Leita í fréttum mbl.is

HROKI, HEIMSKA EÐA GRÆÐGI?

1

Svei mér þá, en stundum þegar ég les eða hlusta á fréttir þá trúi ég ekki mínum eigin eyrum/augum.  Í dag er forsíðufrétt á Fréttablaðinu um að karlahópur Femínistafélagsins þurfi að borga sig inn, þar sem þeir eru að vinna sjálfboðaliðastarf á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem er auðvitað ómetanlegur liður í baráttunni gegn nauðgunum.

Eins og það sé ekki nóg, að allir sjálfboðaliðar á svæðinu, skv. Tryggva M. Sæmundssyni, borgi sig inn fullu verði, þá segir Tryggvi að listamennirnir sem koma fram á hátíðinni borgi sig inn líka.  Það sé yfirleitt dregið af laununum þeirra.

Fyrir mér eru það ekki fréttir að það sé sums staðar borin lítil virðing fyrir listamönnum þessarar þjóðar.  A.m.k. þá hef ég heyrt ófáar sögurnar af því hvernig farið hefur verið með tónlistarmenn, svo dæmi sé tekið.  En getur verið að þessi aragrúi listamanna sem fram kemur um helgina í Vestmannaeyjum sé meðvitaður um að þeir séu að borga sig inn í vinnuna?  Að þeir hafi ekkert við það að athuga?  Mikið skelfing langar mig til að fá svar við þessu.  Ekki er Tryggvi, sem er einn talsmanna Þjóðhátíðar, að fara með staðlausa stafi?

Ef svo ótrúlega vill til að þetta sé rétt sem maðurinn segir eru þeir þá ekki aðeins of peningagráðugir mótshaldararnir þarna í Eyjum?

Anybody?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég renndi augunum á hlaupum yfir þessa frétt í Fréttablaðinu. Ég á hlaupum sem sagt. Fyrstu viðbrögðin voru, djöfulsins kjaftæði að skemmtikraftar borgi sig inn þar sem þeir eru að skemmta???!! En ég er kannski svona græn. Og hvers konar andskotans óvirðing, samviskuleysi og ligeglad-mennska er það eiginlega að forsvarsmenn Þjóðhátíðar í Eyjum, vilji ekki gera allt til þess að þessir sjálfboðaliðar séu á staðnum. Ég á ekki til aukatekið orð.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2007 kl. 19:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegur andskoti eða bara græðgi, það getur ekki verið neitt annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2007 kl. 20:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á líka erfitt með að trúa því að listamennirnir borgi sig inn.  Spurning hvort þeir viti það?  Eða er maðurinn að segja ósatt?  Það getur varla verið en hann er einn af talsmönnum Þjóðhátíðar.

Svo er náttúrulega gengdarlaus dónaskapur og vanþakklæti að láta allan þann fjölda sjálfboðaliða, sem gefa tími sinn og vinnuframlag borga sig inn.  Í öllu falli þá er þetta ákaflega ógeðfellt, hvernig sem maður snýr þessu og ég myndi aldrei samþykkja að mín  börn eða þau sem ég hefði yfir að ráða stigu þarna fæti inn fyrir hlið.

Ojbara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 20:19

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Allt þrennt held ég. Svo segja þeir í öðru orði að þessir sjálfboðaliðar séu hálf óþarfir því þeir eru með alla aðstöðu sjálfir. yeahshure!  Það ætti að vera metnaður hjá umsjónarmönnum að sem mest forvarnarstarf sé unnið á svæðinu sjálfu.

Kristján Kristjánsson, 31.7.2007 kl. 20:20

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Kristján en ég er með hálfgert ógeð á þessum köllum eftir að hafa lesið þessa frétt.  Ísköld peningahyggja og ekki vottur af virðingu fyrir mótsgestum, sjálfboðaliðum og listamönnum.

Heldur þú að það sé rétt að inngangseyrir sé dreginn af kaupi listamannanna?  Þá er þetta lið heldur betur farið að sýna tennurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 20:33

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

hreint ótrúlega fáránlegt, ekki myndi ég gerast sjálfoðaliði þarna og þurfa svo að borga mig inn, frekar myndi ég skemmta mér.

Huld S. Ringsted, 31.7.2007 kl. 20:35

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er barasta sammála ykkur öllum!

Sunna Dóra Möller, 31.7.2007 kl. 20:44

8 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Nei Jenný ég efast um að miðinn sé "dreginn" af launum listamanna. Þeir segja að hann sé innifalinn í greiðslu til þeirra. Hmmm hljómar asnalega.

Kristján Kristjánsson, 31.7.2007 kl. 20:48

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Rétt ábending hjá Kidda og raunar ekki ný, man ekki betur en Stígamótakonum hafi verið hafnað á þessari forsendu áður, væru ekki nauðsynlegar, fagfólk yrði á staðnum o.s.frv.

Á hinn bógin ættuð þið nú ekki að vera a æsa ykkur yfir einhverju sem forsvarsmenn Þjóðhátiðar láta út úr sér, "öðru hvoru megin við sannleikan" Jenný mín og þið hin, rifjið bara upp þegar því var að hálfu ónefnds forsvarsmanns þá, nánast lofað að Árni kæmi úr "Steininum" að syngja brekkusöngin, er hann þó var enn harðlæstur inni!

Þetta líklega bara látið flakka til að réttlæta það að körlunum og/eða einhverjum öðrum sé ekki hleypt að, auðvitað borgar fullt að liði ekki aðgangseyri, bara bull að reyna að telja fólki trú um annað!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2007 kl. 20:58

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Hrikalega gaman að þessu hjá ykkur. Ég hef unnið að undirbúningi Þjóðhátíðar og verið Eyjamaður í 8 ár (6 Þjóðhátíðir). En ætla ekki að skipta mér neitt af þessu fjasi ykkar, veit betur og fylgist bara með. 

Þröstur Unnar, 31.7.2007 kl. 21:09

11 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Óskaplega erum við vond hvort/hvert við annað

Þóra Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 21:15

12 Smámynd: halkatla

græðgin ríður ekki við einteyming á landinu okkar þessa dagana...

halkatla, 31.7.2007 kl. 21:45

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur ég vil endilega að þú skiptir þér af þessu fjasi.  Þú segist vita betur. Ég yrði voða glöð ef þú gætir leiðrétt þennan talsmann Þjoðhátíðar sem segir að sjálfboðaliðar sem sinna væntanlega m.a. fórnarlömbum kynferðisofbeldis, þurfi að borga sig inn. Ekki það að þessi peningur sé að skipta öllu máli heldur lýsir það bara svo miklu virðingarleysi fyrir starfinu og ekki síður áhugaleysi á að hafa þessa hluti í lagi, sem ég tel óforsvaranlegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2007 kl. 21:56

14 identicon

Heil og sæl, Jenný Anna og aðrir skrifarar !

Þótt ''Femínisminn'' sé ein af sorptunnum mannlífsins, eins og daglega lífið sýnir okkur glögglega; þá verð ég að taka undir með þér, að mörgu leyti Jenný. Það, að fórnfúsar sálir, eins og þessir ágætu menn, skuli þurfa að borga sig inn, er forsmán. Þjóðhátíð er, því miður rangnefni, eiturlyfja- og mannlífs skemmandi hátíð;; ætti að kalla þessa samkundu, viðlíka flestum hinna, hverjar haldnar verða, um komandi helgi, á landi hér.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 21:57

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér þykja þessi rök afleidd í raun er ég sannviss um að maðurinn fari með LYGAR.... Ég veit svona umþað bil hvað stæðstu hljómsveitir hérna á Íslandi hafa í tekjur og fyrir hátíðir sem þessar geta þær tekjur verið HIMINHÁAR. Atvinnutónlistarmenn eru að spila oft á mörgum stöðum um verslunarmannahelga og ég er mjög efins að hljómsveitir á borð við Stuðmenn eða Sálina hans Jóns míns þurfi að borga sig inn á þjóðhátíð . Ég er sannfærður að hann noti þessa falsástæðu til að fá meiri pening í kassann... 

Brynjar Jóhannsson, 31.7.2007 kl. 22:00

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna ég er sammála, ef Þröstur veit betur hvað er í gangi þá á hann að segja það.  Veit hann betur en einn af talsmönnum Þjóðhátíðar?  Þröstur be a man.  Er svo sammála líka Jóna um virðingarleysi ekki bara gagnvart Feministamönnunum sem halda úti bráðnausynlegri vinnu heldur öllum sjálfboðaliðunum sem þarna leggja fram vinnu sína.  Hrein ótrúlegt.  Hvaða manneskju með vit í kollinum langar á Þjóðhátíð þegar þessi talsmaður er búinn að segja okkur hvernig hlutirnir gera sig?

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 22:28

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Var einu sinni boðið að koma á ákveðna útihátíð, sem ekki er lengur við lýði, til að vinna en þegar ég komst að því að gistingin var rándýr og ég hefði komið út í mínus ákvað ég að afþakka boðið. Ef þetta er rétt sem var í blaðinu þá ættu tónlistarmenn að harðneita að mæta til Eyja! Það eru þeir sem trekkja að oft á tíðum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.7.2007 kl. 23:08

18 identicon

Ég las þessa frétt og fannst þetta bara fáránlegt. Tek undir með Kristjáni að það að segja miðaverðið innifalið í launum listamannanna er einfaldlega asnalegt!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:13

19 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

 

Heil og sæl, Jenný Anna og aðrir skrifarar !

Þótt "KARLMENN" sé ein af sorptunnum mannlífsins, eins og daglega lífið sýnir okkur glögglega; þá verð ég að taka undir með þér, að mörgu leyti Jenný. Það, að fórnfúsar sálir, eins og þessir ágætu menn, skuli þurfa að borga sig inn, er forsmán. Þjóðhátíð er, því miður rangnefni, eiturlyfja- og mannlífs skemmandi hátíð;; ætti að kalla þessa samkundu, viðlíka flestum hinna, hverjar haldnar verða, um komandi helgi, á landi hér.

Með beztu kveðjum, úr Kaupmannahöfn Edda Agnarsdóttir 

 

Edda Agnarsdóttir, 31.7.2007 kl. 23:19

20 identicon

Nice one, Edda!

Maja Solla (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:26

21 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég sagði ekki að ég vissi betur en talsmaðurinn. Ég veit bara hvernig þetta var þegar ég var þarna, en hefði líklega ekkert átt að vera að gaspra um það, því ég get ekki klárað málið og rætt þetta nánar, vegna tengsla.

Þröstur Unnar, 31.7.2007 kl. 23:28

22 identicon

Þessi Tryggvi sagði að einhvern tímann hefði það verið þannig að ekki allir borguðu sig inn, það hefði endað með frímiðum út um allar trissur og þess vegna var ákveðið að taka upp á þessu.
Mér finnst það ekki réttlæta rukkun á listamenn og sjálfboðaliða.

Maja Solla (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:33

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda brilljant!  Ok. Þröstur ég skil.  MS þessi Tryggvi hm.. ég ætla ekki að hafa um hann orð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 23:42

24 identicon

Sæl verið þið, KONUR og KARLAR !

Edda Agnarsdóttir fer líklegast, á kostum; eða hvað finnst ykkur ?

Henni er gjörsamlega fyrirmunað að skilja, að fólk kunni að hafa sjálfstæða skoðun, í hverju máli; eða hvað sýnist ykkur ?

Blessuð konan,, Edda; mætti minnast Voltaire gamla, og fleirri kappa, um hina sjálfstæðu skoðun; hvers og eins.

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 00:13

25 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Dómar vorir um aðra sýnir betur vorn innri mann en þeirra.

Þorkell Sigurjónsson, 1.8.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband