Þriðjudagur, 31. júlí 2007
ÉG ER "MEAN" OG ÉG VEIT ÞAÐ!
..Ég er kvikindi, það krimtir í mér af gleði þegar ég hugsa um hver viðbrögð reykingarfólks á djamminu verða í vetur, þegar það þarf að standa úti í frosti/snjóbyl/stórhríð með storminn beint í andlitið. Minni á veturinn í fyrra. EKKI góður til útivistar. Ég er að vona að fólk sitji einfaldlega heima. Það verður þá kannski til að þessi ólög verða endurskoðuð. Kvikindisskapur minn beinist því að stjórnvöldum sem fá vonandi að finna fyrir því í gegnum óánægða veitingamenn. Hví í ósköpunum geta þeir ekki fengið að ákveða hvernig þeir haga sínum rekstri?
Ég held að þessi illkvittni í mér komi til vegna þess að ríkið selur mér sígarettur, og það á uppsprengdu verði. Við sem reykjum erum nikótínfíklar svo einfalt er það. Sígarettur eru dýrari hér en á öllum hinum Norðurlöndunum svo dæmi sé tekið. Svo setur ríkið lög sem gera reykingamenn að annars flokks borgurum, þar sem þeim er hvergi vært. Engar málamiðlanir eins og reykherbergi eru á borðinu. Rosalegur tvískinnungur verð ég að segja.
Nú er komið smá babb í bátinn. Að gefnu tilefni vill embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vekja athygli á ákvæði 3.mgr.19.gr. áfengislaga sem bannar með öllu að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum.
Æ en leiðinlegt. Hvað gerir fólk núna? Skutlar í sig drykknum, hleypur út og reykir og aftur inn í biðröðina á barinn og svo út aftur? Voða flókið orðið að fara á djammið. Eða á kaffihús eða....???
Eins og ég segi þá bíð ég spennt eftir vetrarveðrunum.
Bætmí.
Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég skil nikótínfíkla voðalega, voðalega vel, er óvirkur nikótínfíkill sjálf eins og þú manst líklega frá fyrri bloggfærslum á síðunni minni. Mér finnst algjörlega nauðsynlegt að reykingafólki verði sköpuð aðstaða til að reykja en bara ekki ofan í hina og ekki þannig að lyktin berist á milli. Dóttir mín sem hefur gaman af því að kíkja út um helgar er alsæl eftir reykingabannið, sérstaklega það að þurfa ekki að þvo hverja flík eða setja hana í hreinsun eftir stuttan rúnt um skemmtistaðina. Hún er líka hætt að vakna með særindi í hálsinum daginn eftir skemmtistaðaferð.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 18:38
bætmítú...hahaha
Brynja Hjaltadóttir, 31.7.2007 kl. 18:46
sammála sammála sammála, vona að mín ástkæra þjóð verði ekki eins bitlaus í þessu og í öðrum órétti og valdníðslu:) af hverju má ekki reka reykingastaðinn þar sem bara reykingafólk kemur saman, fólk fær aðeins vinnu á barnum ef það reykir og svo geta þeir sem reykja ekki átt sína staði og allt í fínu með það.
Birgitta Jónsdóttir, 31.7.2007 kl. 18:52
Ég hef nákvæmlega enga samúð með reykingamönnum! Af hverju er fólk að byrja á þessu? Kostirnir á því að byrja að reykja eru nær engir á meðan að ókostirnir eru óteljandi og þetta reykingarbann bætir við einum ókostinum. Þetta er því fín forvörn fyrir þá sem eru að reyna að byrja að reykja. Krakkar sjá hvað bíður þeirra þegar þau horfa á veðurbarið og rennblaut fólkið sjúga að sér reykinn. Fólk á einfaldlega að hætta þessari vitleysu.
Ólafur Guðmundsson, 31.7.2007 kl. 19:04
Ég stend með þér í þessu ..... stíg ekki fæti in á skemmtistaði né kaffihús fyrr en þessu verður breytt ..... aftur!
Annars kaupi ég sígarettukartonið hérna úti á heilar 1400 kr....... bæt mí
Eva Þorsteinsdóttir, 31.7.2007 kl. 19:13
Ég skil að sjálfsögðu þarfir þeirra sem ekki reykja. Það eru líka margir sem reykja en þola ekki við á reykmettuðum stöðum. Ég þar á meðal. En ég vil geta brugðið mér afsíðis í LOKAÐ RÝMI (með hurð ekki tjaldi) og sinnt minni fíkn.
Eva you just bit me.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 19:30
Ólafur....Copy-Past breytt.
Ég hef nákvæmlega enga samúð með drykkjumönnum! Af hverju er fólk að byrja á þessu? Kostirnir á því að byrja að drekka eru nær engir á meðan að ókostirnir eru óteljandi og þetta drykkjubann bætir við einum ókostinum. Þetta er því fín forvörn fyrir þá sem eru að reyna að byrja að drekka. Krakkar sjá hvað bíður þeirra þegar þau horfa á veðurbarið og rennblaut fólkið sjúga að sér drykkinn. Fólk á einfaldlega að hætta þessari vitleysu
Þröstur Unnar, 31.7.2007 kl. 19:54
Já þessi boð og bönn hafa aldrei skilað neinu nema ef til vill því að fara í kringum lögin. Það verður meira spennandi eftir því sem bönninn verða fleiri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2007 kl. 20:03
Góður Þröstur Unnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 20:21
Þröstur Unnar.
Það er engan veginn hægt að leggja áfengisdrykkju og reykingar að jöfnu þó vissulega eiga þessir hlutir margt sameiginlegt. En það er þín skoðun og hana ber að virða.
Reykingar: Stór hluti reykingarmanna (kannski 90%) vill hætta að reykja og hefðu aldrei byrjað á því ef að þeir stæðu frami fyrir þeirri ákvörðun í dag.
Áfengisdrykkja: Minni hluti "drykkjumanna" (kannski 10-30%) vill hætta að drekka áfengi og hefðu aldrei byrjað að á því ef að þeir stæðu frami fyrir þeirri ákvörðun í dag.
Reykingar: Það er fyrir löngu sannað að það er engum manni holt að reykja tóbak í hvaða magni sem er.
Áfengisdrykkja: Hófleg áfengisdrykkja er ekki skaðleg og er jafnvel holl.
Reykingar: Eru oft til mikils ama þinna meðborgara sem lýsir sér í ólofti og sóðaskap
Áfengisdrykkja: Hófleg áfengisdrykkja er sárafáum ef nokkrum til ama.
Og síðast en ekki síst það sem er meginmarkmið þessa reykingarbanns.
Reykingar: Óbeinar reykingar eru skaðlegar heilsu annarra
Áfengisdrykkja: Hófleg "óbein áfengisdrykkja" er sárafáum ef nokkrum skaðleg.
Vissulega er það auðvelt fyrir mig að segja við fólk að hætta bara að reykja. En ég legg þetta ekki að jöfnu.
Ólafur Guðmundsson, 31.7.2007 kl. 20:53
Já liðið verður að læra að teyga bjórinn í einum sopa...það skilur enginn heilvita maður glasið sitt eftir inni svo brjálæðingar geti laumað í drykkin smjörsýrum og öðrum ófögnuði...þetta er nú bara meira vesen þegar upp er staðið..ha???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 21:20
Bíð spennt eftir vetrinum! Virði 100% rétt þeirra sem reykja ekki en finnst stórlega brotið á réttindum reykingamanna og veitingamanna með því að leyfa ekki lokað rými á veitingahúsum. Undanfarin ár hafa forvarnirnar beint að því að allir eiga að fyrirlíta reykingamenn og þeir geti bara hunskast til að hætta þessum óhollu reykingum. Þetta virkar bara ekki á reykingamenn. Hef heyrt að ógeðsleg líkamsfýla (sviti og fleira óprenthæft) sé yfirgnæfandi á börum og skemmtistöðum núna. Langar sko ekkert á djammið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.7.2007 kl. 23:04
Við reykingarmenn erum sko með överskott af umburðarlyndi gagnvart þeim sem ekki reykja. Hvernig væri að við fengjum smá skilning frá þeim? About time, einhver?
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 23:09
ég er rosa fegin að hafa losnað við reykingarpúkan eins og er, vona bara að það endist. En væri samt alveg til í að sjá okkur taka Norrmenn (amk í Bergen) til fyrirmyndar því þar var ljúft að fara út að reykja í vondu veðri því það var svo vel um okkur búið!
E.R Gunnlaugs, 31.7.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.