Leita í fréttum mbl.is

ZARKOZY FLOTTUR

1

..enda markmið í sjálfu sér að komast á lista yfir bestu klæddu mennina í Vanity Fair.  Þangað fóru líka David og Victoria Beckham.  Veit ekki hvort Gaddafi komst á listann, en karlinn er ansi reffilegur þarna á myndini í Kiragisa jakkafötum úr ZZelber línu sumarsins sem sló algjörlega í gegn í vor.  Sjalið sem Gaddafi ber, brýtur skemmtilega upp hvítan flötinn og gerir hann bæði grennri og rennilegri og er frá hönnuðinum Kentgetmore og er til í fleiri litum.  Sjalið er úr ormasilki, margglyttum og hunangi.   Takið eftir sólgleraugunum en þau eru úr nýrri línu  Europris.

Það hlýtur að vera dásamleg upplifun að komast á lista yfir best klædda fólkið.

David Beckham vaknar örgla á morgnanna núna, teygir úr sér og hugsar; "ég er á lista yfir þá best klæddu.  Ég David litli Beckham.  Í dag bara verð ég að láta gott af mér leiða.  Mér er ekki stætt á öðru.  Nú veit ég, ég gef einni þjónustustúlkunni strætókort.  Jess! Vei, já það get ég gert".

Dressd2kill!

 


mbl.is Nicolas Sarkozy á meðal þeirra best klæddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Djísus - ég er vöknuð

Edda Agnarsdóttir, 31.7.2007 kl. 00:07

2 identicon

Ha ha ha ... !! Ég sé alveg þessa Beckham morgna fyrir mér !!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 00:43

3 Smámynd: Ingi B. Ingason

Vel til hafður hann Zarkozy - en mig finnst bara einfaldlega vera eins klæddur og hver annar velgengismaður í viðskiptum. Jújú, vel pressuð föt alltaf og fagmannlega sniðin eftir vexti hans....en ég sé ekki alveg hvað það er sem að ber af...

Ingi B. Ingason, 31.7.2007 kl. 00:44

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég þoli ekki bechahm hjónin sorrý.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 00:51

5 identicon

Strætókort! hahahaha  Við Kristín Katla erum á sömu línu - ég þoldi þau þokkalega þangað til ég horfði á þennan raunveruleikaþátt með Victoriu. Hann var svo ótrúlega lame.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 01:02

6 Smámynd: Rebbý

hvar værum við ef við gætum ekki velt okkur upp úr bullinu í fræga fólkinu

Rebbý, 31.7.2007 kl. 06:19

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hver er eiginlega þessi Zarkozy

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2007 kl. 07:21

8 identicon

Er þetta ekki gaurinn úr Il divo ?

Maggi (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 08:27

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur mín, það var verið að kjósa hann á dögunum sem forseta Frakklands.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 08:47

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna, þoldir þú þau "þokkalega"? Ég kalla þig góða, það er meira en ég get státað af. Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 08:48

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, þú ert gullmoli. Góð fatalýsing, sjalið vakti einmitt sérstaka athygli mína 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.