Leita í fréttum mbl.is

PIRRINGSBLOGG

28

Loksins þegar fjárans sumarstarfsmaðurinn spáir almennilega fyrir mér þá vantar mikilvægan hluta minna dásamlegu eiginleika í fj.. spána.

"Steingeit: Þú ert sérlega næmur, skilningsríkur og samúðarfullur við fólkið sem þú elskar - og líka við það sem þú þekkir varla. Það er þitt framlag til friðar á jörðu"

Ég viðurkenni að ég hef verið að bíða eftir viðurkenningu veraldarinnar á framlagi mínu til heimsfriðar, ásamt öðrum viðurkenningum sem ég á skilið.  Loksins kom örlítil viðurkenning á því að ég er dásamleg manneskja.  Betri en flestar aðrar.  Fullkomin eiginlega.  En af hverju í andskotanum stendur ekkert um hversu hógvær og lítillát ég er?  Ha??

Æmabát2börst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsakn mín góða, kemur í þriðjudags-spánni.

Heiða Þórðar, 30.7.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Nú þetta er ekki dónaleg spá . Jenný mín og vertu ekki svona pirruð elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.7.2007 kl. 11:45

3 identicon

Það er greinilega erfitt að gera þér til hæfis, gæskan.

Maja Solla (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Aldrei ánægð, aldrei.  A.m.k. ekki fyrr en ég fæ friðarverðlaunin og gerð að dýrlingi.  Lágmark.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 11:53

5 identicon

Elsku mamma mín. Ef þú vilt fá bikar skal ég fjárfesta í einum svoleiðis handa þér ef þér líður betur með það en ég get alveg sagt það með hreinni samvisku að þú ert yndisleg amma og móðir og ef einhver á það skilið að fá heiðursverðlaun þá ert það þú. Sem besta amma, mamma, vinkona, eiginkona, tengdamamma, kokkur, húmoristi, sanngjörn og allt annað sem hægt er að orða manneskju einsog þig. (Þú mættir samt taka þig á og læra að segja nei við Jennú Unu) annars ertu fullkomin. Love u. Þín dóttir Sara

Sara Einarsd. (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 13:09

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elsku Sara mín.  Híhí, ég gleymdi nottla að kvarta yfir því að það stendur ekki orð um að ég eigi fullkomnustu börn í heimi. 

Ég ætla ekki að læra segja nei við Jenny Unu Errriksdótturrr það geta sko aðrir verið í því.

Smjúts elsku Saran mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 13:18

7 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Nákvæmlega. Við erum svo lítillátar og hógværar að það hálfa væri nóg.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 30.7.2007 kl. 15:27

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahahhahahahaha muuuuuuuhaaaaaaa heheheheheheheheheheeheheheheh

Jóna Á. Gísladóttir, 30.7.2007 kl. 18:06

9 Smámynd: Rebbý

usss heyra þessa tillögu dótturinnar varðandi prinsessuna
engar ömmur eiga að kunna að segja nei - sérstaklega ekki við nöfnu sína

Rebbý, 30.7.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband