er Dúa búin að upplýsa mig

halkatla, 1.8.2007 kl. 00:43

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hver urrar á afkvæmið?  Come from mountains!

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 01:42

4 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Mánabikar er viðbjóðslegt staupglas úr gúmmí sem sveitó konur troða upp í ( bíp ) á sér og safna tíðarblóði í, í staðinn fyrir gömlu góðu normal dömubindin og túrtappana .... jakk.

Skál :Þ

Eva Þorsteinsdóttir, 1.8.2007 kl. 02:27

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þið eruð góðar.........

Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 07:05

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er eins og nafn á blómi.  En þá virðist það bara safna blóði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2007 kl. 07:41

7 Smámynd: Svartinaggur

Það sem sumir hér segja að mánabikar sé, er það sama og ég heyrði einhvern tímann kallað álfabikar. Um að gera að búa til nógu mörg nöfn yfir þetta.

Svartinaggur, 1.8.2007 kl. 08:06

8 identicon

Þetta ku vera afskaplega þægilegt fyrir þær sem þola gömlu græjurnar illa.
Kostar einhvern 6-10.000 kall, en endist líka í einhver 10 ár eða hvað það er.
Hef ekki lagt í þetta enn, finnst allir aðskotahlutir alveg ákaflega ósjarmerandi...

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 08:28

9 identicon

Ég er greinilega sveitó því að ég hef notað álfabikar í tíu ár með góri reynslu.  Álfabikar, eða túrbolli einsog ég hef nú venjulega tittlað gripinn, er eitthvað sem ég mæli með "Big Time"

Guðbjörg (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 08:29

10 identicon

Þetta er mesta snilld sem fundin hefur verið upp. Álfabikar er úr náttúrulegu gúmmí en mánabikar úr silikoni. Langt frá því að vera sveitó, kemur í veg fyrir sveppasýkingar og er umhverfisvænt í meira lagi.

Guðrún (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 08:36

11 identicon

...og er ódýrt því að 6000kr eru fljótar að borga sig upp því að bikarinn endist og endist.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 08:41

12 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Í gamla, gamla daga komum við saman nokkrir félagarnir, er tungl var fullt, og drukkum (hvert tækifæri notað) svokallaða „mánaskál“. Eða einsog vinur minn spurði eitt sinn: Hvor er stærri, tíðahringurinn eða vítahringurinn? Hans svar var vítahringurinn.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 1.8.2007 kl. 08:47

13 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hélt að þetti héti ÁLFABIKAR !!!!!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.8.2007 kl. 09:10

14 identicon

Gvöððð - Jenný mín - það er eins gott að þú átt góða bloggvini og vinkonur sem sjá um að uppfæra þekkingu þína svona reglulega (stríðnispúkakarl) Ég fékk vitneskju um þetta fyrirbæri árið 1999. Hann var reyndar kallaður álfabikar þá eins og kemur fram í sumum kommentunum hér fyrir ofan. Það sem bent var á þá sem styddi að konur notuðu frekar bikarinn en dömubindi var meðal annars umhverfisverndarsjónarmið, þ.e. að hætta að búa til allt þetta magn af rusli í formi notaðra dömubinda og svo það að í bindunum væru alls kyns bleikiefni og viðbjóður sem væru skaðleg líkamanum og náttúrunni. Sem sagt allt fólk sem vill kalla sig grænt, eða eigum við að segja vinstri-grænt (afturstríðnispúkakarl) verður nottla að vita hvað mánabikar er (ennogafturstríðnispúkakarl - lofa að stríða ekki meir það sem eftir er dags)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 09:16

15 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég hef átt svona græju í mörg ár..

Brynja Hjaltadóttir, 1.8.2007 kl. 10:02

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég skil bara Betu - það er það dásamlegasta sem ég gekk í gegnum það voru tíðar hvörfin.  En ég trúi ekki öðru en að Mánabikar sé eitthvað annað en Álfabikar!

Edda Agnarsdóttir, 1.8.2007 kl. 11:15

17 Smámynd: Garún

Ég reyndi þetta einu sinni, en eftir fimm tíma á klósettinu ákvað ég bara að láta þetta gossa í brækurnar.....

Garún, 1.8.2007 kl. 11:22

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska ykkur - öll.  Ég tek vítahringinn fram yfir tíðahringinn.  Hahahaha.  Anna það gat nú verið að enn ein helvítis "blóðtakan" ætti að fara fram á konum og láta okkur vera með samviskubit yfir umhverfisspjöllum vegna þessara örfáu millilítra af blóði sem við framleiðum af og til. Nei segi ég, eyðum skógunum, spænum þá upp bara og Garún mér finnst þú hafa sýnt verulega viðleitni með fimm tímunum þínum.

Áföll geta verið af hinu góða.  Fékk eitt öflugt 1994 sem varð til þess að blóðið fór (ég er ekki að djóka) og það hefur ekki sést síðan. Svona getur kona verið lánuð í óláninu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2007 kl. 11:35

19 identicon

Ef maður getur ekki nælt sér í áfall þá er alltaf hægt að grípa í átröskun, virkar jafnvel.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 11:51

20 identicon

Álfabikar og mánabikar gera það sama, nema mánabikar er úr siliconi og álfabikar úr held ég latexi....

Kristbjörg (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.